Embætti ríkislögreglustjóra rannsakar ferðir hryðjuverkamanns um Ísland Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. mars 2019 17:31 Embætti ríkislögreglustjóra vinnur nú að því að kortleggja ferðir Brentons Tarrant, ástralska karlmannsins sem ber ábyrgð á mannskæðustu hryðjuverkum í sögu Nýja-Sjálands, um Ísland. Hann er talinn hafa komið hingað til lands árið 2017 Vísir/ap Embætti ríkislögreglustjóra vinnur nú að því að kortleggja ferðir Brentons Tarrant, ástralska karlmannsins sem ber ábyrgð á mannskæðustu hryðjuverkum í sögu Nýja-Sjálands, um Ísland. Hann er talinn hafa komið hingað til lands árið 2017 að því er fram kemur í skriflegu svari ríkislögreglustjóra við fyrirspurn fréttastofu RÚV. Þá kemur einnig fram að embætti ríkislögreglustjóra hefði borist bæði upplýsingar og erindi frá nýsjálenskum yfirvöldum. Ríkislögreglustjóri kveðst ekki getað veitt frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. Í stefnuyfirlýsingu Tarrants segir hann að hvergi sé að finna skjól lengur. Ekki einu sinni í löndum á borð við Ísland, Pólland, Nýja-Sjáland, Argentínu og Úkraínu. Það viti hann vegna þess að hann hafi verið þar. Vísir greindi frá því í gær að talið væri að Ísland hefði verið einn af viðkomustöðum Tarrants í Evrópureisu hans fyrir tveimur árum sem að hans sögn hafði djúpstæð áhrif á hann. Sjá nánar: Talið að Ísland hafi verið einn af viðkomustöðum hryðjuverkamannsins Í umfjöllun The Washington Post um málið kemur fram að Tarrant hefði ferðast víða um heim árin í aðdraganda hryðjuverkanna en meðal annars til landa á borð við Norður-Kóreu, Tyrkland, Pakistan, Norðurlandanna og landa í Vestur-Evrópu. Nýsjálensk lögregluyfirvöld vinna nú hörðum höndum að því, í samvinnu við lögregluembætti viðkomandi landa, að því að kortleggja ferðir Tarrants og hafa uppi á fólki sem hann gæti hafa hitt á ferðalögum sínum. Tarrant myrti fimmtíu manns og særði aðra fimmtíu sem sóttu bænastarf í tveimur moskum í borginni Christchurch í Nýja-Sjálandi á föstudag. Hann var leiddur fyrir dómara að morgni laugardags að staðartíma og var ákærður fyrir morðin. Í stefnuyfirlýsingunni, sem er 74 blaðsíðna skjal sem einkennist af hatursorðræðu í garð innflytjenda og múslima, lýsir hann meðal annars yfir aðdáun sinni á Anders Behring Breivik, norska hryðjuverkamanninum sem tók 77 manns af lífi í Útey og Osló árið 2011.Embætti ríkislögreglustjóra svaraði ekki samskonar fyrirspurn sem fréttastofa Vísis, Bylgjunnar og Stöðvar 2 sendi fyrir hádegi í dag. Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Sagðist innblásinn af Anders Breivik Ástralski hryðjuverkamaðurinn sem myrti fimmtíu manns í mosku á Nýja-Sjálandi á föstudag vildi hefna 11 ára gamllar stúlku sem lést í hryðjuverkaárás í Stokkhólmi árið 2017. 18. mars 2019 07:00 Talið að Ísland hafi verið einn af viðkomustöðum hryðjuverkamannsins Brenton Tarrant, ástralski hryðjuverkamaðurinn sem ber ábyrgð mannskæðustu hryðjuverkum í sögu Nýja-Sjálands, segist hafa komið til Íslands í Evrópureisu sem hann fór í fyrir tveimur árum. Marie Fitzgerald, amma Tarrants, segir þessa Evrópuferð hafa breytt honum. 17. mars 2019 10:45 Kynna nýja og herta vopnalöggjöf á næstu dögum Ríkisstjórnin á Nýja Sjálandi hefur samþykkt fyrir sitt leiti nýja vopnalöggjöf í landinu eftir hryðjuverkið í Christchurch þar sem fimmtíu féllu fyrir hendi byssumanns sem vopnaður var hálfsjálfvirkum rifflum og haglabyssum. 18. mars 2019 07:54 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Sjá meira
Embætti ríkislögreglustjóra vinnur nú að því að kortleggja ferðir Brentons Tarrant, ástralska karlmannsins sem ber ábyrgð á mannskæðustu hryðjuverkum í sögu Nýja-Sjálands, um Ísland. Hann er talinn hafa komið hingað til lands árið 2017 að því er fram kemur í skriflegu svari ríkislögreglustjóra við fyrirspurn fréttastofu RÚV. Þá kemur einnig fram að embætti ríkislögreglustjóra hefði borist bæði upplýsingar og erindi frá nýsjálenskum yfirvöldum. Ríkislögreglustjóri kveðst ekki getað veitt frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. Í stefnuyfirlýsingu Tarrants segir hann að hvergi sé að finna skjól lengur. Ekki einu sinni í löndum á borð við Ísland, Pólland, Nýja-Sjáland, Argentínu og Úkraínu. Það viti hann vegna þess að hann hafi verið þar. Vísir greindi frá því í gær að talið væri að Ísland hefði verið einn af viðkomustöðum Tarrants í Evrópureisu hans fyrir tveimur árum sem að hans sögn hafði djúpstæð áhrif á hann. Sjá nánar: Talið að Ísland hafi verið einn af viðkomustöðum hryðjuverkamannsins Í umfjöllun The Washington Post um málið kemur fram að Tarrant hefði ferðast víða um heim árin í aðdraganda hryðjuverkanna en meðal annars til landa á borð við Norður-Kóreu, Tyrkland, Pakistan, Norðurlandanna og landa í Vestur-Evrópu. Nýsjálensk lögregluyfirvöld vinna nú hörðum höndum að því, í samvinnu við lögregluembætti viðkomandi landa, að því að kortleggja ferðir Tarrants og hafa uppi á fólki sem hann gæti hafa hitt á ferðalögum sínum. Tarrant myrti fimmtíu manns og særði aðra fimmtíu sem sóttu bænastarf í tveimur moskum í borginni Christchurch í Nýja-Sjálandi á föstudag. Hann var leiddur fyrir dómara að morgni laugardags að staðartíma og var ákærður fyrir morðin. Í stefnuyfirlýsingunni, sem er 74 blaðsíðna skjal sem einkennist af hatursorðræðu í garð innflytjenda og múslima, lýsir hann meðal annars yfir aðdáun sinni á Anders Behring Breivik, norska hryðjuverkamanninum sem tók 77 manns af lífi í Útey og Osló árið 2011.Embætti ríkislögreglustjóra svaraði ekki samskonar fyrirspurn sem fréttastofa Vísis, Bylgjunnar og Stöðvar 2 sendi fyrir hádegi í dag.
Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Sagðist innblásinn af Anders Breivik Ástralski hryðjuverkamaðurinn sem myrti fimmtíu manns í mosku á Nýja-Sjálandi á föstudag vildi hefna 11 ára gamllar stúlku sem lést í hryðjuverkaárás í Stokkhólmi árið 2017. 18. mars 2019 07:00 Talið að Ísland hafi verið einn af viðkomustöðum hryðjuverkamannsins Brenton Tarrant, ástralski hryðjuverkamaðurinn sem ber ábyrgð mannskæðustu hryðjuverkum í sögu Nýja-Sjálands, segist hafa komið til Íslands í Evrópureisu sem hann fór í fyrir tveimur árum. Marie Fitzgerald, amma Tarrants, segir þessa Evrópuferð hafa breytt honum. 17. mars 2019 10:45 Kynna nýja og herta vopnalöggjöf á næstu dögum Ríkisstjórnin á Nýja Sjálandi hefur samþykkt fyrir sitt leiti nýja vopnalöggjöf í landinu eftir hryðjuverkið í Christchurch þar sem fimmtíu féllu fyrir hendi byssumanns sem vopnaður var hálfsjálfvirkum rifflum og haglabyssum. 18. mars 2019 07:54 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Sjá meira
Sagðist innblásinn af Anders Breivik Ástralski hryðjuverkamaðurinn sem myrti fimmtíu manns í mosku á Nýja-Sjálandi á föstudag vildi hefna 11 ára gamllar stúlku sem lést í hryðjuverkaárás í Stokkhólmi árið 2017. 18. mars 2019 07:00
Talið að Ísland hafi verið einn af viðkomustöðum hryðjuverkamannsins Brenton Tarrant, ástralski hryðjuverkamaðurinn sem ber ábyrgð mannskæðustu hryðjuverkum í sögu Nýja-Sjálands, segist hafa komið til Íslands í Evrópureisu sem hann fór í fyrir tveimur árum. Marie Fitzgerald, amma Tarrants, segir þessa Evrópuferð hafa breytt honum. 17. mars 2019 10:45
Kynna nýja og herta vopnalöggjöf á næstu dögum Ríkisstjórnin á Nýja Sjálandi hefur samþykkt fyrir sitt leiti nýja vopnalöggjöf í landinu eftir hryðjuverkið í Christchurch þar sem fimmtíu féllu fyrir hendi byssumanns sem vopnaður var hálfsjálfvirkum rifflum og haglabyssum. 18. mars 2019 07:54