Vestfirskir bæjarstjórar bjóða Google Maps birginn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. mars 2019 09:15 Hluti ábendingarinnar sem Jón Páll Hreinsson sendi til Google. Mynd/Jón Páll Hreinsson Bæjarstjórarnir í Bolungarvík og á Ísafirði eru ekki sáttir við þá staðreynd að sá hluti Vestfjarða þar sem bæjarfélögin eru staðsett er þakinn snjó allt árið um kring á Google Maps.Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri Bolungarvíkur, vakti athygli á þessari staðreynd á Facebook á dögunum. Þar sagði hann að snjómyndin færi „ferlega í taugarnar“ á honum. Því hafi hann, sem bæjarstjóri Bolungarvíkur, sent inn kvörtun til Google og farið fram á að sumarið fengi að njóta sín, líkt og á öðrum stöðum á Íslandi og víðar um heim. Þegar farið er inn á vef Google Maps og þysjað nær Bolungarvík og Ísafirði má glögglega sjá að þar ræður veturkonungur ríkjum allt árum um kring, eitthvað sem gildir ekki um önnur bæjarfélög á Íslandi. Og þessu vilja bæjarstjórarnir breyta. Í samtali við Vísi segir Jón Páll að líklega sé um baráttu á milli Davíðs og Golíats að ræða en erfiðlega hefur gengið að ná til Google með beiðni um leiðréttingu. Til samanburðar búa um þúsund manns í Bolungarvík, starfsmenn Google eru um hundrað þúsund.Ísfirðingurinn Jón Páll Hreinsson er bæjarstjóri í Bolungarvík.Ein ábending á dag kemur skapinu í lag „Það virkar allavega ekki að senda á google@google.com.“ segir Jón Páll í samtali við Vísi. Þess í stað hefur hann tekið upp á því að senda inn eina athugasemd á dag í gegnum ábendingarkerfi Google Maps. „Ég mun senda inn eina athugasemd á dag þangað til ég næ í gegn,“ segir Jón Páll sem hvetur aðra Vestfirðinga sem láta þetta fara í taugarnar á sér að senda einnig inn ábendingu. Segir hann að jafnvel þótt að oft sé snjór á Vestfjörðum gefi þetta ekki raunsanna mynd af stöðu mála allt árið um kring og að það að þessi hluti Vestfjarða sé alltaf þakinn snjó á Google Maps geti fælt ferðamenn frá svæðinu. Undir orð Jóns Páls tekur Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjórinn á Ísafirði.„Öll erum við einhvern tímann ferðamenn og það fyrsta sem við gerum þegar við erum að fara eitthvað er að velta því fyrir okkur hvert við eigum að fara,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi.Margir kannast ef til vill við að hafa litið á Google Maps til að skoða væntanlega áfangastaði út í heimi.„Við værum ekki að láta þetta fara fyrir brjóstið á okkur ef að þetta skipti ekki máli. Ef að maður setur sig bara í spor einhvers sem er að velta því fyrir sér hvort hann eigi að fara vestur eða norður, ef að þetta er það sem blasir við þér, þú ert kannski búinn að leigja þér Yaris, en það er allt grænt og fallegt annars staðar þá held ég að þú takir þetta inn í jöfnuna í ákvarðanatökunni hvert þig langar til að fara og hvort þú treystir þér til að fara,“ segir Guðmundur.Bolvíkingurinn Guðmundur Gunnarsson er bæjarstjóri á Ísafirði.Fréttablaðið/Sigtryggur AriFékk leiðréttingu á vef Wikipedia Segir hann að upplýsingafulltrúi bæjarsins, sem og forveri hans á stóli bæjarstjóra hafi í gegnum tíðina sent inn fjölmargar ábendingar inn til Google vegna málsins, án árangurs.Mögulega tekst Guðmundi betur til en hann hefur ágæta reynslu af því að fá hluti leiðrétta hjá stórum alþjóðlegum vefsíðum.„Nýlega var ég til dæmis að reyna fá það leiðrétt að myndin á mér á Wikipedia er alltaf sett með textanum sem fylgir pabba hennar Bjarkar. Þannig að ég er alltaf 74 ára gamall rafvirki á Wikipedia,“ segir Guðmundur og vísar þar til alnafna síns,Guðmundar Gunnarssonar, föður Bjarkar Guðmundsdóttur. Bæjarstjórinn er hins vegar er ekki lengur 74 ára gamall rafvirki á Wikipedia eftir að leiðréttingarbeiðni hans var tekin til greina.Hvetur Íslendinga sem starfa hjá Google til að hafa samband Þá bendir Guðmundur á að ósamræmi sé í myndbirtingu Google Maps af Ísafirði, sé farið í svokallað Street-View blasir við fallegur sumardagur. Svipaða sögu má segja um Bolungarvík, þó þar sé öllu blautara í Street-View en á Ísafirði. Líkt og sjá má er ekkert nema sól, sól, sól á Ísafirði þegar Google Street View er skoðað.Mynd/Google MapsSegja bæjarstjórarnir að jafnvel þótt að oft sé snjór á Vestfjörðum sé ósanngjarnt að svo sé um að lítast á Google Maps, 365 daga á ári.„Manni finnst svona, sérstaklega ef maður horfir á kortin af öðrum landsvæðum þá finnst manni að þetta ætti að vera örlítið raunsannara. Við höfum ekkert á móti snjónum og stundum erum við hérna gargandi okkur hás til að fá meiri snjó til að geta opnað skíðasvæðin en þetta er ekki alveg sú raunsanna mynd sem er frá degi til dags. Þetta er svolítið kuldalegt,“ segir Guðmundur.Vonast þeir báðir, Guðmundur og Jón Páll til þess að ná til Google. Jón Páll er með alla anga úti vegna málsins og vill hann fá liðsinni Íslendinga sem kunni að vinna hjá Google til þess að ná eyrum forráðamanna stórfyrirtækisins.„Ef það eru einhverjir Íslendingar sem vinna hjá Google þá geta þeir fundið númerið mitt á já.is“ Bolungarvík Ferðamennska á Íslandi Google Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Ísfirðingur ræður ríkjum í Bolungarvík Jón Páll Hreinsson er nýr bæjarstjóri í Bolungarvík. 8. júní 2016 10:09 Bæjarstjóri Bolungarvíkur bauð íbúum aðstoð sína við snjómokstur "Það segja mér fróðari menn að einhvern tímann hafi snjóað meira“ 17. janúar 2018 18:34 Eldhressir Íslendingar á Google Street View Vísi barst nokkrar skemmtilegar myndir frá lesendum sem urðu á vegi Google-bílanna. 11. október 2013 16:59 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Bæjarstjórarnir í Bolungarvík og á Ísafirði eru ekki sáttir við þá staðreynd að sá hluti Vestfjarða þar sem bæjarfélögin eru staðsett er þakinn snjó allt árið um kring á Google Maps.Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri Bolungarvíkur, vakti athygli á þessari staðreynd á Facebook á dögunum. Þar sagði hann að snjómyndin færi „ferlega í taugarnar“ á honum. Því hafi hann, sem bæjarstjóri Bolungarvíkur, sent inn kvörtun til Google og farið fram á að sumarið fengi að njóta sín, líkt og á öðrum stöðum á Íslandi og víðar um heim. Þegar farið er inn á vef Google Maps og þysjað nær Bolungarvík og Ísafirði má glögglega sjá að þar ræður veturkonungur ríkjum allt árum um kring, eitthvað sem gildir ekki um önnur bæjarfélög á Íslandi. Og þessu vilja bæjarstjórarnir breyta. Í samtali við Vísi segir Jón Páll að líklega sé um baráttu á milli Davíðs og Golíats að ræða en erfiðlega hefur gengið að ná til Google með beiðni um leiðréttingu. Til samanburðar búa um þúsund manns í Bolungarvík, starfsmenn Google eru um hundrað þúsund.Ísfirðingurinn Jón Páll Hreinsson er bæjarstjóri í Bolungarvík.Ein ábending á dag kemur skapinu í lag „Það virkar allavega ekki að senda á google@google.com.“ segir Jón Páll í samtali við Vísi. Þess í stað hefur hann tekið upp á því að senda inn eina athugasemd á dag í gegnum ábendingarkerfi Google Maps. „Ég mun senda inn eina athugasemd á dag þangað til ég næ í gegn,“ segir Jón Páll sem hvetur aðra Vestfirðinga sem láta þetta fara í taugarnar á sér að senda einnig inn ábendingu. Segir hann að jafnvel þótt að oft sé snjór á Vestfjörðum gefi þetta ekki raunsanna mynd af stöðu mála allt árið um kring og að það að þessi hluti Vestfjarða sé alltaf þakinn snjó á Google Maps geti fælt ferðamenn frá svæðinu. Undir orð Jóns Páls tekur Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjórinn á Ísafirði.„Öll erum við einhvern tímann ferðamenn og það fyrsta sem við gerum þegar við erum að fara eitthvað er að velta því fyrir okkur hvert við eigum að fara,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi.Margir kannast ef til vill við að hafa litið á Google Maps til að skoða væntanlega áfangastaði út í heimi.„Við værum ekki að láta þetta fara fyrir brjóstið á okkur ef að þetta skipti ekki máli. Ef að maður setur sig bara í spor einhvers sem er að velta því fyrir sér hvort hann eigi að fara vestur eða norður, ef að þetta er það sem blasir við þér, þú ert kannski búinn að leigja þér Yaris, en það er allt grænt og fallegt annars staðar þá held ég að þú takir þetta inn í jöfnuna í ákvarðanatökunni hvert þig langar til að fara og hvort þú treystir þér til að fara,“ segir Guðmundur.Bolvíkingurinn Guðmundur Gunnarsson er bæjarstjóri á Ísafirði.Fréttablaðið/Sigtryggur AriFékk leiðréttingu á vef Wikipedia Segir hann að upplýsingafulltrúi bæjarsins, sem og forveri hans á stóli bæjarstjóra hafi í gegnum tíðina sent inn fjölmargar ábendingar inn til Google vegna málsins, án árangurs.Mögulega tekst Guðmundi betur til en hann hefur ágæta reynslu af því að fá hluti leiðrétta hjá stórum alþjóðlegum vefsíðum.„Nýlega var ég til dæmis að reyna fá það leiðrétt að myndin á mér á Wikipedia er alltaf sett með textanum sem fylgir pabba hennar Bjarkar. Þannig að ég er alltaf 74 ára gamall rafvirki á Wikipedia,“ segir Guðmundur og vísar þar til alnafna síns,Guðmundar Gunnarssonar, föður Bjarkar Guðmundsdóttur. Bæjarstjórinn er hins vegar er ekki lengur 74 ára gamall rafvirki á Wikipedia eftir að leiðréttingarbeiðni hans var tekin til greina.Hvetur Íslendinga sem starfa hjá Google til að hafa samband Þá bendir Guðmundur á að ósamræmi sé í myndbirtingu Google Maps af Ísafirði, sé farið í svokallað Street-View blasir við fallegur sumardagur. Svipaða sögu má segja um Bolungarvík, þó þar sé öllu blautara í Street-View en á Ísafirði. Líkt og sjá má er ekkert nema sól, sól, sól á Ísafirði þegar Google Street View er skoðað.Mynd/Google MapsSegja bæjarstjórarnir að jafnvel þótt að oft sé snjór á Vestfjörðum sé ósanngjarnt að svo sé um að lítast á Google Maps, 365 daga á ári.„Manni finnst svona, sérstaklega ef maður horfir á kortin af öðrum landsvæðum þá finnst manni að þetta ætti að vera örlítið raunsannara. Við höfum ekkert á móti snjónum og stundum erum við hérna gargandi okkur hás til að fá meiri snjó til að geta opnað skíðasvæðin en þetta er ekki alveg sú raunsanna mynd sem er frá degi til dags. Þetta er svolítið kuldalegt,“ segir Guðmundur.Vonast þeir báðir, Guðmundur og Jón Páll til þess að ná til Google. Jón Páll er með alla anga úti vegna málsins og vill hann fá liðsinni Íslendinga sem kunni að vinna hjá Google til þess að ná eyrum forráðamanna stórfyrirtækisins.„Ef það eru einhverjir Íslendingar sem vinna hjá Google þá geta þeir fundið númerið mitt á já.is“
Bolungarvík Ferðamennska á Íslandi Google Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Ísfirðingur ræður ríkjum í Bolungarvík Jón Páll Hreinsson er nýr bæjarstjóri í Bolungarvík. 8. júní 2016 10:09 Bæjarstjóri Bolungarvíkur bauð íbúum aðstoð sína við snjómokstur "Það segja mér fróðari menn að einhvern tímann hafi snjóað meira“ 17. janúar 2018 18:34 Eldhressir Íslendingar á Google Street View Vísi barst nokkrar skemmtilegar myndir frá lesendum sem urðu á vegi Google-bílanna. 11. október 2013 16:59 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Ísfirðingur ræður ríkjum í Bolungarvík Jón Páll Hreinsson er nýr bæjarstjóri í Bolungarvík. 8. júní 2016 10:09
Bæjarstjóri Bolungarvíkur bauð íbúum aðstoð sína við snjómokstur "Það segja mér fróðari menn að einhvern tímann hafi snjóað meira“ 17. janúar 2018 18:34
Eldhressir Íslendingar á Google Street View Vísi barst nokkrar skemmtilegar myndir frá lesendum sem urðu á vegi Google-bílanna. 11. október 2013 16:59