Álmu í Breiðholtsskóla lokað vegna myglu Ari Brynjólfsson skrifar 16. mars 2019 07:30 Sýni voru tekin í Breiðholtsskóla vegna kvartana starfsfólks um slappleika. Mygla var í útvegg. FBL/ernir Álma í Breiðholtsskóla verður að fullu rýmd í dag og á morgun eftir að mygla fannst í veggjum skólans. Um er að ræða átta kennslustofur sem verða endurnýjaðar að fullu innandyra, búist er við því að framkvæmdum ljúki næsta haust. Búið var að rýma fimm kennslustofur, síðustu þrjár verða rýmdar yfir helgina. Ekki náðist í Ástu Bjarneyju Elíasdóttur skólastjóra þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Jóna Björg Sætran aðstoðarskólastjóri vildi ekki ræða málið þegar eftir því var leitað. „No comment. Ég ætla ekki að ræða þetta mál við fréttamenn,“ sagði Jóna Björg. Ekki náðist heldur í fulltrúa skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.Jóna Björg Sætran, aðstoðarskólastjóri Breiðholtsskóla “No comment. Ég ætla ekki að ræða þetta mál við fréttamenn”Fram kemur í minnisblaði Mannvits frá því í byrjun febrúar að engar sýnilegar rakaskemmdir hafi fundist við frumskoðun en sýni voru tekin vegna kvartana starfsfólks um slappleika. Sýnin voru send á Náttúrufræðistofnun Íslands, í þremur af fjórum kennslustofum þar sem tekin voru sýni fundust vísbendingar um ástand sem ástæða var til að bregðast við. Í sýni sem tekið var úr útvegg einnar kennslustofunni var ástandið alvarlegra. Í sýninu fundust gró myglusvepps ásamt smádýraskít. Um er að ræða svepp sem getur valdið ofnæmi, astma og útbrotum. Í minnisblaðinu er lagt til að byrjað verði á að opna útveggi í kennslustofum til að kanna ástandið strax. Ljóst er að mikið þarf að endurnýja, þar á meðal er útveggjaklæðning, ofnakerfi, rafmagnslagnir, loftaklæðning, gólfdúkar og þétting glugga. Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Breiðholtsskóli og Ártúnsskóli einnig til skoðunar vegna gruns um myglu Fossvogsskóli verður lokaður út þessa önn vegna myglu og skólahald verður í nokkrum byggingum á meðan viðgerðir standa yfir. 11. mars 2019 13:25 Mannvit sendir frá sér yfirlýsingu vegna umfjöllunar um Fossvogsskóla Verkfræðistofan Mannvit ítrekar að stofan hafi ekki framkvæmt úttekt á húsnæði Fossvogsskóla heldur var um um að ræða ryksýnatöku á afmörkuðum hluta húsnæðisins. 15. mars 2019 13:53 Starfsemi Fossvogsskóla flutt í Laugardal Skólastarf mun fara fram í húsnæði Þróttar og Ármanns annars vegar, og húsnæði KSÍ hins vegar. 15. mars 2019 19:01 Foreldrar höfðu lengi kvartað vegna myglu í Fossvogsskóla Foreldri þurfti að ganga hart fram til að úttekt yrði framkvæmd 10. mars 2019 19:45 Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Fleiri fréttir „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Sjá meira
Álma í Breiðholtsskóla verður að fullu rýmd í dag og á morgun eftir að mygla fannst í veggjum skólans. Um er að ræða átta kennslustofur sem verða endurnýjaðar að fullu innandyra, búist er við því að framkvæmdum ljúki næsta haust. Búið var að rýma fimm kennslustofur, síðustu þrjár verða rýmdar yfir helgina. Ekki náðist í Ástu Bjarneyju Elíasdóttur skólastjóra þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Jóna Björg Sætran aðstoðarskólastjóri vildi ekki ræða málið þegar eftir því var leitað. „No comment. Ég ætla ekki að ræða þetta mál við fréttamenn,“ sagði Jóna Björg. Ekki náðist heldur í fulltrúa skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.Jóna Björg Sætran, aðstoðarskólastjóri Breiðholtsskóla “No comment. Ég ætla ekki að ræða þetta mál við fréttamenn”Fram kemur í minnisblaði Mannvits frá því í byrjun febrúar að engar sýnilegar rakaskemmdir hafi fundist við frumskoðun en sýni voru tekin vegna kvartana starfsfólks um slappleika. Sýnin voru send á Náttúrufræðistofnun Íslands, í þremur af fjórum kennslustofum þar sem tekin voru sýni fundust vísbendingar um ástand sem ástæða var til að bregðast við. Í sýni sem tekið var úr útvegg einnar kennslustofunni var ástandið alvarlegra. Í sýninu fundust gró myglusvepps ásamt smádýraskít. Um er að ræða svepp sem getur valdið ofnæmi, astma og útbrotum. Í minnisblaðinu er lagt til að byrjað verði á að opna útveggi í kennslustofum til að kanna ástandið strax. Ljóst er að mikið þarf að endurnýja, þar á meðal er útveggjaklæðning, ofnakerfi, rafmagnslagnir, loftaklæðning, gólfdúkar og þétting glugga.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Breiðholtsskóli og Ártúnsskóli einnig til skoðunar vegna gruns um myglu Fossvogsskóli verður lokaður út þessa önn vegna myglu og skólahald verður í nokkrum byggingum á meðan viðgerðir standa yfir. 11. mars 2019 13:25 Mannvit sendir frá sér yfirlýsingu vegna umfjöllunar um Fossvogsskóla Verkfræðistofan Mannvit ítrekar að stofan hafi ekki framkvæmt úttekt á húsnæði Fossvogsskóla heldur var um um að ræða ryksýnatöku á afmörkuðum hluta húsnæðisins. 15. mars 2019 13:53 Starfsemi Fossvogsskóla flutt í Laugardal Skólastarf mun fara fram í húsnæði Þróttar og Ármanns annars vegar, og húsnæði KSÍ hins vegar. 15. mars 2019 19:01 Foreldrar höfðu lengi kvartað vegna myglu í Fossvogsskóla Foreldri þurfti að ganga hart fram til að úttekt yrði framkvæmd 10. mars 2019 19:45 Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Fleiri fréttir „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Sjá meira
Breiðholtsskóli og Ártúnsskóli einnig til skoðunar vegna gruns um myglu Fossvogsskóli verður lokaður út þessa önn vegna myglu og skólahald verður í nokkrum byggingum á meðan viðgerðir standa yfir. 11. mars 2019 13:25
Mannvit sendir frá sér yfirlýsingu vegna umfjöllunar um Fossvogsskóla Verkfræðistofan Mannvit ítrekar að stofan hafi ekki framkvæmt úttekt á húsnæði Fossvogsskóla heldur var um um að ræða ryksýnatöku á afmörkuðum hluta húsnæðisins. 15. mars 2019 13:53
Starfsemi Fossvogsskóla flutt í Laugardal Skólastarf mun fara fram í húsnæði Þróttar og Ármanns annars vegar, og húsnæði KSÍ hins vegar. 15. mars 2019 19:01
Foreldrar höfðu lengi kvartað vegna myglu í Fossvogsskóla Foreldri þurfti að ganga hart fram til að úttekt yrði framkvæmd 10. mars 2019 19:45