Fagnaði með Cantona og Ferguson á meðan kallað var eftir því að hann fengi starfið Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. mars 2019 08:00 Eric Cantona, Sir Alex og Ole Gunnar voru hressir í gær. mynd/manchester united twitter Ole Gunnar Solskjær getur svo gott sem farið að kaupa sér nýtt hús í Manchester og undirbúa langa veru þar í borg sem knattspyrnustjóri Manchester United eftir kraftaverkið í París í gærkvöldi. Með tíu leikmenn meidda, Pogba í banni og kjúklinga á vellinum og á bekknum tókst Solskjær að vinna Paris Saint-Germain, 3-1, á útivelli eftir að hafa tapað 2-0 heima og þar með koma liðinu í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Allt ætlaði á hliðina hjá stuðningsmönnum Manchester United í gærkvöldi sem hafa ekki upplifað aðra eins gleði og ekta United-sigur í háa herrans tíð en gleðina mátti draga saman í eina stórkostlega mynd þar sem að Eric Cantona, Sir Alex Ferguson og Solskjær fögnuðu saman inni í klefa United.Legends. #MUFCpic.twitter.com/l7x74snTs6 — Manchester United (@ManUtd) March 6, 2019 Solskjær er nú búinn að vinna fjórtán af sautján leikjum sínum og tapa aðeins einum en á meðan að hann sinnti fjölmiðlum í gær og fór í viðtöl og fagnaði með strákunum sínum kölluðu sparkspekingar um allt England eftir því að hann yrði ráðinn til frambúðar á staðnum. „Ef hann fær ekki starfið á morgun er eitthvað að. Það verður að láta hann fá starfið. Hann breytti leikskipulaginu þrisvar eða fjórum sinnum í leiknum og tók stóra ákvörðun að taka Eric Bailly út af. Hann sýndi mér að hann á að fá þetta starf,“ sagði Charlie Adam, miðjumaður Stoke við BBC. „Ég sá þessi úrslit ekki fyrir en Ole Gunnar var hugrakkur þegar að hann valdi liðið. Hann var með þrjá unglinga á vellinum. Ole hefur fært liðinu aftur trú og á sama tíma og allir efuðust um Romelu Lukaku hefur hann öðlast nýtt líf undir hans stjórn,“ sagði Rio Ferdinand, fyrrverandi miðvörður Manchester United. „Þvílíkur munur að sjá liðið. Allur andinn hefur breyst og það er í raun bara svolítið óhugnalegt fyrir önnur lið að United hafi komist áfram. Þegar að United dróst á móti PSG datt mér ekki í hug að liðið kæmist áfram því það var að spila svo skelfilegan fótbolta undir stjórn José Mourinho,“ sagði Michael Owen, fyrrverandi framherji Manchester United. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Solskjær: Þetta er Manchester United Ole Gunnar Solskjær var skiljanlega í skýjunum með ótrúlegan sigur Manchester United á Paris Saint-German í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 6. mars 2019 23:04 Neymar brjálaður yfir vítadómnum: Fjórir menn sem vita ekkert um fótbolta Neymar þurfti að horfa á úr stúkunni þegar liðsfélagar hans féllu úr leik í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 6. mars 2019 23:16 Rashford skaut United áfram úr VAR-víti Manchester United er komið í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir ótrúlega frammistöðu á Parc des Princes þar sem vítaspyrna dæmd eftir myndbandsdómgæslu réði úrslitum. 6. mars 2019 22:00 Vítaspyrnan örlagaríka sú fyrsta sem Rashford tók Marcus Rashford tryggði Manchester United sögulegan sigur á Paris Saint-Germain í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. 7. mars 2019 06:00 Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Fleiri fréttir Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Sjá meira
Ole Gunnar Solskjær getur svo gott sem farið að kaupa sér nýtt hús í Manchester og undirbúa langa veru þar í borg sem knattspyrnustjóri Manchester United eftir kraftaverkið í París í gærkvöldi. Með tíu leikmenn meidda, Pogba í banni og kjúklinga á vellinum og á bekknum tókst Solskjær að vinna Paris Saint-Germain, 3-1, á útivelli eftir að hafa tapað 2-0 heima og þar með koma liðinu í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Allt ætlaði á hliðina hjá stuðningsmönnum Manchester United í gærkvöldi sem hafa ekki upplifað aðra eins gleði og ekta United-sigur í háa herrans tíð en gleðina mátti draga saman í eina stórkostlega mynd þar sem að Eric Cantona, Sir Alex Ferguson og Solskjær fögnuðu saman inni í klefa United.Legends. #MUFCpic.twitter.com/l7x74snTs6 — Manchester United (@ManUtd) March 6, 2019 Solskjær er nú búinn að vinna fjórtán af sautján leikjum sínum og tapa aðeins einum en á meðan að hann sinnti fjölmiðlum í gær og fór í viðtöl og fagnaði með strákunum sínum kölluðu sparkspekingar um allt England eftir því að hann yrði ráðinn til frambúðar á staðnum. „Ef hann fær ekki starfið á morgun er eitthvað að. Það verður að láta hann fá starfið. Hann breytti leikskipulaginu þrisvar eða fjórum sinnum í leiknum og tók stóra ákvörðun að taka Eric Bailly út af. Hann sýndi mér að hann á að fá þetta starf,“ sagði Charlie Adam, miðjumaður Stoke við BBC. „Ég sá þessi úrslit ekki fyrir en Ole Gunnar var hugrakkur þegar að hann valdi liðið. Hann var með þrjá unglinga á vellinum. Ole hefur fært liðinu aftur trú og á sama tíma og allir efuðust um Romelu Lukaku hefur hann öðlast nýtt líf undir hans stjórn,“ sagði Rio Ferdinand, fyrrverandi miðvörður Manchester United. „Þvílíkur munur að sjá liðið. Allur andinn hefur breyst og það er í raun bara svolítið óhugnalegt fyrir önnur lið að United hafi komist áfram. Þegar að United dróst á móti PSG datt mér ekki í hug að liðið kæmist áfram því það var að spila svo skelfilegan fótbolta undir stjórn José Mourinho,“ sagði Michael Owen, fyrrverandi framherji Manchester United.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Solskjær: Þetta er Manchester United Ole Gunnar Solskjær var skiljanlega í skýjunum með ótrúlegan sigur Manchester United á Paris Saint-German í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 6. mars 2019 23:04 Neymar brjálaður yfir vítadómnum: Fjórir menn sem vita ekkert um fótbolta Neymar þurfti að horfa á úr stúkunni þegar liðsfélagar hans féllu úr leik í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 6. mars 2019 23:16 Rashford skaut United áfram úr VAR-víti Manchester United er komið í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir ótrúlega frammistöðu á Parc des Princes þar sem vítaspyrna dæmd eftir myndbandsdómgæslu réði úrslitum. 6. mars 2019 22:00 Vítaspyrnan örlagaríka sú fyrsta sem Rashford tók Marcus Rashford tryggði Manchester United sögulegan sigur á Paris Saint-Germain í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. 7. mars 2019 06:00 Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Fleiri fréttir Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Sjá meira
Solskjær: Þetta er Manchester United Ole Gunnar Solskjær var skiljanlega í skýjunum með ótrúlegan sigur Manchester United á Paris Saint-German í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 6. mars 2019 23:04
Neymar brjálaður yfir vítadómnum: Fjórir menn sem vita ekkert um fótbolta Neymar þurfti að horfa á úr stúkunni þegar liðsfélagar hans féllu úr leik í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 6. mars 2019 23:16
Rashford skaut United áfram úr VAR-víti Manchester United er komið í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir ótrúlega frammistöðu á Parc des Princes þar sem vítaspyrna dæmd eftir myndbandsdómgæslu réði úrslitum. 6. mars 2019 22:00
Vítaspyrnan örlagaríka sú fyrsta sem Rashford tók Marcus Rashford tryggði Manchester United sögulegan sigur á Paris Saint-Germain í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. 7. mars 2019 06:00