Þemadagar hafa staðið yfir í Fjölbrautaskóla Suðurnesja í Reykjanesbæ þar sem nemendum skólans gafst kostur á að sækja fjölbreytt námskeið og fyrirlestra. Á hársnyrtibraut skólans fengu nemendur t.d. kennslu í því hvernig eigi að þvo hárið rétt, auk þess sem þau greiddu hvort öðru. En hvað þarf fyrst og fremst að hafa í huga við hárþvott?
„Það er fyrst og fremst að velja rétt sjampó, nú ætla ég að velja sjampó sem heitir Heal og er gott ef það er einhver þurrkur í hársverði. Það er mjög mikilvægt að fá hárið til að freyða vel og svo eru ákveðnar nuddbrautir sem við förum eftir til að tryggja það að við þvoum allan hársvörðinn“, segir Ásdís Björk Pálmadóttir hárgreiðslumeistari og kennari á hárgreiðslubraut skólans.
„Það er líka mjög mikilvægt, sérstaklega fyrir unglinga að tvísápa hárið, sem sagt að tvo það tvisvar sinnum með sjampói til að tryggja það að það sé búið að ná húðfitu og óhreinindum úr hársverðinum“, bætir Ásdís Björk við.

„Með því að tvísápa það til dæmis og nota góða hárnæringu, næra hárið vel“.

„Já, þá er svolítið mikilvægt að nota sjampó sem hreinsar vel upp hársvörðinn og hjálpar til við að losna við flösuna. Ég er einmitt að nota það sjampó í þig núna en þetta er nú ekki mikil flasa Magnús“, segir Ásdís Björk.
