Nær allir fengu launahækkun Sigurður Mikael Jónsson skrifar 12. mars 2019 08:00 Fjármála- og efnahagsráðuneytið fer yfir svör ríkisfyrirtækjanna og hvort tilefni sé til aðgerða. Fréttablaðið/GVA Þrettán af sextán fyrirtækjum í ríkiseigu, sem svöruðu erindi sem fjármála- og efnahagsráðuneytið sendi stjórnum þeirra 12. febrúar síðastliðinn, hækkuðu laun æðstu stjórnenda sinna 1. júlí 2017. Þá tóku ný lög um kjararáð gildi og ákvörðunarvald yfir launum stjórnenda ríkisfyrirtækja færðist aftur til stjórnanna. Hjá þeim sem hækkuðu nemur hækkunin að meðaltali rúmum 24 prósentum. Aðeins tvö fyrirtæki gerðu enga breytingu á launum stjórnenda og aðeins í einu tilfelli lækkuðu laun framkvæmdastjóra. Úttekt Fréttablaðsins sýnir að meðallaun stjórnenda ríkisfyrirtækjanna voru um 1.400 þúsund krónur á mánuði fyrir 1. júlí 2017 en eru í dag að meðaltali rúmlega 1.700 þúsund krónur á mánuði. Inni í þessum útreikningum eru ekki bankastjórar ríkisbankanna tveggja, Landsbankans og Íslandsbanka, sem mikið hefur verið fjallað um launaskriðið hjá að undanförnu. Aðeins er hér rýnt í svör þeirra fyrirtækja sem ráðuneytið birti á vef sínum í síðustu viku. Ekki eru í öllum tilfellum gefin upp laun þá og nú í svörum fyrirtækjanna og mismikil nákvæmni. Er í þeim tilfellum sem mögulegt er stuðst við fyrri svör ráðuneytisins við fyrirspurn Þorsteins Víglundssonar á þingi í fyrra og upplýsingaöflun blaðamanns hjá viðkomandi fyrirtækjum og úr fyrri fréttum. Tilefni erindis ráðuneytisins þann 12. febrúar síðastliðinn var að óska eftir svörum frá fyrirtækjunum um hvernig brugðist hefði verið við tilmælum sem beint var til þeirra í ársbyrjun 2017 varðandi launaákvarðanir og starfskjör stjórnenda. Í tilmælunum 2017 var því beint til stjórna félaga í ríkiseigu, meðal annars með tilvísun til mikilvægis stöðugleika á vinnumarkaði, að launaákvarðanir yrðu varlegar og að forðast yrði að ákvarða miklar launabreytingar á stuttu tímabili. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur þegar tekið stjórnir ríkisbankanna á beinið fyrir launaákvarðanir þeirra sem hann telur að hafi verið úr hófi, ekki varlegar og raunar skaðlegt innlegg í viðkvæma stöðu í kjaraviðræðum. Ríkisfyrirtækin fengu vikufrest til að svara. Kom fram í tilkynningu ráðuneytisins að farið yrði yfir svörin sem bárust og í kjölfarið brugðist við eins og tilefni og ástæða kann að vera. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu í gær er enn verið að fara yfir svörin og engin ákvörðun því verið tekin um hvort þau kalli á viðbrögð. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Sjá meira
Þrettán af sextán fyrirtækjum í ríkiseigu, sem svöruðu erindi sem fjármála- og efnahagsráðuneytið sendi stjórnum þeirra 12. febrúar síðastliðinn, hækkuðu laun æðstu stjórnenda sinna 1. júlí 2017. Þá tóku ný lög um kjararáð gildi og ákvörðunarvald yfir launum stjórnenda ríkisfyrirtækja færðist aftur til stjórnanna. Hjá þeim sem hækkuðu nemur hækkunin að meðaltali rúmum 24 prósentum. Aðeins tvö fyrirtæki gerðu enga breytingu á launum stjórnenda og aðeins í einu tilfelli lækkuðu laun framkvæmdastjóra. Úttekt Fréttablaðsins sýnir að meðallaun stjórnenda ríkisfyrirtækjanna voru um 1.400 þúsund krónur á mánuði fyrir 1. júlí 2017 en eru í dag að meðaltali rúmlega 1.700 þúsund krónur á mánuði. Inni í þessum útreikningum eru ekki bankastjórar ríkisbankanna tveggja, Landsbankans og Íslandsbanka, sem mikið hefur verið fjallað um launaskriðið hjá að undanförnu. Aðeins er hér rýnt í svör þeirra fyrirtækja sem ráðuneytið birti á vef sínum í síðustu viku. Ekki eru í öllum tilfellum gefin upp laun þá og nú í svörum fyrirtækjanna og mismikil nákvæmni. Er í þeim tilfellum sem mögulegt er stuðst við fyrri svör ráðuneytisins við fyrirspurn Þorsteins Víglundssonar á þingi í fyrra og upplýsingaöflun blaðamanns hjá viðkomandi fyrirtækjum og úr fyrri fréttum. Tilefni erindis ráðuneytisins þann 12. febrúar síðastliðinn var að óska eftir svörum frá fyrirtækjunum um hvernig brugðist hefði verið við tilmælum sem beint var til þeirra í ársbyrjun 2017 varðandi launaákvarðanir og starfskjör stjórnenda. Í tilmælunum 2017 var því beint til stjórna félaga í ríkiseigu, meðal annars með tilvísun til mikilvægis stöðugleika á vinnumarkaði, að launaákvarðanir yrðu varlegar og að forðast yrði að ákvarða miklar launabreytingar á stuttu tímabili. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur þegar tekið stjórnir ríkisbankanna á beinið fyrir launaákvarðanir þeirra sem hann telur að hafi verið úr hófi, ekki varlegar og raunar skaðlegt innlegg í viðkvæma stöðu í kjaraviðræðum. Ríkisfyrirtækin fengu vikufrest til að svara. Kom fram í tilkynningu ráðuneytisins að farið yrði yfir svörin sem bárust og í kjölfarið brugðist við eins og tilefni og ástæða kann að vera. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu í gær er enn verið að fara yfir svörin og engin ákvörðun því verið tekin um hvort þau kalli á viðbrögð.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Sjá meira