Erlent

Flokkur Trudeau sakaður um að misnota vald sitt

Kjartan Kjartansson skrifar
Vinsældir Trudeau hafa dregist saman en kosið verður til þings í Kanada í október.
Vinsældir Trudeau hafa dregist saman en kosið verður til þings í Kanada í október. Vísir/EPA
Ákvörðun þingmanna Frjálslynda flokks Justins Trudeau, forsætisráðherra Kanada, um að fella niður rannsókn á meintum pólitískum afskiptum hans og ráðgjafa hans af máli stórfyrirtækis hefur verið harðlega gagnrýnd. Stjórnarandstaðan sakar þingmenn flokksins um að misnota vald sitt og ákvörðunin lítilsvirði lýðræðið.

Fyrrverandi dómsmálaráðherra Kanada hefur sakað Trudeau og ráðgjafa hans um að beita sig pólitískum þrýstingi um að draga ekki SNC-Lavalin, eitt stærsta byggingarfyrirtæki heims, fyrir dóm vegna ásakana um mútugreiðslur.

Þingnefnd hefur rannsakað ásakanirnar en þingmenn Frjálslynda flokksins, sem er með meirihluta á þingi, ákváðu að fella rannsóknina niður í dag, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Fullyrtu þeir að markmið hennar hefðu þegar náðst.

Andrew Scheer, leiðtogi Íhaldsflokksins, sakaðir Trudeau um að sýna Kanandamönnum lítilsvirðingu. Ákvörðun þingnefndarinnar feli í sér misnotkun valds.

Rannsókn siðanefndar á ásökunum dómsmálaráðherranns fyrrverandi stendur enn yfir.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×