BBC og NRK hætta að spila lög Michael Jackson Atli Ísleifsson skrifar 4. mars 2019 12:49 Michael Jackson hefur áður verið sakaður um kynferðisbrot gegn börnum. Getty Breska ríkisútvarpið BBC og norska ríkisútvarpið NRK hafa bæði ákveðið að hætta að spila tónlist Michael Jackson á útvarpsstöðvum þess, í það minnsta tímabundið. Er ástæðan rakin til nýrra upplýsinga sem fram koma í heimildarmyndinni Leaving Neverland, sem frumsýnd verður síðar í vikunni, þar sem tónlistarmaðurinn er sakaður um gróf kynferðisbrot gegn börnum.Telegraph segir að ákvörðun BBC um að hætta spila lög Jackson á útvarpsstöðinni Radio 2 hafi verið tekin í síðustu viku. Síðasta lag Jackson sem spilað var á stöðinni var lagið Rock with You frá árinu 1979 sem spilað var 23. febrúar síðastliðinn. Á vefsíðu NRK segir að lög Michael Jackson verði ekki spiluð á útvarpsstöðvum þess í tvær vikur frá og með föstudeginum 8. mars. Knut Henrik Ytre-Arne, tónlistarstjóri NRK, segir Jackson hafa mikla þýðingu fyrir stóran áhorfendahóp. Erfitt sé að segja til um það nú hvort að NRK hætti alfarið að spila tónlist hans, en að tekið verði tillit til viðbragða almennings eftir frumsýningu á Leaving Neverland.Skjáskot af forsíðu NRK.Í heimildarmyndinni, sem er í tveimur hlutum, segja þeir James Safechuck og Wade Robson frá því að þeir hafi verið kynferðislega misnotaðir af Jackson um margra ára skeið. Baldvin Þór Bergsson, dagskrárstjóri Rásar 2, segir í samtali við Vísi að sú umræða hvort að hætta eigi spilun laga Michael Jackson hafi ekki verið tekin innan veggja RÚV. Ágúst Héðinsson, forstöðumaður hjá Sýn sem rekur útvarpsstöðvarnar Bylgjuna, FM957 og X-ið, segir enga ákvörðun hafa verið tekna um hvort til standi að hætta að spila lög Michael Jackson á útvarpsstöðvum fyrirtækisins. Grannt sé þó fylgst með málinu.Að neðan má sjá stikluna fyrir heimildarmyndina Leaving Neverland.Vísir er í eigu Sýnar. Bíó og sjónvarp Fjölmiðlar Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Sláandi stikla úr Leaving Neverland Tveir menn lýsa grófum kynferðisbrotum bandaríska söngvarans Michael Jacksons gegn þeim í nýrri heimildarmynd, Leaving Neverland, sem HBO mun sýna í tveimur hlutum 3. og 4. mars. 20. febrúar 2019 13:30 Lögmenn Michael Jackson undirbúa margra milljarða lögsókn gegn HBO Tveir menn lýsa grófum kynferðisbrotum bandaríska söngvarans Michael Jacksons gegn þeim í nýrri heimildarmynd, Leaving Neverland, sem HBO mun sýna í tveimur hlutum 3. og 4. mars. 22. febrúar 2019 13:30 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Breska ríkisútvarpið BBC og norska ríkisútvarpið NRK hafa bæði ákveðið að hætta að spila tónlist Michael Jackson á útvarpsstöðvum þess, í það minnsta tímabundið. Er ástæðan rakin til nýrra upplýsinga sem fram koma í heimildarmyndinni Leaving Neverland, sem frumsýnd verður síðar í vikunni, þar sem tónlistarmaðurinn er sakaður um gróf kynferðisbrot gegn börnum.Telegraph segir að ákvörðun BBC um að hætta spila lög Jackson á útvarpsstöðinni Radio 2 hafi verið tekin í síðustu viku. Síðasta lag Jackson sem spilað var á stöðinni var lagið Rock with You frá árinu 1979 sem spilað var 23. febrúar síðastliðinn. Á vefsíðu NRK segir að lög Michael Jackson verði ekki spiluð á útvarpsstöðvum þess í tvær vikur frá og með föstudeginum 8. mars. Knut Henrik Ytre-Arne, tónlistarstjóri NRK, segir Jackson hafa mikla þýðingu fyrir stóran áhorfendahóp. Erfitt sé að segja til um það nú hvort að NRK hætti alfarið að spila tónlist hans, en að tekið verði tillit til viðbragða almennings eftir frumsýningu á Leaving Neverland.Skjáskot af forsíðu NRK.Í heimildarmyndinni, sem er í tveimur hlutum, segja þeir James Safechuck og Wade Robson frá því að þeir hafi verið kynferðislega misnotaðir af Jackson um margra ára skeið. Baldvin Þór Bergsson, dagskrárstjóri Rásar 2, segir í samtali við Vísi að sú umræða hvort að hætta eigi spilun laga Michael Jackson hafi ekki verið tekin innan veggja RÚV. Ágúst Héðinsson, forstöðumaður hjá Sýn sem rekur útvarpsstöðvarnar Bylgjuna, FM957 og X-ið, segir enga ákvörðun hafa verið tekna um hvort til standi að hætta að spila lög Michael Jackson á útvarpsstöðvum fyrirtækisins. Grannt sé þó fylgst með málinu.Að neðan má sjá stikluna fyrir heimildarmyndina Leaving Neverland.Vísir er í eigu Sýnar.
Bíó og sjónvarp Fjölmiðlar Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Sláandi stikla úr Leaving Neverland Tveir menn lýsa grófum kynferðisbrotum bandaríska söngvarans Michael Jacksons gegn þeim í nýrri heimildarmynd, Leaving Neverland, sem HBO mun sýna í tveimur hlutum 3. og 4. mars. 20. febrúar 2019 13:30 Lögmenn Michael Jackson undirbúa margra milljarða lögsókn gegn HBO Tveir menn lýsa grófum kynferðisbrotum bandaríska söngvarans Michael Jacksons gegn þeim í nýrri heimildarmynd, Leaving Neverland, sem HBO mun sýna í tveimur hlutum 3. og 4. mars. 22. febrúar 2019 13:30 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Sláandi stikla úr Leaving Neverland Tveir menn lýsa grófum kynferðisbrotum bandaríska söngvarans Michael Jacksons gegn þeim í nýrri heimildarmynd, Leaving Neverland, sem HBO mun sýna í tveimur hlutum 3. og 4. mars. 20. febrúar 2019 13:30
Lögmenn Michael Jackson undirbúa margra milljarða lögsókn gegn HBO Tveir menn lýsa grófum kynferðisbrotum bandaríska söngvarans Michael Jacksons gegn þeim í nýrri heimildarmynd, Leaving Neverland, sem HBO mun sýna í tveimur hlutum 3. og 4. mars. 22. febrúar 2019 13:30