Krafa um fimm milljarða sparnað á fjárlögum næsta árs Heimir Már Pétursson skrifar 19. mars 2019 20:34 Krafa verður gerð um aðhald og sparnað hjá ráðuneytum og stofnunum upp á fimm milljarða króna í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. Fjármálaráðherra undrast viðbrögð sveitarfélaga við hugmyndum um frystingu framlaga í jöfnunarsjóð sveitarfélaga sem þurfi að ræða í samhengi við fjölmörg verkefni sveitarfélaganna. Samtök íslenskra sveitarfélaga og talsmenn einstakra sveitarfélaga hafa brugðist illa við hugmyndum um að frysta framlög ríkisins til jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir viðbrögðin koma á óvart þar sem engin formleg tillaga liggi fyrir og ekkert frumvarp um málið sé komið fram, þótt sú hugmynd hafi verið viðruð að greiðslurnar stæðu í staðí tvö ár. Þessi mál og fleiri þurfi að ræða í tengslum við fjármálaáætlun stjórnvalda. „Það er náttúrlega okkar hlutverk að koma á framfæri viðþingið fjármálaáætluninni. Ein af ráðstöfununum sem við vildum ræða við sveitarfélögin var þessi. Hún hefur bara verið rædd á fundum. Hún getur verið í undirliggjandi forsendum áætlunarinnar. En auðvitað háð því aðá endanum náist samkomulag,“ segir fjármálaráðherra. Sveitarfélögin séu með ýmis mál uppi á borðum í samtali við ríkið. „Ég gæti nefnt hér samgöngumál, borgarlínu. Ég gæti nefnt fráveitumál sveitarfélaga víða um landið, ég gæti nefnt hér málefni fatlaðra, lífeyrismál og margt fleira. Ég verð bara að segja að ég er furðu lostinn að vegna þess að svona mál er nefnt á fundi að þá segi menn; nú skulum við bara standa upp og hlaupa frá samtali um alla hluti,“ segir Bjarni. Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára verður kynnt í fjármálaráðuneytinu strax upp úr helgi. Þá er unnið hörðum höndum að samningu fjárlagafrumvarpsins fyrir næsta ár þar sem gerð verður almenn krafa um aðhald í ríkisrekstrinum. Fastur kostnaður geti ekki vaxið í takti við tekjur ríkissjóðs segir fjármálaráðherra. „Við gerum ekki sömu aðhaldskröfu á heilbrigðisstofnanir svo dæmi sé tekið. Dómstólar eru fyrst og fremst launakostnaður. Þannig að það eru ákveðin lögmál á ákveðnum stöðum sem viðþurfum að taka tillit til. En aðöðru leyti erum við að fara fram á það heilt yfir í kerfinu að menn gæti aðhalds.“Hvaðerþetta stór upphæð í þaðheila?„Hún losar fimm milljarða,“ sagði Bjarni Benediktsson. Alþingi Fjárlög Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Krafa verður gerð um aðhald og sparnað hjá ráðuneytum og stofnunum upp á fimm milljarða króna í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. Fjármálaráðherra undrast viðbrögð sveitarfélaga við hugmyndum um frystingu framlaga í jöfnunarsjóð sveitarfélaga sem þurfi að ræða í samhengi við fjölmörg verkefni sveitarfélaganna. Samtök íslenskra sveitarfélaga og talsmenn einstakra sveitarfélaga hafa brugðist illa við hugmyndum um að frysta framlög ríkisins til jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir viðbrögðin koma á óvart þar sem engin formleg tillaga liggi fyrir og ekkert frumvarp um málið sé komið fram, þótt sú hugmynd hafi verið viðruð að greiðslurnar stæðu í staðí tvö ár. Þessi mál og fleiri þurfi að ræða í tengslum við fjármálaáætlun stjórnvalda. „Það er náttúrlega okkar hlutverk að koma á framfæri viðþingið fjármálaáætluninni. Ein af ráðstöfununum sem við vildum ræða við sveitarfélögin var þessi. Hún hefur bara verið rædd á fundum. Hún getur verið í undirliggjandi forsendum áætlunarinnar. En auðvitað háð því aðá endanum náist samkomulag,“ segir fjármálaráðherra. Sveitarfélögin séu með ýmis mál uppi á borðum í samtali við ríkið. „Ég gæti nefnt hér samgöngumál, borgarlínu. Ég gæti nefnt fráveitumál sveitarfélaga víða um landið, ég gæti nefnt hér málefni fatlaðra, lífeyrismál og margt fleira. Ég verð bara að segja að ég er furðu lostinn að vegna þess að svona mál er nefnt á fundi að þá segi menn; nú skulum við bara standa upp og hlaupa frá samtali um alla hluti,“ segir Bjarni. Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára verður kynnt í fjármálaráðuneytinu strax upp úr helgi. Þá er unnið hörðum höndum að samningu fjárlagafrumvarpsins fyrir næsta ár þar sem gerð verður almenn krafa um aðhald í ríkisrekstrinum. Fastur kostnaður geti ekki vaxið í takti við tekjur ríkissjóðs segir fjármálaráðherra. „Við gerum ekki sömu aðhaldskröfu á heilbrigðisstofnanir svo dæmi sé tekið. Dómstólar eru fyrst og fremst launakostnaður. Þannig að það eru ákveðin lögmál á ákveðnum stöðum sem viðþurfum að taka tillit til. En aðöðru leyti erum við að fara fram á það heilt yfir í kerfinu að menn gæti aðhalds.“Hvaðerþetta stór upphæð í þaðheila?„Hún losar fimm milljarða,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Alþingi Fjárlög Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira