Neville við Solskjær: Hversu langan samning viltu, hvað viltu í laun og hvar á styttan að vera? Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. mars 2019 09:00 Gary Neville og Ole Gunnar á góðri stundu. vísir/getty „Ég er með þrjár snöggar spurningar fyrir þig: Hversu langan samning viltu, hvað viltu í laun og hvar viltu fá styttuna af þér?“ Þetta voru fyrstu spurningar Gary Neville, fyrrverandi fyrirliða Manchester United, til Ole Gunnar Solskjær þegar að sparkspekingurinn núverandi tók viðtal við Norðmanninn fyrir beIN-sports eftir kraftaverkið í París í gærkvöldi. Hann, eins og fleiri, vill að Solskjær verði ráðinn til frambúðar. „Þetta var frábært kvöld, ekki satt? Ég ætla bara að gera mitt besta fram á sumarið og sjá svo hvað félagið ákveður að gera,“ svaraði Solskjær hógvær eftir að snúa við 2-0 stöðu úr fyrri leiknum og komast áfram með 3-1 sigri á Prinsavöllum.Neville er staðráðinn í að Solskjær eigi að fá starfið og sagði þeim norska og fyrrverandi samherja sínum að það væri bara eitt í stöðunni fyrir forsvarsmenn United að gera. „Ég heyri að þú heldur áfram að segja þetta en þetta er bara kvöld sem við verðum að muna eftir. Þetta var Manchester United-andinn. Það var svo frábært að hitta Sir Alex inn í klefa eftir leik. Þetta var geggjað kvöld,“ sagði Solskjær. Neville sagði Solskjær að það væri augljóst að leikmennirnir elskuðu hann en hógvær Solskjær sagði leikmennina vissulega hafa gaman að honum og þjálfarateymi hans en þetta væri allt liðsvinna. „Ég held að leikmennirnir njóti þess að spila undir okkar stjórn en við viljum bara að þeir bæti sig og upplifi kvöld eins og þetta. Við gerðum það nú saman hérna á sínum tíma,“ sagði Ole Gunnar Solskjær. How long would you like on your contract? What do you want your salary to be? Where would you like your statue?@GNev2 puts the big questions to Ole Gunnar Solskjaer!https://t.co/0OKMYBJ8Ca#beINUCL #UCL #MUFC #PSGMUN pic.twitter.com/drUsFRfbao— beIN SPORTS (@beINSPORTS) March 6, 2019 Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Fagnaði með Cantona og Ferguson á meðan kallað var eftir því að hann fengi starfið Ole Gunnar Solskjær er að reyna að setja einhver met í að vera elskaður á einum stað. 7. mars 2019 08:00 Solskjær: Þetta er Manchester United Ole Gunnar Solskjær var skiljanlega í skýjunum með ótrúlegan sigur Manchester United á Paris Saint-German í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 6. mars 2019 23:04 Neymar brjálaður yfir vítadómnum: Fjórir menn sem vita ekkert um fótbolta Neymar þurfti að horfa á úr stúkunni þegar liðsfélagar hans féllu úr leik í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 6. mars 2019 23:16 Rashford skaut United áfram úr VAR-víti Manchester United er komið í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir ótrúlega frammistöðu á Parc des Princes þar sem vítaspyrna dæmd eftir myndbandsdómgæslu réði úrslitum. 6. mars 2019 22:00 Vítaspyrnan örlagaríka sú fyrsta sem Rashford tók Marcus Rashford tryggði Manchester United sögulegan sigur á Paris Saint-Germain í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. 7. mars 2019 06:00 Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Fleiri fréttir Auðun tekur við Þrótti Vogum Messi var óánægður hjá PSG „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Hefur Amorim bætt Man United? Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Asensio skaut Villa áfram Albert kom við sögu í naumum sigri Bayern kom til baka gegn Stuttgart Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Ísak Bergmann skoraði í leik sem mátti ekki tapast en tapaðist samt Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Sjá meira
„Ég er með þrjár snöggar spurningar fyrir þig: Hversu langan samning viltu, hvað viltu í laun og hvar viltu fá styttuna af þér?“ Þetta voru fyrstu spurningar Gary Neville, fyrrverandi fyrirliða Manchester United, til Ole Gunnar Solskjær þegar að sparkspekingurinn núverandi tók viðtal við Norðmanninn fyrir beIN-sports eftir kraftaverkið í París í gærkvöldi. Hann, eins og fleiri, vill að Solskjær verði ráðinn til frambúðar. „Þetta var frábært kvöld, ekki satt? Ég ætla bara að gera mitt besta fram á sumarið og sjá svo hvað félagið ákveður að gera,“ svaraði Solskjær hógvær eftir að snúa við 2-0 stöðu úr fyrri leiknum og komast áfram með 3-1 sigri á Prinsavöllum.Neville er staðráðinn í að Solskjær eigi að fá starfið og sagði þeim norska og fyrrverandi samherja sínum að það væri bara eitt í stöðunni fyrir forsvarsmenn United að gera. „Ég heyri að þú heldur áfram að segja þetta en þetta er bara kvöld sem við verðum að muna eftir. Þetta var Manchester United-andinn. Það var svo frábært að hitta Sir Alex inn í klefa eftir leik. Þetta var geggjað kvöld,“ sagði Solskjær. Neville sagði Solskjær að það væri augljóst að leikmennirnir elskuðu hann en hógvær Solskjær sagði leikmennina vissulega hafa gaman að honum og þjálfarateymi hans en þetta væri allt liðsvinna. „Ég held að leikmennirnir njóti þess að spila undir okkar stjórn en við viljum bara að þeir bæti sig og upplifi kvöld eins og þetta. Við gerðum það nú saman hérna á sínum tíma,“ sagði Ole Gunnar Solskjær. How long would you like on your contract? What do you want your salary to be? Where would you like your statue?@GNev2 puts the big questions to Ole Gunnar Solskjaer!https://t.co/0OKMYBJ8Ca#beINUCL #UCL #MUFC #PSGMUN pic.twitter.com/drUsFRfbao— beIN SPORTS (@beINSPORTS) March 6, 2019
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Fagnaði með Cantona og Ferguson á meðan kallað var eftir því að hann fengi starfið Ole Gunnar Solskjær er að reyna að setja einhver met í að vera elskaður á einum stað. 7. mars 2019 08:00 Solskjær: Þetta er Manchester United Ole Gunnar Solskjær var skiljanlega í skýjunum með ótrúlegan sigur Manchester United á Paris Saint-German í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 6. mars 2019 23:04 Neymar brjálaður yfir vítadómnum: Fjórir menn sem vita ekkert um fótbolta Neymar þurfti að horfa á úr stúkunni þegar liðsfélagar hans féllu úr leik í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 6. mars 2019 23:16 Rashford skaut United áfram úr VAR-víti Manchester United er komið í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir ótrúlega frammistöðu á Parc des Princes þar sem vítaspyrna dæmd eftir myndbandsdómgæslu réði úrslitum. 6. mars 2019 22:00 Vítaspyrnan örlagaríka sú fyrsta sem Rashford tók Marcus Rashford tryggði Manchester United sögulegan sigur á Paris Saint-Germain í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. 7. mars 2019 06:00 Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Fleiri fréttir Auðun tekur við Þrótti Vogum Messi var óánægður hjá PSG „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Hefur Amorim bætt Man United? Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Asensio skaut Villa áfram Albert kom við sögu í naumum sigri Bayern kom til baka gegn Stuttgart Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Ísak Bergmann skoraði í leik sem mátti ekki tapast en tapaðist samt Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Sjá meira
Fagnaði með Cantona og Ferguson á meðan kallað var eftir því að hann fengi starfið Ole Gunnar Solskjær er að reyna að setja einhver met í að vera elskaður á einum stað. 7. mars 2019 08:00
Solskjær: Þetta er Manchester United Ole Gunnar Solskjær var skiljanlega í skýjunum með ótrúlegan sigur Manchester United á Paris Saint-German í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 6. mars 2019 23:04
Neymar brjálaður yfir vítadómnum: Fjórir menn sem vita ekkert um fótbolta Neymar þurfti að horfa á úr stúkunni þegar liðsfélagar hans féllu úr leik í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 6. mars 2019 23:16
Rashford skaut United áfram úr VAR-víti Manchester United er komið í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir ótrúlega frammistöðu á Parc des Princes þar sem vítaspyrna dæmd eftir myndbandsdómgæslu réði úrslitum. 6. mars 2019 22:00
Vítaspyrnan örlagaríka sú fyrsta sem Rashford tók Marcus Rashford tryggði Manchester United sögulegan sigur á Paris Saint-Germain í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. 7. mars 2019 06:00