Barkley segist aldrei ætla að horfa aftur á fótbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. mars 2019 23:00 Sir Charles Barkley er mikill íþróttaáhugamaður. Getty/Ronald Martinez Körfuboltagoðsögnin Sir Charles Barkley er tilbúinn að tjá sig um næstum því alla hluti opinberlega og það var enginn breyting á því þegar hann mætti í Dan Patrick útvarpsþáttinn á dögunum. Barkley var fenginn í þáttinn til að tala um NBA-deildina og bandaríska háskólaboltann sem og hann gerði. Einhvern veginn barst talið hins vegar að fótboltanum eða „soccer“ eins og Barkley þekkir íþróttina. „Ég ætla aldrei að horfa á karlafótbolta aftur á ævinni,“ sagði Charles Barkley og ástæðan er ekki leikur í Meistaradeildinni eða ensku úrvalsdeildinni heldur leikur í ensku b-deildinni. Hann sagðist hafa gefið fótboltanum mörg tækifæri en nú væri komið nóg. Barkley sagði reyndar fyrst fótbolta en leiðrétti sig og tók það fram að hann ætlaði nú að horfa á bandaríska kvennalandsliðið á HM í Frakklandi í sumar. Þegar kæmi að karlaleikjunum þá segði hann hér eftir hreint nei takk. Barkley sá nefnilega þegar stuðningsmaður Birmingham hljóp inn á völlinn og réðst aftan að Jack Grealish, fyrirliða Aston Villa liðsins. „Mér er alveg sama þótt að hann hefði heitið Buster Douglas,“ sagði Barkley þegar útvarpsmaðurinn reyndi að koma nafni leikmannsins að. Ástæðan fyrir hörðum viðbrögðum Sir Charles er hversu léttvægt leikmenn Aston Villa tóku á þessari innrás stuðningsmannsins.„Það hefði verið algjör draumur að rætast fyrir mig ef einhver hefði komið inn á völlinn til þess að berja mig,“ sagði Charles Barkley. Barkley sagði að sá hinn sami hefði aldrei verið í ástandi til að senda einhverjum fingurkossa á leið sinni út af vellinum. Hann er líka viss um það að ef svona hefði gerst í NBA-deildinni á hans tíma þá hefðu allir leikmenn á vellinum barið slíkan áhorfanda í klessu. Barkley tók sem dæmi leikmann eins og Bill Laimbeer sem var einn frægasti meðlimur „slæmu strákana“ í Detroit Pistons undir lok níunda áratugsins. Barkley segist aldrei hafa kunnað vel við Bill Laimbeer þegar þeir voru að spila en fullvissaði alla um það að ef einhver áhorfandi hefði ráðist á Laimbeer þá hefðu allir leikmenn og Barkley meðtalinn, barið umræddan áhorfenda í klessu. „Við erum í sama bræðralagi og það kemur ekki til greina að leyfa einhverjum stuðningsmanni að berja einn okkar. Þessir fótboltamenn leyfðu þessu að gerast,“ sagði Barkley hneykslaður. „Hann lá á jörðinni og liðsfélagarnir hans gerðu ekki neitt. Þetta pirraði mig svo mikið að ég hef tekið þá ákvörðun að horfa aldrei aftur á fótbolta,“ sagði Barkley. Liðsfélagar Jack Grealish gerðu vissulega ekkert en hann sjálfur skoraði síðan sigurmarkið í leiknum. Það má heyra Barkley mæta í útvarpsviðtalið hér fyrir ofan en myndbandið er still þannig að það hefst á ummælum Sir Charles um álit hans á fótboltanum í dag. Enski boltinn NBA Tengdar fréttir Stuðningsmaður Birmingham hljóp inn á og kýldi Grealish Ótrúlegt atvik átti sér stað í leik Birmingham-liðanna í dag. 10. mars 2019 12:32 Svaraði fyrir árásina með sigurmarkinu Jack Grealish var aðalmaðurinn í Birmingham-slagnum á St Andrew's. 10. mars 2019 13:57 Óttast að leikmaður verði stunginn á vellinum Öryggismál í enska boltanum eru í umræðunni í dag eftir ótrúlegar uppákomur um helgina er áhorfendur ruddust inn á völlinn í tveimur leikjum. 11. mars 2019 08:30 Dæmdur í fjórtán vikna fangelsi fyrir að ráðast á Grealish í miðjum leik Stuðningsmaður Birmingham City sem réðst á fyrirliða Aston Villa í miðjum leik um helgina hefur fengið sinn dóm. 11. mars 2019 16:15 Mest lesið Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Fleiri fréttir Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Sjá meira
Körfuboltagoðsögnin Sir Charles Barkley er tilbúinn að tjá sig um næstum því alla hluti opinberlega og það var enginn breyting á því þegar hann mætti í Dan Patrick útvarpsþáttinn á dögunum. Barkley var fenginn í þáttinn til að tala um NBA-deildina og bandaríska háskólaboltann sem og hann gerði. Einhvern veginn barst talið hins vegar að fótboltanum eða „soccer“ eins og Barkley þekkir íþróttina. „Ég ætla aldrei að horfa á karlafótbolta aftur á ævinni,“ sagði Charles Barkley og ástæðan er ekki leikur í Meistaradeildinni eða ensku úrvalsdeildinni heldur leikur í ensku b-deildinni. Hann sagðist hafa gefið fótboltanum mörg tækifæri en nú væri komið nóg. Barkley sagði reyndar fyrst fótbolta en leiðrétti sig og tók það fram að hann ætlaði nú að horfa á bandaríska kvennalandsliðið á HM í Frakklandi í sumar. Þegar kæmi að karlaleikjunum þá segði hann hér eftir hreint nei takk. Barkley sá nefnilega þegar stuðningsmaður Birmingham hljóp inn á völlinn og réðst aftan að Jack Grealish, fyrirliða Aston Villa liðsins. „Mér er alveg sama þótt að hann hefði heitið Buster Douglas,“ sagði Barkley þegar útvarpsmaðurinn reyndi að koma nafni leikmannsins að. Ástæðan fyrir hörðum viðbrögðum Sir Charles er hversu léttvægt leikmenn Aston Villa tóku á þessari innrás stuðningsmannsins.„Það hefði verið algjör draumur að rætast fyrir mig ef einhver hefði komið inn á völlinn til þess að berja mig,“ sagði Charles Barkley. Barkley sagði að sá hinn sami hefði aldrei verið í ástandi til að senda einhverjum fingurkossa á leið sinni út af vellinum. Hann er líka viss um það að ef svona hefði gerst í NBA-deildinni á hans tíma þá hefðu allir leikmenn á vellinum barið slíkan áhorfanda í klessu. Barkley tók sem dæmi leikmann eins og Bill Laimbeer sem var einn frægasti meðlimur „slæmu strákana“ í Detroit Pistons undir lok níunda áratugsins. Barkley segist aldrei hafa kunnað vel við Bill Laimbeer þegar þeir voru að spila en fullvissaði alla um það að ef einhver áhorfandi hefði ráðist á Laimbeer þá hefðu allir leikmenn og Barkley meðtalinn, barið umræddan áhorfenda í klessu. „Við erum í sama bræðralagi og það kemur ekki til greina að leyfa einhverjum stuðningsmanni að berja einn okkar. Þessir fótboltamenn leyfðu þessu að gerast,“ sagði Barkley hneykslaður. „Hann lá á jörðinni og liðsfélagarnir hans gerðu ekki neitt. Þetta pirraði mig svo mikið að ég hef tekið þá ákvörðun að horfa aldrei aftur á fótbolta,“ sagði Barkley. Liðsfélagar Jack Grealish gerðu vissulega ekkert en hann sjálfur skoraði síðan sigurmarkið í leiknum. Það má heyra Barkley mæta í útvarpsviðtalið hér fyrir ofan en myndbandið er still þannig að það hefst á ummælum Sir Charles um álit hans á fótboltanum í dag.
Enski boltinn NBA Tengdar fréttir Stuðningsmaður Birmingham hljóp inn á og kýldi Grealish Ótrúlegt atvik átti sér stað í leik Birmingham-liðanna í dag. 10. mars 2019 12:32 Svaraði fyrir árásina með sigurmarkinu Jack Grealish var aðalmaðurinn í Birmingham-slagnum á St Andrew's. 10. mars 2019 13:57 Óttast að leikmaður verði stunginn á vellinum Öryggismál í enska boltanum eru í umræðunni í dag eftir ótrúlegar uppákomur um helgina er áhorfendur ruddust inn á völlinn í tveimur leikjum. 11. mars 2019 08:30 Dæmdur í fjórtán vikna fangelsi fyrir að ráðast á Grealish í miðjum leik Stuðningsmaður Birmingham City sem réðst á fyrirliða Aston Villa í miðjum leik um helgina hefur fengið sinn dóm. 11. mars 2019 16:15 Mest lesið Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Fleiri fréttir Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Sjá meira
Stuðningsmaður Birmingham hljóp inn á og kýldi Grealish Ótrúlegt atvik átti sér stað í leik Birmingham-liðanna í dag. 10. mars 2019 12:32
Svaraði fyrir árásina með sigurmarkinu Jack Grealish var aðalmaðurinn í Birmingham-slagnum á St Andrew's. 10. mars 2019 13:57
Óttast að leikmaður verði stunginn á vellinum Öryggismál í enska boltanum eru í umræðunni í dag eftir ótrúlegar uppákomur um helgina er áhorfendur ruddust inn á völlinn í tveimur leikjum. 11. mars 2019 08:30
Dæmdur í fjórtán vikna fangelsi fyrir að ráðast á Grealish í miðjum leik Stuðningsmaður Birmingham City sem réðst á fyrirliða Aston Villa í miðjum leik um helgina hefur fengið sinn dóm. 11. mars 2019 16:15