Innlent

Nafn mannsins sem lést í útreiðartúrnum

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Slysið varð síðdegis þann 6. mars.
Slysið varð síðdegis þann 6. mars. aðsend
Maðurinn sem lést í hesthúsahverfi Hestamannafélagsins Sörla þann 6. mars síðastliðinn hét Davíð Sigurðsson. Hann slasaðist við útreiðar og lést í kjölfarið af áverkum sínum. 

Frá þessu greina aðstandendur hans í tilkynningu til Vísis, sem greindi frá andláti mannsins í liðinni viku.

Í tilkynningu segir jafnframt að Davíð hafi verið búsettur í Noregi um skeið ásamt fjölskyldu sinni en vann á Íslandi í vetur meðal annars við tamningar. Davíð lætur eftir sig eiginkonu og fimm börn á aldrinum 17 til 30 ára.

„Fjölskyldan vill nýta tækifærið og þakka fyrir þann mikla stuðning og hlýhug sem þau hafa mætt í kjölfar þessa áfalls. Sérstakar þakkir fær Hestamannafélagið Sörli, þar sem Davíð var félagsmaður. Sörli sýndi mikið örlæti og ákvað að skráningagjöld mótsins 8. mars síðastliðinn mundu renna óskert til fjölskyldunnar okkar,“ segir í tilkynningunni.

Þar er því bætt við að útför Davíðs fari fram frá Grafarvogskirkju, föstudaginn 15. mars kl. 15. „Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeir sem vilja minnast hans er bent á söfnunarsjóð fjölskyldunnar sem ætlaður er til að reisa minnisvarða um Davíð 0130-15-010650, kt. 220365-4929.”

Fjölskyldan vill jafnframt koma á framfæri þökkum fyrir nærgætnina í allri umfjöllun um slysið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×