Samþykktu samhljóða að krefjast birtingar Mueller-skýrslunnar Kjartan Kjartansson skrifar 14. mars 2019 16:16 Rannsókn Roberts Muellers hefur nú staðið yfir í tæp tvö ár. Vísir/EPA Þingmenn beggja flokka í fulltrúadeild Bandaríkjaþings greiddu atkvæði með því að krefjast þess af dómsmálaráðuneytinu að það birti skýrslu Roberts Mueller, sérstaka rannsakandans á meintu samráði forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa, í dag. Talið er að rannsókn Mueller, sem hann tók við í maí árið 2017, ljúki á næstu vikum. Politico greindi frá því í dag að einn nánasti samstarfsmaður hans, saksóknarinnar Andrew Weissman, láti brátt af störfum fyrir embættið. Það sé til marks um að rannsóknin sé á lokametrunum. Samkvæmt lögum um sérstaka rannsakendur á Mueller að skila dómsmálaráðuneytinu trúnaðarskýrslu um rannsóknina og þær ákvarðanir sem hann tók, bæði um hvers vegna ákveðið var að ákæra tiltekna einstaklinga og hvers vegna aðrir voru ekki ákærðir. Það er hins vegar í höndum dómsmálaráðherrans hvort skýrslan verður gerð opinber að hluta eða í heild. Trump forseti skipaði nýlega William Barr sem dómsmálaráðherra. Hann hefur sagst ætla að vera eins gegnsær með rannsóknina og lög leyfa honum. Mögulegt er því að hann myndi ekki birta skýrsluna í heild, meðal annars vegna persónuverndarsjónarmiða þeirra sem ekki voru ákærðir en voru rannsakaðir. Atkvæðagreiðslan í fulltrúadeildinni í dag er talin tilraun demókrata, sem eru með meirihluta í deildinni, til þess að setja þrýsting á ráðherrann um að birta skýrsluna þegar að því kemur. New York Times segir að repúblikanar í deildinni hafi sagt ályktunina tilgangslausa en að þeir hafi ekki viljað greiða atkvæði gegn henni. Þannig var ályktunin samþykkt með 420 atkvæðum gegn engu. Hún felur í sér að ráðuneytið veiti bæði þinginu og almenningi aðgang að skýrslunni þegar hún verður tilbúin. Ályktunin er ekki lagalega bindandi fyrir dómsmálaráðherrann. Ólíklegt er talið að sambærileg ályktun verði borin upp í öldungadeildinni þar sem repúblikanar fara með meirihluta. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Fleiri fréttir Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sjá meira
Þingmenn beggja flokka í fulltrúadeild Bandaríkjaþings greiddu atkvæði með því að krefjast þess af dómsmálaráðuneytinu að það birti skýrslu Roberts Mueller, sérstaka rannsakandans á meintu samráði forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa, í dag. Talið er að rannsókn Mueller, sem hann tók við í maí árið 2017, ljúki á næstu vikum. Politico greindi frá því í dag að einn nánasti samstarfsmaður hans, saksóknarinnar Andrew Weissman, láti brátt af störfum fyrir embættið. Það sé til marks um að rannsóknin sé á lokametrunum. Samkvæmt lögum um sérstaka rannsakendur á Mueller að skila dómsmálaráðuneytinu trúnaðarskýrslu um rannsóknina og þær ákvarðanir sem hann tók, bæði um hvers vegna ákveðið var að ákæra tiltekna einstaklinga og hvers vegna aðrir voru ekki ákærðir. Það er hins vegar í höndum dómsmálaráðherrans hvort skýrslan verður gerð opinber að hluta eða í heild. Trump forseti skipaði nýlega William Barr sem dómsmálaráðherra. Hann hefur sagst ætla að vera eins gegnsær með rannsóknina og lög leyfa honum. Mögulegt er því að hann myndi ekki birta skýrsluna í heild, meðal annars vegna persónuverndarsjónarmiða þeirra sem ekki voru ákærðir en voru rannsakaðir. Atkvæðagreiðslan í fulltrúadeildinni í dag er talin tilraun demókrata, sem eru með meirihluta í deildinni, til þess að setja þrýsting á ráðherrann um að birta skýrsluna þegar að því kemur. New York Times segir að repúblikanar í deildinni hafi sagt ályktunina tilgangslausa en að þeir hafi ekki viljað greiða atkvæði gegn henni. Þannig var ályktunin samþykkt með 420 atkvæðum gegn engu. Hún felur í sér að ráðuneytið veiti bæði þinginu og almenningi aðgang að skýrslunni þegar hún verður tilbúin. Ályktunin er ekki lagalega bindandi fyrir dómsmálaráðherrann. Ólíklegt er talið að sambærileg ályktun verði borin upp í öldungadeildinni þar sem repúblikanar fara með meirihluta.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Fleiri fréttir Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sjá meira