Gætu þurft að ganga mun lengra í aðgerðaplaninu Sighvatur Arnmundsson skrifar 7. mars 2019 06:45 Þau Sólveig Anna Jónsdóttir og Ragnar Þór Ingólfsson standa í ströngu þessa dagana. Fréttablaðið/Eyþór Ekki fékkst niðurstaða í Félagsdómi í gær um lögmæti boðaðs verkfalls Eflingar sem fara á fram á morgun. Atkvæðagreiðsla vegna næstu aðgerða hjá VR og Eflingu gengur hins vegar vel. Deiluaðilar munu hittast hjá ríkissáttasemjara í dag. Formaður VR er ekki bjartsýnn á að þar myndist umræðugrundvöllur. „Ég vona að það komi eitthvað fram á fundinum sem getur myndað einhvers konar umræðugrundvöll. Ég á samt ekki von á því miðað við hvernig afstaða Samtaka atvinnulífsins hefur verið gagnvart okkar kröfugerð,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um fund deiluaðila hjá ríkissáttasemjara í dag. Lögum samkvæmt verða aðilar að hittast innan fjórtán daga frá því að viðræðum er slitið og þurfti því að boða til fundarins í síðasta lagi í dag. Undirbúningur verkfallsaðgerða Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur heldur áfram. Varðandi framhaldið segir Ragnar að svo geti farið að ganga þurfi mun lengra í aðgerðaplaninu en orðið er til þess að fá samningsaðila að borðinu eins og gerst hafi 2015. „Þá var farið að glitta í að farið yrði í verkfallsaðgerðir eftir að allsherjarverkföll voru samþykkt. Þá fyrst komu menn að borðinu og ég á nú von á því að við klárum þetta áður en það kemur til átaka. Það er okkar stefna og einlæga von.“ Ekki fékkst hins vegar niðurstaða í Félagsdómi í gær um lögmæti boðunar fyrstu aðgerða Eflingar eins og búist var við. Það mun því ekki skýrast fyrr en í dag hvort hótelþernur muni leggja niður störf klukkan 10 í fyrramálið á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. VR náði í gær lágmarksþátttöku í atkvæðagreiðslu meðal sinna félagsmanna sem fyrirhugaðar aðgerðir munu ná til. „Við náðum þessum 20 prósentum í hádeginu. Við erum komin yfir lágmarkið á aðeins rúmlega sólarhring og ég er bara himinlifandi með þá niðurstöðu,“ segir Ragnar Þór. Atkvæðagreiðslan mun standa yfir þangað til 12. mars þannig að Ragnar segir að það stefni í mjög góða þátttöku. „Við erum búin að funda með trúnaðarmönnum á þeim vinnustöðum sem aðgerðirnar ná til. Fram undan eru svo fundir með sjálfu starfsfólkinu.“ Ragnar segir að margir félagsmenn hafi samband þessa dagana. „Í aðdraganda svona aðgerða hringja alltaf margir inn. Bæði þeir sem hafa áhyggjur og þeir sem eru að lýsa yfir stuðningi. Það er mjög eðlilegt. Það ber á meiri stuðningi en við höfum fundið fyrir áður.“ Um miðjan dag í gær hafði lágmarksþátttaka náðst í þremur af sjö verkfallsboðunum Eflingar. Verði aðgerðirnar samþykktar hjá VR og Eflingu og samningar takist ekki fyrir þann tíma myndu þeir starfsmenn sem um ræðir leggja niður störf 22. mars og aftur í tvo daga í lok mánaðarins. Fjögur þriggja daga verkföll í apríl myndu svo fylgja í kjölfarið og að lokum yrði farið í allsherjarverkfall frá og með 1. maí. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Ragnar Þór hrifinn af kjarapakkanum Meirihluti borgarstjórnar felldi í gær fjórar tillögur Sjálfstæðisflokksins sem lagðar voru fram til að liðka fyrir kjarasamningum. Borgarstjóri sagði tillögurnar lýðskrum. Formaður VR telur tillögurnar gott innlegg í umræðuna. 6. mars 2019 06:00 Setja alla orkuna í næsta verkfall ef málið tapast Formaður Eflingar segir að talsverður hópur félagsmanna hafi haft samband og kvartað undan óeðlilegum afskiptum atvinnurekenda af atkvæðagreiðslu Eflingar um verkföll. 6. mars 2019 15:03 Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Fleiri fréttir Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Sjá meira
Ekki fékkst niðurstaða í Félagsdómi í gær um lögmæti boðaðs verkfalls Eflingar sem fara á fram á morgun. Atkvæðagreiðsla vegna næstu aðgerða hjá VR og Eflingu gengur hins vegar vel. Deiluaðilar munu hittast hjá ríkissáttasemjara í dag. Formaður VR er ekki bjartsýnn á að þar myndist umræðugrundvöllur. „Ég vona að það komi eitthvað fram á fundinum sem getur myndað einhvers konar umræðugrundvöll. Ég á samt ekki von á því miðað við hvernig afstaða Samtaka atvinnulífsins hefur verið gagnvart okkar kröfugerð,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um fund deiluaðila hjá ríkissáttasemjara í dag. Lögum samkvæmt verða aðilar að hittast innan fjórtán daga frá því að viðræðum er slitið og þurfti því að boða til fundarins í síðasta lagi í dag. Undirbúningur verkfallsaðgerða Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur heldur áfram. Varðandi framhaldið segir Ragnar að svo geti farið að ganga þurfi mun lengra í aðgerðaplaninu en orðið er til þess að fá samningsaðila að borðinu eins og gerst hafi 2015. „Þá var farið að glitta í að farið yrði í verkfallsaðgerðir eftir að allsherjarverkföll voru samþykkt. Þá fyrst komu menn að borðinu og ég á nú von á því að við klárum þetta áður en það kemur til átaka. Það er okkar stefna og einlæga von.“ Ekki fékkst hins vegar niðurstaða í Félagsdómi í gær um lögmæti boðunar fyrstu aðgerða Eflingar eins og búist var við. Það mun því ekki skýrast fyrr en í dag hvort hótelþernur muni leggja niður störf klukkan 10 í fyrramálið á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. VR náði í gær lágmarksþátttöku í atkvæðagreiðslu meðal sinna félagsmanna sem fyrirhugaðar aðgerðir munu ná til. „Við náðum þessum 20 prósentum í hádeginu. Við erum komin yfir lágmarkið á aðeins rúmlega sólarhring og ég er bara himinlifandi með þá niðurstöðu,“ segir Ragnar Þór. Atkvæðagreiðslan mun standa yfir þangað til 12. mars þannig að Ragnar segir að það stefni í mjög góða þátttöku. „Við erum búin að funda með trúnaðarmönnum á þeim vinnustöðum sem aðgerðirnar ná til. Fram undan eru svo fundir með sjálfu starfsfólkinu.“ Ragnar segir að margir félagsmenn hafi samband þessa dagana. „Í aðdraganda svona aðgerða hringja alltaf margir inn. Bæði þeir sem hafa áhyggjur og þeir sem eru að lýsa yfir stuðningi. Það er mjög eðlilegt. Það ber á meiri stuðningi en við höfum fundið fyrir áður.“ Um miðjan dag í gær hafði lágmarksþátttaka náðst í þremur af sjö verkfallsboðunum Eflingar. Verði aðgerðirnar samþykktar hjá VR og Eflingu og samningar takist ekki fyrir þann tíma myndu þeir starfsmenn sem um ræðir leggja niður störf 22. mars og aftur í tvo daga í lok mánaðarins. Fjögur þriggja daga verkföll í apríl myndu svo fylgja í kjölfarið og að lokum yrði farið í allsherjarverkfall frá og með 1. maí.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Ragnar Þór hrifinn af kjarapakkanum Meirihluti borgarstjórnar felldi í gær fjórar tillögur Sjálfstæðisflokksins sem lagðar voru fram til að liðka fyrir kjarasamningum. Borgarstjóri sagði tillögurnar lýðskrum. Formaður VR telur tillögurnar gott innlegg í umræðuna. 6. mars 2019 06:00 Setja alla orkuna í næsta verkfall ef málið tapast Formaður Eflingar segir að talsverður hópur félagsmanna hafi haft samband og kvartað undan óeðlilegum afskiptum atvinnurekenda af atkvæðagreiðslu Eflingar um verkföll. 6. mars 2019 15:03 Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Fleiri fréttir Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Sjá meira
Ragnar Þór hrifinn af kjarapakkanum Meirihluti borgarstjórnar felldi í gær fjórar tillögur Sjálfstæðisflokksins sem lagðar voru fram til að liðka fyrir kjarasamningum. Borgarstjóri sagði tillögurnar lýðskrum. Formaður VR telur tillögurnar gott innlegg í umræðuna. 6. mars 2019 06:00
Setja alla orkuna í næsta verkfall ef málið tapast Formaður Eflingar segir að talsverður hópur félagsmanna hafi haft samband og kvartað undan óeðlilegum afskiptum atvinnurekenda af atkvæðagreiðslu Eflingar um verkföll. 6. mars 2019 15:03