Alfreð: Getur sest á sálina að vinna ekki í langan tíma Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Peralada skrifar 19. mars 2019 18:01 Alfreð Finnbogason er í leikmannahópi Íslands sem mætir Andorra og Frakklandi í fyrstu leikjum sínum í undankeppni EM 2020. En það stóð tæpt þar sem að Alfreð hefur verið að glíma við meiðsli og hefur lítið spilað með liði sínu, Augsburg í Þýskalandi, síðustu vikurnar. „Þetta leit ekkert allt of vel út fyrir síðustu helgi. Mér fannst að ég þyrfti að spila einn leik með mínu félagsliði áður en ég gæti gefið kost á mér í landsliðið. Sem betur fer tókst það, ég náði 60 mínútum með Augsuburg um helgina. Það var gott fyrsta skref fyrir mig og við unnum leikinn,“ sagði Alfreð. „Ég kem því hingað með jákvæða strauma, þó svo að ég sé ekki kominn á fullt. Ég mun þó allavega leggja allt sem ég get af mörkum í þessum leik.“ Alfreð segir að það sé í höndum þjálfaranna að ákveða hversu mikið hann spilar en það sé ljóst að hann sé ekki kominn í sitt besta form. „Það væri kannski fullgeyst fyrir mig að byrja tvo leiki á þremur dögum. Við munum því bara skoða hver staðan er þegar líður á vikunni,“ sagði Alfreð en í dag var Viðar Örn Kjartansson kallaður í íslenska landsliðshópinn. Það var þó enginn sem datt út.Alfreð Finnbogason.Getty/ Michael ReganGott að fá annan markaskorara „Satt best að segja veit ég ekki ástæðuna fyrir því að hann var kallaður inn. Við höfum ekki hitt þjálfarana eftir að þetta var tilkynnt. Það er allavega ekkert tengt mér - mér líður vel og er heill. En ég held að það skemmi ekki fyrir að fá einn markaskorara í viðbót í hópinn.“ Alfreð segir að það sé afar góð stemning í landsliðshópnum fyrir nýju verkefni. „Ég finn að menn eru hungraðir að byrja. Þetta hefur verið löng bið og þetta var erfitt haust. Við viljum breyta umtalinu og að það fari að snúast um að við séum að vinna leiki og standa okkur vel. Það er allt í okkar höndum og gríðarlega mikilvægt að byrja þessa undankeppni vel, gegn erfiðum andstæðingi sem við eigum og ætlum að vinna.“Verð ánægður þegar við vinnum á föstudag Ísland hefur ekki unnið leik í fjórtán mánuði og ekki unnið keppnisleik síðan Ísland tryggði sæti sitt á HM í Rússlandi með sigri á Kósóvó á Laugardalsvelli haustið 2017. „Ég verð mjög ánægður þegar við vinnum á föstudaginn og þurfum ekki að svara fyrir þetta lengur. Það er alveg satt, þetta getur sest á sálinu og það pirrar okkur að fara í gegnum heilt fótboltaár án þess að vinna leik,“ sagði Alfreð. „Það er ekki hægt að fela sig á bak við neitt þar. Við viljum gera betur. Nú erum við með nokkra nýja leikmenn og nýjan þjálfara þrátt fyrir að kjarninn sé enn sá sami og áður. Með þessum hópi höfum við unnið fullt af góðum liðum í gegnum árin. Mín trú á þessu liði er slík að ég tel að við munum halda áfram að koma á óvart.“ EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Viðar Örn kallaður inn í A-landsliðið Viðar Örn Kjartansson hefur verið kallaður inn í hóp Íslands fyrir leiki liðsins gegn Andorra og Frakklandi en þetta eru tveir fyrstu leikir íslenska landsliðsins í undankeppni EM 2020. 19. mars 2019 13:27 Alfreð í hópnum en enginn Jón Daði Erik Hamrén er búinn að velja mennina sem byrja undankeppni EM 2020 fyrir Íslands hönd. 14. mars 2019 13:04 Allir með á æfingu í Peralada Nýr styrktarþjálfari stýrði upphitun fyrir æfingu íslenska landsliðsins á Spáni í dag. 19. mars 2019 11:30 Sigur hjá Alfreð og félögum Alfreð Finnbogason og félagar í Augsburg báru sigur úr býtum gegn Hannover eftir endurkomu á lokamínútunum í leiknum. 16. mars 2019 16:30 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Körfubolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Fleiri fréttir Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Sjá meira
Alfreð Finnbogason er í leikmannahópi Íslands sem mætir Andorra og Frakklandi í fyrstu leikjum sínum í undankeppni EM 2020. En það stóð tæpt þar sem að Alfreð hefur verið að glíma við meiðsli og hefur lítið spilað með liði sínu, Augsburg í Þýskalandi, síðustu vikurnar. „Þetta leit ekkert allt of vel út fyrir síðustu helgi. Mér fannst að ég þyrfti að spila einn leik með mínu félagsliði áður en ég gæti gefið kost á mér í landsliðið. Sem betur fer tókst það, ég náði 60 mínútum með Augsuburg um helgina. Það var gott fyrsta skref fyrir mig og við unnum leikinn,“ sagði Alfreð. „Ég kem því hingað með jákvæða strauma, þó svo að ég sé ekki kominn á fullt. Ég mun þó allavega leggja allt sem ég get af mörkum í þessum leik.“ Alfreð segir að það sé í höndum þjálfaranna að ákveða hversu mikið hann spilar en það sé ljóst að hann sé ekki kominn í sitt besta form. „Það væri kannski fullgeyst fyrir mig að byrja tvo leiki á þremur dögum. Við munum því bara skoða hver staðan er þegar líður á vikunni,“ sagði Alfreð en í dag var Viðar Örn Kjartansson kallaður í íslenska landsliðshópinn. Það var þó enginn sem datt út.Alfreð Finnbogason.Getty/ Michael ReganGott að fá annan markaskorara „Satt best að segja veit ég ekki ástæðuna fyrir því að hann var kallaður inn. Við höfum ekki hitt þjálfarana eftir að þetta var tilkynnt. Það er allavega ekkert tengt mér - mér líður vel og er heill. En ég held að það skemmi ekki fyrir að fá einn markaskorara í viðbót í hópinn.“ Alfreð segir að það sé afar góð stemning í landsliðshópnum fyrir nýju verkefni. „Ég finn að menn eru hungraðir að byrja. Þetta hefur verið löng bið og þetta var erfitt haust. Við viljum breyta umtalinu og að það fari að snúast um að við séum að vinna leiki og standa okkur vel. Það er allt í okkar höndum og gríðarlega mikilvægt að byrja þessa undankeppni vel, gegn erfiðum andstæðingi sem við eigum og ætlum að vinna.“Verð ánægður þegar við vinnum á föstudag Ísland hefur ekki unnið leik í fjórtán mánuði og ekki unnið keppnisleik síðan Ísland tryggði sæti sitt á HM í Rússlandi með sigri á Kósóvó á Laugardalsvelli haustið 2017. „Ég verð mjög ánægður þegar við vinnum á föstudaginn og þurfum ekki að svara fyrir þetta lengur. Það er alveg satt, þetta getur sest á sálinu og það pirrar okkur að fara í gegnum heilt fótboltaár án þess að vinna leik,“ sagði Alfreð. „Það er ekki hægt að fela sig á bak við neitt þar. Við viljum gera betur. Nú erum við með nokkra nýja leikmenn og nýjan þjálfara þrátt fyrir að kjarninn sé enn sá sami og áður. Með þessum hópi höfum við unnið fullt af góðum liðum í gegnum árin. Mín trú á þessu liði er slík að ég tel að við munum halda áfram að koma á óvart.“
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Viðar Örn kallaður inn í A-landsliðið Viðar Örn Kjartansson hefur verið kallaður inn í hóp Íslands fyrir leiki liðsins gegn Andorra og Frakklandi en þetta eru tveir fyrstu leikir íslenska landsliðsins í undankeppni EM 2020. 19. mars 2019 13:27 Alfreð í hópnum en enginn Jón Daði Erik Hamrén er búinn að velja mennina sem byrja undankeppni EM 2020 fyrir Íslands hönd. 14. mars 2019 13:04 Allir með á æfingu í Peralada Nýr styrktarþjálfari stýrði upphitun fyrir æfingu íslenska landsliðsins á Spáni í dag. 19. mars 2019 11:30 Sigur hjá Alfreð og félögum Alfreð Finnbogason og félagar í Augsburg báru sigur úr býtum gegn Hannover eftir endurkomu á lokamínútunum í leiknum. 16. mars 2019 16:30 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Körfubolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Fleiri fréttir Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Sjá meira
Viðar Örn kallaður inn í A-landsliðið Viðar Örn Kjartansson hefur verið kallaður inn í hóp Íslands fyrir leiki liðsins gegn Andorra og Frakklandi en þetta eru tveir fyrstu leikir íslenska landsliðsins í undankeppni EM 2020. 19. mars 2019 13:27
Alfreð í hópnum en enginn Jón Daði Erik Hamrén er búinn að velja mennina sem byrja undankeppni EM 2020 fyrir Íslands hönd. 14. mars 2019 13:04
Allir með á æfingu í Peralada Nýr styrktarþjálfari stýrði upphitun fyrir æfingu íslenska landsliðsins á Spáni í dag. 19. mars 2019 11:30
Sigur hjá Alfreð og félögum Alfreð Finnbogason og félagar í Augsburg báru sigur úr býtum gegn Hannover eftir endurkomu á lokamínútunum í leiknum. 16. mars 2019 16:30