Tilkynnir ummæli um hryðjuverkaárásina í Christchurch til lögreglu Birgir Olgeirsson skrifar 15. mars 2019 14:58 Sema Erla Serdar, akvítvisti. FBL/Eyþór Aktívistinn Sema Erla Serdar hefur tilkynnt ummæli til lögreglu sem voru rituð í athugasemdakerfi undir frétt Vísis af hryðjuverkaárásinni á tvær moskur í borginni Christchurch í Nýja-Sjálandi í nótt. Að minnsta kosti 49 biðu bana í þessari árás og hátt í fimmtíu særðir. Sema segir ummælin vera hatursfull ásamt því að hvetja til og ýta undir ofbeldi í garð minnihlutahóps í íslensku samfélagi. Ákveðið var að loka athugasemdakerfi við fréttir sem Vísir hefur flutt af hryðjuverkaárásinni vegna hatursummæla. Sema segir í samtali við Vísi að hún hafi tekið skjáskot af ummælum tveggja manna þar sem árásinni er hrósað og talað um að sjálfsvörn væri að ræða. Sema telur að ummælin geti varðað við brot á grein 233a í almennum hegningarlögum þar sem segir að sá skuli sæta sektum eða fangelsi allt að tveimur árum sem opinberlega hæðist að, rógber, smánar eða ógnar manni eða hópi manna með ummælum eða annars konar tjáningu, svo sem með myndum eða táknum, vegna þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða, kynhneigðar eða kynvitundar, eða breiðir slíkt út.Hatursorðræðan sem birtist á vísi í morgun við frétt af hryðjuverkum á Nýja-Sjálandi hefur verið tilkynnt til lögreglu.Öfgar og hatur eiga ekkert erindi í íslensku samfélagi.Þeir sem ýta undir hatur og ofbeldi gegn minnihlutahópum og brjóta lög geta tekið afleiðingunum af því.— Sema Erla (@semaerla) March 15, 2019 Hún segist búast við því að vera kölluð til skýrslutöku hjá lögreglu og geti þá lagt fram kæru vegna ummælanna.Sjá einnig: Dómsmálaráðherra segir frumvarp ekki auka rými fyrir hatursorðræðu Hefur Sema áður kært ummæli en í fyrra dæmdi Héraðsdómur Suðurlands karlmann til greiðslu 100 þúsund krónu sektar fyrir hatursummæli sem beindust gegn Semu Erlu í athugasemdakerfi við frétt DV.is árið 2016. Þar sagðist maðurinn vonast til að Sema Erla farist í næstu hryðjuverkaárás. Þá voru tveir dæmdir til greiðslu 100 þúsund króna sektar í ríkissjóð vegna ummæla sem þeir létu falla um samkynhneigð í athugasemdakerfum við frétt Vísis annars vegar og frétt DV hins vegar. Fjölmiðlar Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Að minnsta kosti 49 látnir eftir skotárás á moskur í Nýja-Sjálandi 9manns létu lífið og 48 eru slasaðir eftir að skotárás var gerð á tvær moskur í borginni Christchurch í Nýja-Sjálandi í nótt. 15. mars 2019 06:31 Karlmaður á þrítugsaldri ákærður fyrir morð í Christchurch Ekki er ljóst hvort að um sama mann sé að ræða og nafngreindi sjálfan sig þegar hann streymdi beint frá árásunum á netinu. 15. mars 2019 10:44 „Skrýtin tilfinning að þurfa að segja barni frá svona illmennsku í heiminum“ Íbúar í nýsjálensku borginni Christchurch, þar sem minnst 49 voru skotnir til bana í hryðjuverkaárás á tvær moskur í nótt, eru skelfingu lostnir, að sögn Íslendings sem búsettur er í borginni. 15. mars 2019 08:36 Íslendingar í Christchurch beðnir um að láta vita af sér Forsætis- og utanríkisráðherra hafa skrifað samúðarkveðjur til Nýsjálendinga á Twitter. 15. mars 2019 10:00 Sýndi beint frá skotárásinni á samfélagsmiðlum Einn árásarmannanna í Christchurch í Nýja-Sjálandi sýndi beint frá skotárásinni á moskurnar tvær á Facebook-síðu sinni. 15. mars 2019 07:53 Krikketlið frá Bangladess rétt slapp í skotárásinni á Nýja Sjálandi Heilt íþróttalið frá Bangladess var í einni moskunni sem ráðist var á í skotárásunum í borginni Christchurch á Nýja Sjálandi í nótt. 15. mars 2019 08:15 Hatur á netinu undanfari versta fjöldamorðs í sögu Nýja-Sjálands Talið er að árásarmaður hafi tilkynnt um ætlun sína á spjallborði rasista á netinu. Myndum af einu morðvopnanna var tíst á miðvikudag. 15. mars 2019 13:31 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira
Aktívistinn Sema Erla Serdar hefur tilkynnt ummæli til lögreglu sem voru rituð í athugasemdakerfi undir frétt Vísis af hryðjuverkaárásinni á tvær moskur í borginni Christchurch í Nýja-Sjálandi í nótt. Að minnsta kosti 49 biðu bana í þessari árás og hátt í fimmtíu særðir. Sema segir ummælin vera hatursfull ásamt því að hvetja til og ýta undir ofbeldi í garð minnihlutahóps í íslensku samfélagi. Ákveðið var að loka athugasemdakerfi við fréttir sem Vísir hefur flutt af hryðjuverkaárásinni vegna hatursummæla. Sema segir í samtali við Vísi að hún hafi tekið skjáskot af ummælum tveggja manna þar sem árásinni er hrósað og talað um að sjálfsvörn væri að ræða. Sema telur að ummælin geti varðað við brot á grein 233a í almennum hegningarlögum þar sem segir að sá skuli sæta sektum eða fangelsi allt að tveimur árum sem opinberlega hæðist að, rógber, smánar eða ógnar manni eða hópi manna með ummælum eða annars konar tjáningu, svo sem með myndum eða táknum, vegna þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða, kynhneigðar eða kynvitundar, eða breiðir slíkt út.Hatursorðræðan sem birtist á vísi í morgun við frétt af hryðjuverkum á Nýja-Sjálandi hefur verið tilkynnt til lögreglu.Öfgar og hatur eiga ekkert erindi í íslensku samfélagi.Þeir sem ýta undir hatur og ofbeldi gegn minnihlutahópum og brjóta lög geta tekið afleiðingunum af því.— Sema Erla (@semaerla) March 15, 2019 Hún segist búast við því að vera kölluð til skýrslutöku hjá lögreglu og geti þá lagt fram kæru vegna ummælanna.Sjá einnig: Dómsmálaráðherra segir frumvarp ekki auka rými fyrir hatursorðræðu Hefur Sema áður kært ummæli en í fyrra dæmdi Héraðsdómur Suðurlands karlmann til greiðslu 100 þúsund krónu sektar fyrir hatursummæli sem beindust gegn Semu Erlu í athugasemdakerfi við frétt DV.is árið 2016. Þar sagðist maðurinn vonast til að Sema Erla farist í næstu hryðjuverkaárás. Þá voru tveir dæmdir til greiðslu 100 þúsund króna sektar í ríkissjóð vegna ummæla sem þeir létu falla um samkynhneigð í athugasemdakerfum við frétt Vísis annars vegar og frétt DV hins vegar.
Fjölmiðlar Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Að minnsta kosti 49 látnir eftir skotárás á moskur í Nýja-Sjálandi 9manns létu lífið og 48 eru slasaðir eftir að skotárás var gerð á tvær moskur í borginni Christchurch í Nýja-Sjálandi í nótt. 15. mars 2019 06:31 Karlmaður á þrítugsaldri ákærður fyrir morð í Christchurch Ekki er ljóst hvort að um sama mann sé að ræða og nafngreindi sjálfan sig þegar hann streymdi beint frá árásunum á netinu. 15. mars 2019 10:44 „Skrýtin tilfinning að þurfa að segja barni frá svona illmennsku í heiminum“ Íbúar í nýsjálensku borginni Christchurch, þar sem minnst 49 voru skotnir til bana í hryðjuverkaárás á tvær moskur í nótt, eru skelfingu lostnir, að sögn Íslendings sem búsettur er í borginni. 15. mars 2019 08:36 Íslendingar í Christchurch beðnir um að láta vita af sér Forsætis- og utanríkisráðherra hafa skrifað samúðarkveðjur til Nýsjálendinga á Twitter. 15. mars 2019 10:00 Sýndi beint frá skotárásinni á samfélagsmiðlum Einn árásarmannanna í Christchurch í Nýja-Sjálandi sýndi beint frá skotárásinni á moskurnar tvær á Facebook-síðu sinni. 15. mars 2019 07:53 Krikketlið frá Bangladess rétt slapp í skotárásinni á Nýja Sjálandi Heilt íþróttalið frá Bangladess var í einni moskunni sem ráðist var á í skotárásunum í borginni Christchurch á Nýja Sjálandi í nótt. 15. mars 2019 08:15 Hatur á netinu undanfari versta fjöldamorðs í sögu Nýja-Sjálands Talið er að árásarmaður hafi tilkynnt um ætlun sína á spjallborði rasista á netinu. Myndum af einu morðvopnanna var tíst á miðvikudag. 15. mars 2019 13:31 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira
Að minnsta kosti 49 látnir eftir skotárás á moskur í Nýja-Sjálandi 9manns létu lífið og 48 eru slasaðir eftir að skotárás var gerð á tvær moskur í borginni Christchurch í Nýja-Sjálandi í nótt. 15. mars 2019 06:31
Karlmaður á þrítugsaldri ákærður fyrir morð í Christchurch Ekki er ljóst hvort að um sama mann sé að ræða og nafngreindi sjálfan sig þegar hann streymdi beint frá árásunum á netinu. 15. mars 2019 10:44
„Skrýtin tilfinning að þurfa að segja barni frá svona illmennsku í heiminum“ Íbúar í nýsjálensku borginni Christchurch, þar sem minnst 49 voru skotnir til bana í hryðjuverkaárás á tvær moskur í nótt, eru skelfingu lostnir, að sögn Íslendings sem búsettur er í borginni. 15. mars 2019 08:36
Íslendingar í Christchurch beðnir um að láta vita af sér Forsætis- og utanríkisráðherra hafa skrifað samúðarkveðjur til Nýsjálendinga á Twitter. 15. mars 2019 10:00
Sýndi beint frá skotárásinni á samfélagsmiðlum Einn árásarmannanna í Christchurch í Nýja-Sjálandi sýndi beint frá skotárásinni á moskurnar tvær á Facebook-síðu sinni. 15. mars 2019 07:53
Krikketlið frá Bangladess rétt slapp í skotárásinni á Nýja Sjálandi Heilt íþróttalið frá Bangladess var í einni moskunni sem ráðist var á í skotárásunum í borginni Christchurch á Nýja Sjálandi í nótt. 15. mars 2019 08:15
Hatur á netinu undanfari versta fjöldamorðs í sögu Nýja-Sjálands Talið er að árásarmaður hafi tilkynnt um ætlun sína á spjallborði rasista á netinu. Myndum af einu morðvopnanna var tíst á miðvikudag. 15. mars 2019 13:31