Prófsteinn á andlegu hliðina gegn Andorra Kristinn Páll Teitsson skrifar 15. mars 2019 12:30 Erik Hamrén og Freyr svöruðu spurningum blaðamanna í gær. Fréttablaðið/anton Þjálfarateymi íslenska karlalandsliðsins tilkynnti í gær hvaða 23 leikmenn hefðu orðið fyrir valinu fyrir næstu leiki landsliðsins. Fram undan eru fyrstu leikir Íslands í nýrri undankeppni EM 2020 og hefur Ísland leik gegn Andorra ytra. Það vekur athygli að það eru aðeins þrír eiginlegir framherjar í hópnum og einn þeirra, Alfreð Finnbogason, er að ná sér af meiðslum. Alfreð hefur ekkert komið við sögu með félagsliði sínu, Augsburg, síðasta mánuðinn en þjálfarateymið sagði að markmiðið væri að hann tæki þátt í leik þýska félagsins um helgina. Ásamt honum eru Albert Guðmundsson og Björn Bergmann Sigurðarson í hópnum. Jón Daði Böðvarsson gat ekki gefið kost á sér vegna meiðsla og þá var Kolbeinn Sigþórsson ekki valinn að þessu sinni. „Markmiðið er að Alfreð spili um helgina með Augsburg og ég krosslegg fingur að ekkert fari úrskeiðis,“ sagði Hamrén, aðspurður á blaðamannafundinum um þá ákvörðun að taka aðeins þrjá framherja í leikina og benti á að það væru fleiri leikmenn sem gætu skorað mörk. „Það skiptir ekki endilega máli að framherji skori mörk heldur að liðið skori og við erum með marga leikmenn sem geta skorað mörk.“ Hamrén á von á tveimur erfiðum leikjum en segir að íslenska liðið fari til að vinna báða leikina. „Þessi lið eru ákveðnar andstæður, Frakkland er risaveldi í knattspyrnuheiminum og með marga leikmenn í heimsklassa á meðan fólk býst við stórsigri gegn Andorra. Andorramenn hafa verið erfiðir heim að sækja undanfarna mánuði, aðeins tapað einum af síðustu sex heimaleikjunum og það var gegn Portúgal sem þeim tókst að stríða,“ sagði Hamrén. „Leikurinn gegn Andorra verður stórt próf andlega og leikmennirnir vita það. Við verðum með nánast fullskipað lið og flestir þekkja það hvað þarf til að komast á stórmót. Til þess að við náum markmiðum okkar þurfum við að ná góðum úrslitum úr þessu landsleikjahléi,“ sagði Hamrén sem bíður enn eftir fyrsta sigrinum. „Auðvitað hefur það áhrif á mann að takast ekki að vinna leiki en spilamennskan batnaði talsvert eftir afhroðið í fyrsta leiknum,“ sagði Hamrén, aðspurður út í biðina eftir fyrsta sigrinum. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Styrktarþjálfari sem starfar hjá Leicester kemur inn í þjálfarateymi Íslands Tom Joel sem hefur verið hjá Leicester síðan 2011 tekur við af Sebastian Boxleitner. 14. mars 2019 13:36 Magni Fannberg kemur inn í njósnateymi landsliðsins Þróunarstjóri Svíþjóðarmeistara AIK hjálpar strákunum okkar í undankeppni EM 2020. 14. mars 2019 13:25 Alfreð í hópnum en enginn Jón Daði Erik Hamrén er búinn að velja mennina sem byrja undankeppni EM 2020 fyrir Íslands hönd. 14. mars 2019 13:04 Hannes spilar ekkert en er númer eitt hjá Hamrén Erik Hamrén er með Hannes Þór Halldórsson fremstan í goggunarröðinni. 14. mars 2019 13:43 Hamrén: Ég vona að Kolbeinn verði klár í júní Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, var spurður út í framherjamál íslenska landliðsins fyrir leikina á móti Andorra og Frakklandi í undankeppni EM 2020 en aðeins tveir hreinræktaðir framherjar eru í íslenska hópnum að þessu sinni. 14. mars 2019 13:40 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Körfubolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Fleiri fréttir Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Sjá meira
Þjálfarateymi íslenska karlalandsliðsins tilkynnti í gær hvaða 23 leikmenn hefðu orðið fyrir valinu fyrir næstu leiki landsliðsins. Fram undan eru fyrstu leikir Íslands í nýrri undankeppni EM 2020 og hefur Ísland leik gegn Andorra ytra. Það vekur athygli að það eru aðeins þrír eiginlegir framherjar í hópnum og einn þeirra, Alfreð Finnbogason, er að ná sér af meiðslum. Alfreð hefur ekkert komið við sögu með félagsliði sínu, Augsburg, síðasta mánuðinn en þjálfarateymið sagði að markmiðið væri að hann tæki þátt í leik þýska félagsins um helgina. Ásamt honum eru Albert Guðmundsson og Björn Bergmann Sigurðarson í hópnum. Jón Daði Böðvarsson gat ekki gefið kost á sér vegna meiðsla og þá var Kolbeinn Sigþórsson ekki valinn að þessu sinni. „Markmiðið er að Alfreð spili um helgina með Augsburg og ég krosslegg fingur að ekkert fari úrskeiðis,“ sagði Hamrén, aðspurður á blaðamannafundinum um þá ákvörðun að taka aðeins þrjá framherja í leikina og benti á að það væru fleiri leikmenn sem gætu skorað mörk. „Það skiptir ekki endilega máli að framherji skori mörk heldur að liðið skori og við erum með marga leikmenn sem geta skorað mörk.“ Hamrén á von á tveimur erfiðum leikjum en segir að íslenska liðið fari til að vinna báða leikina. „Þessi lið eru ákveðnar andstæður, Frakkland er risaveldi í knattspyrnuheiminum og með marga leikmenn í heimsklassa á meðan fólk býst við stórsigri gegn Andorra. Andorramenn hafa verið erfiðir heim að sækja undanfarna mánuði, aðeins tapað einum af síðustu sex heimaleikjunum og það var gegn Portúgal sem þeim tókst að stríða,“ sagði Hamrén. „Leikurinn gegn Andorra verður stórt próf andlega og leikmennirnir vita það. Við verðum með nánast fullskipað lið og flestir þekkja það hvað þarf til að komast á stórmót. Til þess að við náum markmiðum okkar þurfum við að ná góðum úrslitum úr þessu landsleikjahléi,“ sagði Hamrén sem bíður enn eftir fyrsta sigrinum. „Auðvitað hefur það áhrif á mann að takast ekki að vinna leiki en spilamennskan batnaði talsvert eftir afhroðið í fyrsta leiknum,“ sagði Hamrén, aðspurður út í biðina eftir fyrsta sigrinum.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Styrktarþjálfari sem starfar hjá Leicester kemur inn í þjálfarateymi Íslands Tom Joel sem hefur verið hjá Leicester síðan 2011 tekur við af Sebastian Boxleitner. 14. mars 2019 13:36 Magni Fannberg kemur inn í njósnateymi landsliðsins Þróunarstjóri Svíþjóðarmeistara AIK hjálpar strákunum okkar í undankeppni EM 2020. 14. mars 2019 13:25 Alfreð í hópnum en enginn Jón Daði Erik Hamrén er búinn að velja mennina sem byrja undankeppni EM 2020 fyrir Íslands hönd. 14. mars 2019 13:04 Hannes spilar ekkert en er númer eitt hjá Hamrén Erik Hamrén er með Hannes Þór Halldórsson fremstan í goggunarröðinni. 14. mars 2019 13:43 Hamrén: Ég vona að Kolbeinn verði klár í júní Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, var spurður út í framherjamál íslenska landliðsins fyrir leikina á móti Andorra og Frakklandi í undankeppni EM 2020 en aðeins tveir hreinræktaðir framherjar eru í íslenska hópnum að þessu sinni. 14. mars 2019 13:40 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Körfubolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Fleiri fréttir Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Sjá meira
Styrktarþjálfari sem starfar hjá Leicester kemur inn í þjálfarateymi Íslands Tom Joel sem hefur verið hjá Leicester síðan 2011 tekur við af Sebastian Boxleitner. 14. mars 2019 13:36
Magni Fannberg kemur inn í njósnateymi landsliðsins Þróunarstjóri Svíþjóðarmeistara AIK hjálpar strákunum okkar í undankeppni EM 2020. 14. mars 2019 13:25
Alfreð í hópnum en enginn Jón Daði Erik Hamrén er búinn að velja mennina sem byrja undankeppni EM 2020 fyrir Íslands hönd. 14. mars 2019 13:04
Hannes spilar ekkert en er númer eitt hjá Hamrén Erik Hamrén er með Hannes Þór Halldórsson fremstan í goggunarröðinni. 14. mars 2019 13:43
Hamrén: Ég vona að Kolbeinn verði klár í júní Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, var spurður út í framherjamál íslenska landliðsins fyrir leikina á móti Andorra og Frakklandi í undankeppni EM 2020 en aðeins tveir hreinræktaðir framherjar eru í íslenska hópnum að þessu sinni. 14. mars 2019 13:40