Fiskikóngurinn opnar sig: „Ákvörðunin hjá mér var að komast á réttan kjöl aftur“ Samúel Karl Ólason skrifar 13. mars 2019 20:49 Kristján Berg Ásgeirsson, sem gengur undir nafninu Fiskikóngurinn, hefur selt Íslendingum fisk í 30 ár. Hann hefur farið í gegnum ýmislegt en árið 1996 Kristján var dæmdur ásamt þremur öðrum mönnum til tveggja og hálfs árs fangelsisvistar vegna innflutning og sölu á alsælutöflum. Þetta mál hefur eðli málsins samkvæmt legið þungt á Kristjáni og hingað til hefur hann ekki talað opinberlega um málið. Hann sagði Evu Laufey sögu sína í Ísland í dag í kvöld. Kristján sagði frá því að hann hafi byrjað að vinna fjórtán ára gamall og þegar hann var 16 ára var hann orðinn það fljótur að flaka fisk að hann var með hærri laun en faðir sinn. Hann sagði einnig frá því þegar hann seldi fiskbúð sína og fluttist til Danmerkur. Þar endaði leit að góðum heitum potti með því að hann fór að selja heita Potta í Danmörku. Þegar Eva spurði Kristján út dóminn sagði hann erfitt að tala um það. Hann sagði málið hafa tekið gríðarlega á og enn eigi hann erfitt með að sætta sig við gjörðir sínar. Hann segir þetta ekki hafa verið skipulagt á sínum tíma. „Þegar þú ert byrjaður að neyta fíkniefna, þá tekur þetta völdin. Þetta fer í átt sem þú ræður ekki við. Þú gerir eitthvað sem þú ætlar ekki að gera og er ekki líkt sjálfum þér,“ sagði Kristján. Hann segist strax hafa leitað sér hjálpar og talað við sálfræðing sem hafi undirbúið hann fyrir fangavistina. „Ákvörðunin hjá mér var að komast á réttan kjöl aftur og njóta þess að vera í fangelsi. Læra af aðstæðunum. Kynnast fólkinu. Passa að fara ekki aftur á þessa braut. Koma út betri maður,“ sagði Kristján. Viðtalið við Kristján má sjá í spilaranum hér að ofan. Ísland í dag Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Fleiri fréttir Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Sjá meira
Kristján Berg Ásgeirsson, sem gengur undir nafninu Fiskikóngurinn, hefur selt Íslendingum fisk í 30 ár. Hann hefur farið í gegnum ýmislegt en árið 1996 Kristján var dæmdur ásamt þremur öðrum mönnum til tveggja og hálfs árs fangelsisvistar vegna innflutning og sölu á alsælutöflum. Þetta mál hefur eðli málsins samkvæmt legið þungt á Kristjáni og hingað til hefur hann ekki talað opinberlega um málið. Hann sagði Evu Laufey sögu sína í Ísland í dag í kvöld. Kristján sagði frá því að hann hafi byrjað að vinna fjórtán ára gamall og þegar hann var 16 ára var hann orðinn það fljótur að flaka fisk að hann var með hærri laun en faðir sinn. Hann sagði einnig frá því þegar hann seldi fiskbúð sína og fluttist til Danmerkur. Þar endaði leit að góðum heitum potti með því að hann fór að selja heita Potta í Danmörku. Þegar Eva spurði Kristján út dóminn sagði hann erfitt að tala um það. Hann sagði málið hafa tekið gríðarlega á og enn eigi hann erfitt með að sætta sig við gjörðir sínar. Hann segir þetta ekki hafa verið skipulagt á sínum tíma. „Þegar þú ert byrjaður að neyta fíkniefna, þá tekur þetta völdin. Þetta fer í átt sem þú ræður ekki við. Þú gerir eitthvað sem þú ætlar ekki að gera og er ekki líkt sjálfum þér,“ sagði Kristján. Hann segist strax hafa leitað sér hjálpar og talað við sálfræðing sem hafi undirbúið hann fyrir fangavistina. „Ákvörðunin hjá mér var að komast á réttan kjöl aftur og njóta þess að vera í fangelsi. Læra af aðstæðunum. Kynnast fólkinu. Passa að fara ekki aftur á þessa braut. Koma út betri maður,“ sagði Kristján. Viðtalið við Kristján má sjá í spilaranum hér að ofan.
Ísland í dag Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Fleiri fréttir Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Sjá meira