Möguleg brot í Seðlabankanum ekki komin til lögreglu Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 7. mars 2019 06:15 Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis. Mynd/Alþingi Hugsanleg brot á ákvæðum um þagnarskyldu sem kunna að hafa verið framin í aðdraganda húsleitar hjá fyrirtækinu Samherja árið 2012 eru ekki komin á borð lögreglu samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þagnarskyldubrot eru fyrst kærð til lögreglu og fara svo eftir atvikum í ákæruferli hjá embætti héraðssaksóknara. Fyrir liggur hins vegar að héraðssaksóknari yrði vanhæfur til að fara með þetta tiltekna mál þar sem embætti sérstaks saksóknara tók þátt í hinni umdeildu húsleit með Seðlabankanum. Eins og fram kom á fundi umboðsmanns Alþingis með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í gær beindi hann því til forsætisráðherra að kalla þyrfti eftir upplýsingum um hver hafi verið hlutur starfs manna gjaldeyris eftir lits Seðlabankans í að upplýsa starfsmann Ríkisútvarpsins um fyrirhugaða húsleit hjá Samherja árið 2012, hver hafi tekið ákvörðun um að veita þær upplýsingar og hver hafi verið að koma og vitneskja yfirstjórnar bankans um þessi samskipti við Ríkisútvarpið. Vísar umboðsmaður meðal annars til bókarinnar Gjaldeyriseftirlitið – Vald án eftirlits eftir Björn Jón Bragason en í henni kemur fram að Helgi Seljan fréttamaður hafi verið með umfjöllun í vinnslu um meint brot fyrirtækisins á gjaldeyrislöggjöfinni. Þegar ákvörðun um að framkvæma húsleit hjá fyrirtækinu lá fyrir hafi menn óttast að umfjöllun Helga Seljan kynni að eyðileggja þá rannsókn og því verið óskað eftir því við Sigmar Guðmundsson, umsjónarmann Kastljóss, að beðið yrði með umfjöllunina en í staðinn fengi RÚV fyrst allra fjölmiðla upplýsingar um hvenær farið yrði af stað með málið. Í bréfi umboðsmanns til forsætisráðherra kemur fram að upplýsingar sem hann hafi fengið frá ónafngreindum aðila gefi enn frekar ástæðu til að kanna hlut starfsmanna Seðlabankans í fyrrgreindri upplýsingagjöf. Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Seðlabankinn Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Fleiri fréttir Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Sjá meira
Hugsanleg brot á ákvæðum um þagnarskyldu sem kunna að hafa verið framin í aðdraganda húsleitar hjá fyrirtækinu Samherja árið 2012 eru ekki komin á borð lögreglu samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þagnarskyldubrot eru fyrst kærð til lögreglu og fara svo eftir atvikum í ákæruferli hjá embætti héraðssaksóknara. Fyrir liggur hins vegar að héraðssaksóknari yrði vanhæfur til að fara með þetta tiltekna mál þar sem embætti sérstaks saksóknara tók þátt í hinni umdeildu húsleit með Seðlabankanum. Eins og fram kom á fundi umboðsmanns Alþingis með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í gær beindi hann því til forsætisráðherra að kalla þyrfti eftir upplýsingum um hver hafi verið hlutur starfs manna gjaldeyris eftir lits Seðlabankans í að upplýsa starfsmann Ríkisútvarpsins um fyrirhugaða húsleit hjá Samherja árið 2012, hver hafi tekið ákvörðun um að veita þær upplýsingar og hver hafi verið að koma og vitneskja yfirstjórnar bankans um þessi samskipti við Ríkisútvarpið. Vísar umboðsmaður meðal annars til bókarinnar Gjaldeyriseftirlitið – Vald án eftirlits eftir Björn Jón Bragason en í henni kemur fram að Helgi Seljan fréttamaður hafi verið með umfjöllun í vinnslu um meint brot fyrirtækisins á gjaldeyrislöggjöfinni. Þegar ákvörðun um að framkvæma húsleit hjá fyrirtækinu lá fyrir hafi menn óttast að umfjöllun Helga Seljan kynni að eyðileggja þá rannsókn og því verið óskað eftir því við Sigmar Guðmundsson, umsjónarmann Kastljóss, að beðið yrði með umfjöllunina en í staðinn fengi RÚV fyrst allra fjölmiðla upplýsingar um hvenær farið yrði af stað með málið. Í bréfi umboðsmanns til forsætisráðherra kemur fram að upplýsingar sem hann hafi fengið frá ónafngreindum aðila gefi enn frekar ástæðu til að kanna hlut starfsmanna Seðlabankans í fyrrgreindri upplýsingagjöf.
Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Seðlabankinn Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Fleiri fréttir Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Sjá meira