Innlent

Fjórir handteknir á Dalvegi grunaðir um ölvunarakstur

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Alls voru fjórir ökumenn handteknir á Dalvegi í Kópavogi í dag grunaðir um að hafa keyrt undir áhrifum áfengis en einn þeirra reyndist hafa verið sviptur ökuréttindum.
Alls voru fjórir ökumenn handteknir á Dalvegi í Kópavogi í dag grunaðir um að hafa keyrt undir áhrifum áfengis en einn þeirra reyndist hafa verið sviptur ökuréttindum. vísir/vilhelm
Alls voru fjórir ökumenn handteknir á Dalvegi í Kópavogi í dag grunaðir um að hafa keyrt undir áhrifum áfengis en einn þeirra reyndist hafa verið sviptur ökuréttindum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Laust eftir klukkan tíu í morgun var ökumaður handtekinn á Dalvegi vegna ölvunaraksturs.

Stuttu síðar var annar ökumaður handtekinn einnig grunaður um akstur undir áhrifum áfengis.

Laust eftir klukkan 11:00 var þriðji ökumaðurinn handtekinn á Dalvegi grunaður sama brot og loks var fjórði ökumaðurinn handtekinn fyrir ölvunarakstur á Dalvegi stuttu síðar en sá hafði áður verðið sviptur ökuréttindum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×