Ráðherra segir umræðuna á villigötum Ari Brynjólfsson skrifar 1. mars 2019 06:00 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, fundaði í Reykjavík og í Hörgársveit í gær. Hann fundar í Borgarnesi og á Egilstöðum í næstu viku. Fréttablaðið/Anton Brink „Ég hef fulla trú á því að við Íslendingar komumst ágætlega í gegnum þetta. Ég sé það bæði á framleiðendum og þeim sem starfa hjá okkar helstu stofnunum. Fólk hefur fullan hug á því að gefa engan afslátt frá þáttum sem geta ógnað lýðheilsu eða bústofnum, það hefur enginn áhuga á því,“ segir Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, í samtali við Fréttablaðið. Kristján Þór fundaði með almenningi á Þjóðminjasafninu í gær, er það hans annar fundur til að kynna væntanlegt frumvarp sitt sem heimilar innflutning á fersku kjöti og eggjum til landsins. Líkt og Fréttablaðið hefur greint frá óttast margir afleiðingar frumvarpsins, þá helst það að hingað berist sýklalyfjaónæmar bakteríur sem verði til þess að sprauta þurfi sýklalyfjum í íslenskt kjöt. Kristján Þór sagði á fundinum í gær að umræðan væri á villigötum. Frysting á kjöti hafi engin áhrif á sýklalyfjaónæmar bakteríur. „Það er búið að flytja inn hrátt kjöt í mörg ár. Það er flutt inn mikið af kjöti umfram tollkvóta, nærri 4 þúsund tonn árið 2017. Þá spyr ég, hvernig hefur fólki liðið með það?“ Honum var nokkuð heitt í hamsi þegar hann ræddi um umræðuna en Bændasamtökin, ásamt fleirum, hafa fullyrt að frumvarpið þýði uppgjöf. Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, hefur meðal annars borið frumvarpið saman við uppgjöf Íslendinga í þorskastríðinu. Kristján Þór sagði mikið lagt upp úr aðgerðaáætluninni og er hann viss um að hægt sé að standa við bann á innflutningi á sýktu kjöti. „Þetta er ekki einhver pólitískur áróður eins og margir halda sem segja að ég eigi að standa í mínar svarfdælsku lappir.“ Hann sagði jafnframt að það væri ekkert annað í stöðunni, stjórnvöld hefðu velt málinu á undan sér í mörg ár og nú væri komið að endastöð. „Skilaboðin frá EFTA-dómstólnum eru einföld, við þurfum að breyta löggjöfinni. Þá gerum við það,“ sagði Kristján Þór. Frumvarpsdrögin eru nú í samráðsgátt stjórnvalda. Ráðherra á von á því að leggja frumvarpið fram eftir rúman hálfan mánuð. Lögin taki svo gildi 1. september næstkomandi. Biðlaði hann til þeirra sem væru ósáttir að senda inn umsögn fyrir 6. mars. Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Tengdar fréttir Vill leyfa innflutning á hráu kjöti frá byrjun sláturtíðar Mótvægisaðgerðir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til að stemma stigu við neikvæðum áhrifum þess að leyfa innflutning á hráu kjöti leggjast vel í yfirlækni á sýklafræðideild Landspítalans. 21. febrúar 2019 07:00 Kjötið þjappar saman Framsóknarmönnum "Það þarf stundum eitt mál til að sætta þessa gömlu fjandmenn segir í ljóði,“ segir fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins. Fullyrðir að raðir innan flokksins séu að þéttast eftir erfiðan klofning Sigmundar Davíðs úr Framsókn. 27. febrúar 2019 06:00 Óánægja og hræðsla í grasrót Framsóknar Framsóknarmenn óánægðir með frumvarp landbúnaðarráðherra um innflutning á hráu kjöti. Framsóknarmenn vilja að flokksforystan hafni því. Formaður Sambands ungra Framsóknarmanna segir fólk hrætt vegna málsins. 28. febrúar 2019 07:30 Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Útköll vegna slagsmála Innlent Fleiri fréttir Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Sjá meira
„Ég hef fulla trú á því að við Íslendingar komumst ágætlega í gegnum þetta. Ég sé það bæði á framleiðendum og þeim sem starfa hjá okkar helstu stofnunum. Fólk hefur fullan hug á því að gefa engan afslátt frá þáttum sem geta ógnað lýðheilsu eða bústofnum, það hefur enginn áhuga á því,“ segir Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, í samtali við Fréttablaðið. Kristján Þór fundaði með almenningi á Þjóðminjasafninu í gær, er það hans annar fundur til að kynna væntanlegt frumvarp sitt sem heimilar innflutning á fersku kjöti og eggjum til landsins. Líkt og Fréttablaðið hefur greint frá óttast margir afleiðingar frumvarpsins, þá helst það að hingað berist sýklalyfjaónæmar bakteríur sem verði til þess að sprauta þurfi sýklalyfjum í íslenskt kjöt. Kristján Þór sagði á fundinum í gær að umræðan væri á villigötum. Frysting á kjöti hafi engin áhrif á sýklalyfjaónæmar bakteríur. „Það er búið að flytja inn hrátt kjöt í mörg ár. Það er flutt inn mikið af kjöti umfram tollkvóta, nærri 4 þúsund tonn árið 2017. Þá spyr ég, hvernig hefur fólki liðið með það?“ Honum var nokkuð heitt í hamsi þegar hann ræddi um umræðuna en Bændasamtökin, ásamt fleirum, hafa fullyrt að frumvarpið þýði uppgjöf. Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, hefur meðal annars borið frumvarpið saman við uppgjöf Íslendinga í þorskastríðinu. Kristján Þór sagði mikið lagt upp úr aðgerðaáætluninni og er hann viss um að hægt sé að standa við bann á innflutningi á sýktu kjöti. „Þetta er ekki einhver pólitískur áróður eins og margir halda sem segja að ég eigi að standa í mínar svarfdælsku lappir.“ Hann sagði jafnframt að það væri ekkert annað í stöðunni, stjórnvöld hefðu velt málinu á undan sér í mörg ár og nú væri komið að endastöð. „Skilaboðin frá EFTA-dómstólnum eru einföld, við þurfum að breyta löggjöfinni. Þá gerum við það,“ sagði Kristján Þór. Frumvarpsdrögin eru nú í samráðsgátt stjórnvalda. Ráðherra á von á því að leggja frumvarpið fram eftir rúman hálfan mánuð. Lögin taki svo gildi 1. september næstkomandi. Biðlaði hann til þeirra sem væru ósáttir að senda inn umsögn fyrir 6. mars.
Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Tengdar fréttir Vill leyfa innflutning á hráu kjöti frá byrjun sláturtíðar Mótvægisaðgerðir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til að stemma stigu við neikvæðum áhrifum þess að leyfa innflutning á hráu kjöti leggjast vel í yfirlækni á sýklafræðideild Landspítalans. 21. febrúar 2019 07:00 Kjötið þjappar saman Framsóknarmönnum "Það þarf stundum eitt mál til að sætta þessa gömlu fjandmenn segir í ljóði,“ segir fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins. Fullyrðir að raðir innan flokksins séu að þéttast eftir erfiðan klofning Sigmundar Davíðs úr Framsókn. 27. febrúar 2019 06:00 Óánægja og hræðsla í grasrót Framsóknar Framsóknarmenn óánægðir með frumvarp landbúnaðarráðherra um innflutning á hráu kjöti. Framsóknarmenn vilja að flokksforystan hafni því. Formaður Sambands ungra Framsóknarmanna segir fólk hrætt vegna málsins. 28. febrúar 2019 07:30 Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Útköll vegna slagsmála Innlent Fleiri fréttir Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Sjá meira
Vill leyfa innflutning á hráu kjöti frá byrjun sláturtíðar Mótvægisaðgerðir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til að stemma stigu við neikvæðum áhrifum þess að leyfa innflutning á hráu kjöti leggjast vel í yfirlækni á sýklafræðideild Landspítalans. 21. febrúar 2019 07:00
Kjötið þjappar saman Framsóknarmönnum "Það þarf stundum eitt mál til að sætta þessa gömlu fjandmenn segir í ljóði,“ segir fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins. Fullyrðir að raðir innan flokksins séu að þéttast eftir erfiðan klofning Sigmundar Davíðs úr Framsókn. 27. febrúar 2019 06:00
Óánægja og hræðsla í grasrót Framsóknar Framsóknarmenn óánægðir með frumvarp landbúnaðarráðherra um innflutning á hráu kjöti. Framsóknarmenn vilja að flokksforystan hafni því. Formaður Sambands ungra Framsóknarmanna segir fólk hrætt vegna málsins. 28. febrúar 2019 07:30