„Við fáum að halda kvennaverkfall á morgun“ Margrét Helga Erlingsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 7. mars 2019 13:22 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, eftir að dómur var kveðinn upp í dag. vísir/vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, var sigri hrósandi eftir að Félagsdómur komst að þeirri niðurstöðu að boðað verkfall stéttarfélagsins á morgun er löglegt. Heimir Már Pétursson, fréttamaður, ræddi við Sólveigu Önnu og Karl Ó. Karlsson, lögmann Eflingar, strax eftir að dómur var kveðinn upp. „Þetta fór eins vel og hugsast gat. […] Já, við fáum að halda kvennaverkfall á morgun,“ voru fyrstu viðbrögð Sólveigar Önnu þegar hún kom út úr dómsal Félagsdóms rétt eftir klukkan 13 en morgundagurinn, 8. mars, er alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Spurð hvort þetta væri léttir eftir allt sem á undan væri gengið sagði Sólveig Anna: „Mér er kannski ekkert endilega létt. Ég er bara sigri hrósandi og ótrúlega glöð.“Klofinn FélagsdómurEn var aldrei vafi í huga lögmannsins? „Það er náttúrulega alltaf vafi og náttúrulega rök á báða bóga. Dómurinn klofnaði. Meirihlutinn, fjórir töldu að það væri rétt að sýkna, einn vildi dæma verkfallið ólögmætt þannig að verkfallið stendur,“ sagði Karl. Nú stendur yfir atkvæðagreiðsla um fleiri verkfallsboðanir hjá Eflingu og segir Sólveig Anna að niðurstaða Félagsdóms gefi væntanlega einhverja góða von um þá atkvæðagreiðslu. Alls munu um 700 félagsmenn í Eflingu, það eru þernur á hótelum og gistiheimilum, leggja niður störf klukkan 10 í fyrramálið. Sólveig Anna á ekki von á öðru en að allt muni fara friðsamlega fram en verkfallið nær til þeirra sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum á höfuðborgarsvæðinu, í Grímsnes- og Grafningshreppi, Kjósarsýslu að Botnsá, í Hveragerði og Ölfusi. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að það hafi vaknað sá grunur að Samtök atvinnulífsins hafi verið að beita lagaklækjum til þess að koma í veg fyrir að fólk gæti nýtt sér lýðræðisleg og stjórnarskrárvarin réttindi. Hann segir að sá grunur vakni vegna þess hversu veikur fótur hafi verið fyrir málinu. „Ég las mig í gegnum þessar greinagerðir, bæði frá SA og sem Karl lögmaður okkar gerði, þó ég sé leikmaður þá verð ég að viðurkenna að ég gat aldrei skilið þennan málatilbúnað,“ segir Viðar.Fréttin hefur verið uppfærð. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Segja yfirmenn hafa í hótunum vegna verkfallsboðunar Efling hefur fengið vitneskju um tilfelli þar sem atvinnurekendur á félagssvæði Eflingar hafa haft óeðlileg afskipti af þátttöku félagsmanna í atkvæðagreiðslum um verkfallsboðun. 5. mars 2019 14:30 Verkfall Eflingar löglegt og hefst í fyrramálið Félagsdómur dæmdi í dag boðað verkfall Eflingar á morgun löglegt. Um 700 félagsmenn Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum munu því leggja niður störf klukkan 10 í fyrramálið. 7. mars 2019 13:02 Dómurinn kemur SA á óvart Ragnar Árnason, lögmaður Samtaka atvinnulífsins, segir að niðurstaða félagsdóms í máli SA gegn Eflingu hafi komið sér verulega á óvart. 7. mars 2019 13:20 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, var sigri hrósandi eftir að Félagsdómur komst að þeirri niðurstöðu að boðað verkfall stéttarfélagsins á morgun er löglegt. Heimir Már Pétursson, fréttamaður, ræddi við Sólveigu Önnu og Karl Ó. Karlsson, lögmann Eflingar, strax eftir að dómur var kveðinn upp. „Þetta fór eins vel og hugsast gat. […] Já, við fáum að halda kvennaverkfall á morgun,“ voru fyrstu viðbrögð Sólveigar Önnu þegar hún kom út úr dómsal Félagsdóms rétt eftir klukkan 13 en morgundagurinn, 8. mars, er alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Spurð hvort þetta væri léttir eftir allt sem á undan væri gengið sagði Sólveig Anna: „Mér er kannski ekkert endilega létt. Ég er bara sigri hrósandi og ótrúlega glöð.“Klofinn FélagsdómurEn var aldrei vafi í huga lögmannsins? „Það er náttúrulega alltaf vafi og náttúrulega rök á báða bóga. Dómurinn klofnaði. Meirihlutinn, fjórir töldu að það væri rétt að sýkna, einn vildi dæma verkfallið ólögmætt þannig að verkfallið stendur,“ sagði Karl. Nú stendur yfir atkvæðagreiðsla um fleiri verkfallsboðanir hjá Eflingu og segir Sólveig Anna að niðurstaða Félagsdóms gefi væntanlega einhverja góða von um þá atkvæðagreiðslu. Alls munu um 700 félagsmenn í Eflingu, það eru þernur á hótelum og gistiheimilum, leggja niður störf klukkan 10 í fyrramálið. Sólveig Anna á ekki von á öðru en að allt muni fara friðsamlega fram en verkfallið nær til þeirra sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum á höfuðborgarsvæðinu, í Grímsnes- og Grafningshreppi, Kjósarsýslu að Botnsá, í Hveragerði og Ölfusi. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að það hafi vaknað sá grunur að Samtök atvinnulífsins hafi verið að beita lagaklækjum til þess að koma í veg fyrir að fólk gæti nýtt sér lýðræðisleg og stjórnarskrárvarin réttindi. Hann segir að sá grunur vakni vegna þess hversu veikur fótur hafi verið fyrir málinu. „Ég las mig í gegnum þessar greinagerðir, bæði frá SA og sem Karl lögmaður okkar gerði, þó ég sé leikmaður þá verð ég að viðurkenna að ég gat aldrei skilið þennan málatilbúnað,“ segir Viðar.Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Segja yfirmenn hafa í hótunum vegna verkfallsboðunar Efling hefur fengið vitneskju um tilfelli þar sem atvinnurekendur á félagssvæði Eflingar hafa haft óeðlileg afskipti af þátttöku félagsmanna í atkvæðagreiðslum um verkfallsboðun. 5. mars 2019 14:30 Verkfall Eflingar löglegt og hefst í fyrramálið Félagsdómur dæmdi í dag boðað verkfall Eflingar á morgun löglegt. Um 700 félagsmenn Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum munu því leggja niður störf klukkan 10 í fyrramálið. 7. mars 2019 13:02 Dómurinn kemur SA á óvart Ragnar Árnason, lögmaður Samtaka atvinnulífsins, segir að niðurstaða félagsdóms í máli SA gegn Eflingu hafi komið sér verulega á óvart. 7. mars 2019 13:20 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira
Segja yfirmenn hafa í hótunum vegna verkfallsboðunar Efling hefur fengið vitneskju um tilfelli þar sem atvinnurekendur á félagssvæði Eflingar hafa haft óeðlileg afskipti af þátttöku félagsmanna í atkvæðagreiðslum um verkfallsboðun. 5. mars 2019 14:30
Verkfall Eflingar löglegt og hefst í fyrramálið Félagsdómur dæmdi í dag boðað verkfall Eflingar á morgun löglegt. Um 700 félagsmenn Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum munu því leggja niður störf klukkan 10 í fyrramálið. 7. mars 2019 13:02
Dómurinn kemur SA á óvart Ragnar Árnason, lögmaður Samtaka atvinnulífsins, segir að niðurstaða félagsdóms í máli SA gegn Eflingu hafi komið sér verulega á óvart. 7. mars 2019 13:20