Ari Freyr útilokar endurkomu í Val: Gerði mömmu vonsvikna Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Peralada skrifar 19. mars 2019 21:00 Ari Freyr Skúlason, landsliðsmaður í knattspyrnu, er ekki á heimleið og hefur útilokað að spila í Pepsi Max-deildinni á næstunni. Þetta sagði hann í samtali við Vísi í dag. „Við erum ekki á leiðinni heim. Ég hef verið búsettur erlendis í sextán ár og mun líklega enda þar. Núna gerði ég mömmu mína mjög vonsvikna en ég held að ég muni ekki búa á Íslandi á næstunni,“ sagði Ari Freyr sem er uppalinn Valsmaður og hafði verið orðaður við sitt gamla félag. Samningur hans við Lokeren rennur út í sumar. Liðið er mjög líklega fallið þó svo að það gæti breyst ef mál þróast á þann veg en mörg félög í Belgíu eru nú að bíða eftir úrskurði yfirvalda í stórtækum spillingarmálum sem hafa verið í belgískri knattspyrnu síðastliðna mánuði. „Ég er opinn fyrir öllu og vil spila eins lengi og ég get. Ég er lítill og nettur, hef verið þokkalega heppinn með meiðsli og hef enn gaman að þessu. En ég vil heldur ekki taka ákvörðun of fljótt,“ sagði Ari sem gæti þess vegna verið búinn að spila sinn síðasta leik í Belgíu. „Við skítféllum fyrir þremur leikjum þegar við spiluðum við Anderlecht. En út af þessum spillingarmálum vitum við ekki hvort við föllum eða ekki. En það er þó ljóst að við spilum ekki meira þetta tímabilið og munum bara æfa þrisvar í viku til loka apríl. Þetta er mjög skrýtið allt saman.“ Ari er nú að undirbúa sig fyrir fyrstu leiki Íslands í undankeppni EM 2020, gegn Andorra á föstudag og Frakklandi á mánudag. „Mér líst mjög vel á þetta. Það virðast allir vera í góðu standi. Þetta er erfiður leikur gegn Andorra og mér sýnist að margir séu hræddir við þá. En ef við spilum okkar leik og gerum það sem við eigum að gera - þá eigum við að fá þrjú stig á föstudag.“ EM 2020 í fótbolta Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Birkir: Alls ekki ánægðir með 2018 Birkir Bjarnason er kominn aftur í bláa búninginn og þar líður honum vel. 18. mars 2019 19:00 Birkir Már: Þurfum að gera það sem okkur er sagt Birkir Már Sævarsson veit hvað er í vændum í landsleiknum gegn Andorra á föstudag. 19. mars 2019 09:00 Arnór Sig: Verðum að vera klárir í alvöru slag Arnór Sigurðsson er yngsti leikmaður íslenska landsliðsins en gæti fengið stórt hlutverk í leikjunum sem eru fram undan. 19. mars 2019 08:00 Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fleiri fréttir Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Sjá meira
Ari Freyr Skúlason, landsliðsmaður í knattspyrnu, er ekki á heimleið og hefur útilokað að spila í Pepsi Max-deildinni á næstunni. Þetta sagði hann í samtali við Vísi í dag. „Við erum ekki á leiðinni heim. Ég hef verið búsettur erlendis í sextán ár og mun líklega enda þar. Núna gerði ég mömmu mína mjög vonsvikna en ég held að ég muni ekki búa á Íslandi á næstunni,“ sagði Ari Freyr sem er uppalinn Valsmaður og hafði verið orðaður við sitt gamla félag. Samningur hans við Lokeren rennur út í sumar. Liðið er mjög líklega fallið þó svo að það gæti breyst ef mál þróast á þann veg en mörg félög í Belgíu eru nú að bíða eftir úrskurði yfirvalda í stórtækum spillingarmálum sem hafa verið í belgískri knattspyrnu síðastliðna mánuði. „Ég er opinn fyrir öllu og vil spila eins lengi og ég get. Ég er lítill og nettur, hef verið þokkalega heppinn með meiðsli og hef enn gaman að þessu. En ég vil heldur ekki taka ákvörðun of fljótt,“ sagði Ari sem gæti þess vegna verið búinn að spila sinn síðasta leik í Belgíu. „Við skítféllum fyrir þremur leikjum þegar við spiluðum við Anderlecht. En út af þessum spillingarmálum vitum við ekki hvort við föllum eða ekki. En það er þó ljóst að við spilum ekki meira þetta tímabilið og munum bara æfa þrisvar í viku til loka apríl. Þetta er mjög skrýtið allt saman.“ Ari er nú að undirbúa sig fyrir fyrstu leiki Íslands í undankeppni EM 2020, gegn Andorra á föstudag og Frakklandi á mánudag. „Mér líst mjög vel á þetta. Það virðast allir vera í góðu standi. Þetta er erfiður leikur gegn Andorra og mér sýnist að margir séu hræddir við þá. En ef við spilum okkar leik og gerum það sem við eigum að gera - þá eigum við að fá þrjú stig á föstudag.“
EM 2020 í fótbolta Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Birkir: Alls ekki ánægðir með 2018 Birkir Bjarnason er kominn aftur í bláa búninginn og þar líður honum vel. 18. mars 2019 19:00 Birkir Már: Þurfum að gera það sem okkur er sagt Birkir Már Sævarsson veit hvað er í vændum í landsleiknum gegn Andorra á föstudag. 19. mars 2019 09:00 Arnór Sig: Verðum að vera klárir í alvöru slag Arnór Sigurðsson er yngsti leikmaður íslenska landsliðsins en gæti fengið stórt hlutverk í leikjunum sem eru fram undan. 19. mars 2019 08:00 Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fleiri fréttir Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Sjá meira
Birkir: Alls ekki ánægðir með 2018 Birkir Bjarnason er kominn aftur í bláa búninginn og þar líður honum vel. 18. mars 2019 19:00
Birkir Már: Þurfum að gera það sem okkur er sagt Birkir Már Sævarsson veit hvað er í vændum í landsleiknum gegn Andorra á föstudag. 19. mars 2019 09:00
Arnór Sig: Verðum að vera klárir í alvöru slag Arnór Sigurðsson er yngsti leikmaður íslenska landsliðsins en gæti fengið stórt hlutverk í leikjunum sem eru fram undan. 19. mars 2019 08:00