Prófsteinn á andlegu hliðina gegn Andorra Kristinn Páll Teitsson skrifar 15. mars 2019 12:30 Erik Hamrén og Freyr svöruðu spurningum blaðamanna í gær. Fréttablaðið/anton Þjálfarateymi íslenska karlalandsliðsins tilkynnti í gær hvaða 23 leikmenn hefðu orðið fyrir valinu fyrir næstu leiki landsliðsins. Fram undan eru fyrstu leikir Íslands í nýrri undankeppni EM 2020 og hefur Ísland leik gegn Andorra ytra. Það vekur athygli að það eru aðeins þrír eiginlegir framherjar í hópnum og einn þeirra, Alfreð Finnbogason, er að ná sér af meiðslum. Alfreð hefur ekkert komið við sögu með félagsliði sínu, Augsburg, síðasta mánuðinn en þjálfarateymið sagði að markmiðið væri að hann tæki þátt í leik þýska félagsins um helgina. Ásamt honum eru Albert Guðmundsson og Björn Bergmann Sigurðarson í hópnum. Jón Daði Böðvarsson gat ekki gefið kost á sér vegna meiðsla og þá var Kolbeinn Sigþórsson ekki valinn að þessu sinni. „Markmiðið er að Alfreð spili um helgina með Augsburg og ég krosslegg fingur að ekkert fari úrskeiðis,“ sagði Hamrén, aðspurður á blaðamannafundinum um þá ákvörðun að taka aðeins þrjá framherja í leikina og benti á að það væru fleiri leikmenn sem gætu skorað mörk. „Það skiptir ekki endilega máli að framherji skori mörk heldur að liðið skori og við erum með marga leikmenn sem geta skorað mörk.“ Hamrén á von á tveimur erfiðum leikjum en segir að íslenska liðið fari til að vinna báða leikina. „Þessi lið eru ákveðnar andstæður, Frakkland er risaveldi í knattspyrnuheiminum og með marga leikmenn í heimsklassa á meðan fólk býst við stórsigri gegn Andorra. Andorramenn hafa verið erfiðir heim að sækja undanfarna mánuði, aðeins tapað einum af síðustu sex heimaleikjunum og það var gegn Portúgal sem þeim tókst að stríða,“ sagði Hamrén. „Leikurinn gegn Andorra verður stórt próf andlega og leikmennirnir vita það. Við verðum með nánast fullskipað lið og flestir þekkja það hvað þarf til að komast á stórmót. Til þess að við náum markmiðum okkar þurfum við að ná góðum úrslitum úr þessu landsleikjahléi,“ sagði Hamrén sem bíður enn eftir fyrsta sigrinum. „Auðvitað hefur það áhrif á mann að takast ekki að vinna leiki en spilamennskan batnaði talsvert eftir afhroðið í fyrsta leiknum,“ sagði Hamrén, aðspurður út í biðina eftir fyrsta sigrinum. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Styrktarþjálfari sem starfar hjá Leicester kemur inn í þjálfarateymi Íslands Tom Joel sem hefur verið hjá Leicester síðan 2011 tekur við af Sebastian Boxleitner. 14. mars 2019 13:36 Magni Fannberg kemur inn í njósnateymi landsliðsins Þróunarstjóri Svíþjóðarmeistara AIK hjálpar strákunum okkar í undankeppni EM 2020. 14. mars 2019 13:25 Alfreð í hópnum en enginn Jón Daði Erik Hamrén er búinn að velja mennina sem byrja undankeppni EM 2020 fyrir Íslands hönd. 14. mars 2019 13:04 Hannes spilar ekkert en er númer eitt hjá Hamrén Erik Hamrén er með Hannes Þór Halldórsson fremstan í goggunarröðinni. 14. mars 2019 13:43 Hamrén: Ég vona að Kolbeinn verði klár í júní Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, var spurður út í framherjamál íslenska landliðsins fyrir leikina á móti Andorra og Frakklandi í undankeppni EM 2020 en aðeins tveir hreinræktaðir framherjar eru í íslenska hópnum að þessu sinni. 14. mars 2019 13:40 Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Fleiri fréttir „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Sjá meira
Þjálfarateymi íslenska karlalandsliðsins tilkynnti í gær hvaða 23 leikmenn hefðu orðið fyrir valinu fyrir næstu leiki landsliðsins. Fram undan eru fyrstu leikir Íslands í nýrri undankeppni EM 2020 og hefur Ísland leik gegn Andorra ytra. Það vekur athygli að það eru aðeins þrír eiginlegir framherjar í hópnum og einn þeirra, Alfreð Finnbogason, er að ná sér af meiðslum. Alfreð hefur ekkert komið við sögu með félagsliði sínu, Augsburg, síðasta mánuðinn en þjálfarateymið sagði að markmiðið væri að hann tæki þátt í leik þýska félagsins um helgina. Ásamt honum eru Albert Guðmundsson og Björn Bergmann Sigurðarson í hópnum. Jón Daði Böðvarsson gat ekki gefið kost á sér vegna meiðsla og þá var Kolbeinn Sigþórsson ekki valinn að þessu sinni. „Markmiðið er að Alfreð spili um helgina með Augsburg og ég krosslegg fingur að ekkert fari úrskeiðis,“ sagði Hamrén, aðspurður á blaðamannafundinum um þá ákvörðun að taka aðeins þrjá framherja í leikina og benti á að það væru fleiri leikmenn sem gætu skorað mörk. „Það skiptir ekki endilega máli að framherji skori mörk heldur að liðið skori og við erum með marga leikmenn sem geta skorað mörk.“ Hamrén á von á tveimur erfiðum leikjum en segir að íslenska liðið fari til að vinna báða leikina. „Þessi lið eru ákveðnar andstæður, Frakkland er risaveldi í knattspyrnuheiminum og með marga leikmenn í heimsklassa á meðan fólk býst við stórsigri gegn Andorra. Andorramenn hafa verið erfiðir heim að sækja undanfarna mánuði, aðeins tapað einum af síðustu sex heimaleikjunum og það var gegn Portúgal sem þeim tókst að stríða,“ sagði Hamrén. „Leikurinn gegn Andorra verður stórt próf andlega og leikmennirnir vita það. Við verðum með nánast fullskipað lið og flestir þekkja það hvað þarf til að komast á stórmót. Til þess að við náum markmiðum okkar þurfum við að ná góðum úrslitum úr þessu landsleikjahléi,“ sagði Hamrén sem bíður enn eftir fyrsta sigrinum. „Auðvitað hefur það áhrif á mann að takast ekki að vinna leiki en spilamennskan batnaði talsvert eftir afhroðið í fyrsta leiknum,“ sagði Hamrén, aðspurður út í biðina eftir fyrsta sigrinum.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Styrktarþjálfari sem starfar hjá Leicester kemur inn í þjálfarateymi Íslands Tom Joel sem hefur verið hjá Leicester síðan 2011 tekur við af Sebastian Boxleitner. 14. mars 2019 13:36 Magni Fannberg kemur inn í njósnateymi landsliðsins Þróunarstjóri Svíþjóðarmeistara AIK hjálpar strákunum okkar í undankeppni EM 2020. 14. mars 2019 13:25 Alfreð í hópnum en enginn Jón Daði Erik Hamrén er búinn að velja mennina sem byrja undankeppni EM 2020 fyrir Íslands hönd. 14. mars 2019 13:04 Hannes spilar ekkert en er númer eitt hjá Hamrén Erik Hamrén er með Hannes Þór Halldórsson fremstan í goggunarröðinni. 14. mars 2019 13:43 Hamrén: Ég vona að Kolbeinn verði klár í júní Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, var spurður út í framherjamál íslenska landliðsins fyrir leikina á móti Andorra og Frakklandi í undankeppni EM 2020 en aðeins tveir hreinræktaðir framherjar eru í íslenska hópnum að þessu sinni. 14. mars 2019 13:40 Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Fleiri fréttir „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Sjá meira
Styrktarþjálfari sem starfar hjá Leicester kemur inn í þjálfarateymi Íslands Tom Joel sem hefur verið hjá Leicester síðan 2011 tekur við af Sebastian Boxleitner. 14. mars 2019 13:36
Magni Fannberg kemur inn í njósnateymi landsliðsins Þróunarstjóri Svíþjóðarmeistara AIK hjálpar strákunum okkar í undankeppni EM 2020. 14. mars 2019 13:25
Alfreð í hópnum en enginn Jón Daði Erik Hamrén er búinn að velja mennina sem byrja undankeppni EM 2020 fyrir Íslands hönd. 14. mars 2019 13:04
Hannes spilar ekkert en er númer eitt hjá Hamrén Erik Hamrén er með Hannes Þór Halldórsson fremstan í goggunarröðinni. 14. mars 2019 13:43
Hamrén: Ég vona að Kolbeinn verði klár í júní Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, var spurður út í framherjamál íslenska landliðsins fyrir leikina á móti Andorra og Frakklandi í undankeppni EM 2020 en aðeins tveir hreinræktaðir framherjar eru í íslenska hópnum að þessu sinni. 14. mars 2019 13:40