Hátíðartónleikarnir hápunktur afmælisársins Birgir Olgeirsson skrifar 19. mars 2019 14:03 Tónleikarnir fara fram í Ísafjarðarkirkju fimmtudaginn 21. mars klukkan 20 og í Langholtskirkju í Reykjavík sunnudaginn 24. mars klukkan 14. Tónlistarskóli Ísafjarðar Tónlistarskóli Ísafjarðar fagnar um þessar mundir 70 ára afmæli og hefur af því tilefni staðið fyrir fjölmörgum tónlistarviðburðum. Hápunktur afmælisársins er svo í þessari viku þegar haldnir verða tvennir hátíðartónleikar, á Ísafirði á fimmtudag og í Reykjavík á sunnudag. Ungverska kammersveitin Müvak, hátíðarkór Tónlistarskóla Ísafjarðar og einsöngvarar sem allir eru fyrrum eða núverandi nemendur skólans auk kennara munu flytja fjölbreytt létt og skemmtileg verk. „Við fengum þessa hugmynd fyrir þremur árum þegar nokkrir nemendur og kennarar skólans tóku þátt í sumarakademíu Tónlistarháskólans í Szeged í Ungverjalandi. Á lokahátíð akademíunnar spilaði þessi frábæra hljómsveit, Müvak, og við vissum að við yrðum að fá hana til að spila á Íslandi,“ segir Ingunn Ósk Sturludóttir, skólastjóri Tónlistarskóla Ísafjarðar. „Undirbúningur fyrir tónleikana hefur legið á margra höndum og það er ævintýri líkast hversu samhentir ólíkir einstkalingar verða þegar markmiðið er að auðga litla samfélagið okkar hér á Ísafirði,“ segir Ingunn. Yfirskrift tónleikanna er chacun à son goût (i. hver hefur sinn smekk) sem vísar í óperettuna Leðurblökuna eftir Strauss, en á efnisskrá tónleikanna eru einmitt þrjú verk úr óperettunni. Þar má einnig finna lög úr vinsælum söngleikjum á borð við Óliver og Hamilton. „Við vildum endilega halda tónleikana bæði á Ísafirði og í Reykjavík til að sem flestir fengju tækifæri til að fagna afmælinu með okkur og auðvitað njóta þessarar skemmtilegu tónlistar í flutningi frábærra listamanna,“ segir Ingunn. Tónleikarnir fara fram í Ísafjarðarkirkju fimmtudaginn 21. mars klukkan 20 og í Langholtskirkju í Reykjavík sunnudaginn 24. mars klukkan 14. Heiðursgestur tónleikanna í Reykjavík er frú Eliza Reid, forsetafrú. Ísafjarðarbær Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Tónlistarskóli Ísafjarðar fagnar um þessar mundir 70 ára afmæli og hefur af því tilefni staðið fyrir fjölmörgum tónlistarviðburðum. Hápunktur afmælisársins er svo í þessari viku þegar haldnir verða tvennir hátíðartónleikar, á Ísafirði á fimmtudag og í Reykjavík á sunnudag. Ungverska kammersveitin Müvak, hátíðarkór Tónlistarskóla Ísafjarðar og einsöngvarar sem allir eru fyrrum eða núverandi nemendur skólans auk kennara munu flytja fjölbreytt létt og skemmtileg verk. „Við fengum þessa hugmynd fyrir þremur árum þegar nokkrir nemendur og kennarar skólans tóku þátt í sumarakademíu Tónlistarháskólans í Szeged í Ungverjalandi. Á lokahátíð akademíunnar spilaði þessi frábæra hljómsveit, Müvak, og við vissum að við yrðum að fá hana til að spila á Íslandi,“ segir Ingunn Ósk Sturludóttir, skólastjóri Tónlistarskóla Ísafjarðar. „Undirbúningur fyrir tónleikana hefur legið á margra höndum og það er ævintýri líkast hversu samhentir ólíkir einstkalingar verða þegar markmiðið er að auðga litla samfélagið okkar hér á Ísafirði,“ segir Ingunn. Yfirskrift tónleikanna er chacun à son goût (i. hver hefur sinn smekk) sem vísar í óperettuna Leðurblökuna eftir Strauss, en á efnisskrá tónleikanna eru einmitt þrjú verk úr óperettunni. Þar má einnig finna lög úr vinsælum söngleikjum á borð við Óliver og Hamilton. „Við vildum endilega halda tónleikana bæði á Ísafirði og í Reykjavík til að sem flestir fengju tækifæri til að fagna afmælinu með okkur og auðvitað njóta þessarar skemmtilegu tónlistar í flutningi frábærra listamanna,“ segir Ingunn. Tónleikarnir fara fram í Ísafjarðarkirkju fimmtudaginn 21. mars klukkan 20 og í Langholtskirkju í Reykjavík sunnudaginn 24. mars klukkan 14. Heiðursgestur tónleikanna í Reykjavík er frú Eliza Reid, forsetafrú.
Ísafjarðarbær Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira