Rúnar Sigurpálsson, framkvæmdastjóri kísilmálmverksmiðju PCC á Bakka við Húsavík, tekur við sem forstjóri hennar af Jökli Gunnarssyni í apríl. Jökull var ráðinn forstjóri í haust en segist stíga til hliðar nú af persónulegum ástæðum.
Ríkisútvarpið greindi frá því nú síðdegis að starfsmönnum verksmiðjunnar hafi verið tilkynnt um forstjóraskiptin á fundi í dag. Það hefur eftir Jökli að hann hafi ákveðið að flytja aftur heim á suðvesturhornið.
Þá segir hann við RÚV að ýmsar bilanir og vandræði sem hafi gert aðstandendum verksmiðjunnar lífið leitt frá því að hún var gangsett síðasta vor hafi ekki verið ástæða þess að hann lét af störfum.
Skipt um forstjóra hjá kísilmálmverksmiðju PCC
Kjartan Kjartansson skrifar

Mest lesið

Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana
Viðskipti erlent

Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins
Viðskipti innlent



Lækkanir í Asíu halda áfram
Viðskipti erlent

„Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“
Viðskipti innlent

Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands
Viðskipti innlent

Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld
Viðskipti innlent

Kristjana til ÍSÍ
Viðskipti innlent
