Birkir: Alls ekki ánægðir með 2018 Eiríkur Stefán Ásgeirsson á Peralada skrifar 18. mars 2019 19:00 Birkir Bjarnason var í hópi þeirra leikmanna sem tóku þátt í fyrstu æfingu íslenska landsliðsins í undirbúningi þess fyrir fyrstu leikina í undankeppni EM 2020. Ísland mætir Andorra á föstudag og svo heimsmeisturum Frakka á mánudag. Landsliðshópurinn kom saman í Peralada á Spáni í dag og þeir leikmenn sem voru komnir og gátu æfðu saman í þessum litla bæ í norðausturhluta Spánar, skammt frá Girona. „Ég er mjög spenntur. Það er gott að koma aftur saman, komast í góðar aðstæður og gott veður,“ sagði Birkir í samtali við Vísi eftir æfinguna nú síðdegis. Viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Ísland freistar þess nú að komast á sitt þriðja stórmót í röð en eftir frábært gengi strákanna síðustu ár hafa síðustu mánuðir verið erfiðir. Erik Hamren, sem var ráðinn landsliðsþjálfari eftir HM síðasta sumar, hefur enn ekki unnið leik með íslenska landsliðinu. „Við erum alls ekki ánægðir með 2018. En það vita allir í þessum hópi hvað við getum og við ætlum okkur að gera betur. Við viljum sýna að við erum betri en þetta,“ sagði Birkir ákveðinn en hver er besta leiðin til þess? „Fara aftur í grunninn. Gera þetta einfalt. Það er það sem hefur gefið okkur góð úrslit áður,“ sagði Birkir. Áður en að Ísland mætir heimsmeisturum Frakklands í París á mánudag þurfa strákarnir okkar að kljást við Andorra á föstudag. Það er leikur sem öllu jöfnu íslenska landsliðið ætti að vinna en það er ekkert gefið í þeim efnum. „Við erum búnir að fá að heyra og vita hvernig andstæðingur þetta er. Ég held að við þurfum að vera undirbúnir fyrir allskonar, sérstaklega þetta gervigras. En ég held að það séu allir klárir,“ sagði Birkir.Vísir fylgir eftir strákunum okkar á leið þeirra á lokakeppni EM 2020 í knattspyrnu. Stöð 2 Sport sýnir fjölda leikja í undankeppninni næstu daga, fylgstu með dagskránni á stod2.is. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Fleiri fréttir „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sjá meira
Birkir Bjarnason var í hópi þeirra leikmanna sem tóku þátt í fyrstu æfingu íslenska landsliðsins í undirbúningi þess fyrir fyrstu leikina í undankeppni EM 2020. Ísland mætir Andorra á föstudag og svo heimsmeisturum Frakka á mánudag. Landsliðshópurinn kom saman í Peralada á Spáni í dag og þeir leikmenn sem voru komnir og gátu æfðu saman í þessum litla bæ í norðausturhluta Spánar, skammt frá Girona. „Ég er mjög spenntur. Það er gott að koma aftur saman, komast í góðar aðstæður og gott veður,“ sagði Birkir í samtali við Vísi eftir æfinguna nú síðdegis. Viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Ísland freistar þess nú að komast á sitt þriðja stórmót í röð en eftir frábært gengi strákanna síðustu ár hafa síðustu mánuðir verið erfiðir. Erik Hamren, sem var ráðinn landsliðsþjálfari eftir HM síðasta sumar, hefur enn ekki unnið leik með íslenska landsliðinu. „Við erum alls ekki ánægðir með 2018. En það vita allir í þessum hópi hvað við getum og við ætlum okkur að gera betur. Við viljum sýna að við erum betri en þetta,“ sagði Birkir ákveðinn en hver er besta leiðin til þess? „Fara aftur í grunninn. Gera þetta einfalt. Það er það sem hefur gefið okkur góð úrslit áður,“ sagði Birkir. Áður en að Ísland mætir heimsmeisturum Frakklands í París á mánudag þurfa strákarnir okkar að kljást við Andorra á föstudag. Það er leikur sem öllu jöfnu íslenska landsliðið ætti að vinna en það er ekkert gefið í þeim efnum. „Við erum búnir að fá að heyra og vita hvernig andstæðingur þetta er. Ég held að við þurfum að vera undirbúnir fyrir allskonar, sérstaklega þetta gervigras. En ég held að það séu allir klárir,“ sagði Birkir.Vísir fylgir eftir strákunum okkar á leið þeirra á lokakeppni EM 2020 í knattspyrnu. Stöð 2 Sport sýnir fjölda leikja í undankeppninni næstu daga, fylgstu með dagskránni á stod2.is.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Fleiri fréttir „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sjá meira