„Við fáum að halda kvennaverkfall á morgun“ Margrét Helga Erlingsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 7. mars 2019 13:22 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, eftir að dómur var kveðinn upp í dag. vísir/vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, var sigri hrósandi eftir að Félagsdómur komst að þeirri niðurstöðu að boðað verkfall stéttarfélagsins á morgun er löglegt. Heimir Már Pétursson, fréttamaður, ræddi við Sólveigu Önnu og Karl Ó. Karlsson, lögmann Eflingar, strax eftir að dómur var kveðinn upp. „Þetta fór eins vel og hugsast gat. […] Já, við fáum að halda kvennaverkfall á morgun,“ voru fyrstu viðbrögð Sólveigar Önnu þegar hún kom út úr dómsal Félagsdóms rétt eftir klukkan 13 en morgundagurinn, 8. mars, er alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Spurð hvort þetta væri léttir eftir allt sem á undan væri gengið sagði Sólveig Anna: „Mér er kannski ekkert endilega létt. Ég er bara sigri hrósandi og ótrúlega glöð.“Klofinn FélagsdómurEn var aldrei vafi í huga lögmannsins? „Það er náttúrulega alltaf vafi og náttúrulega rök á báða bóga. Dómurinn klofnaði. Meirihlutinn, fjórir töldu að það væri rétt að sýkna, einn vildi dæma verkfallið ólögmætt þannig að verkfallið stendur,“ sagði Karl. Nú stendur yfir atkvæðagreiðsla um fleiri verkfallsboðanir hjá Eflingu og segir Sólveig Anna að niðurstaða Félagsdóms gefi væntanlega einhverja góða von um þá atkvæðagreiðslu. Alls munu um 700 félagsmenn í Eflingu, það eru þernur á hótelum og gistiheimilum, leggja niður störf klukkan 10 í fyrramálið. Sólveig Anna á ekki von á öðru en að allt muni fara friðsamlega fram en verkfallið nær til þeirra sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum á höfuðborgarsvæðinu, í Grímsnes- og Grafningshreppi, Kjósarsýslu að Botnsá, í Hveragerði og Ölfusi. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að það hafi vaknað sá grunur að Samtök atvinnulífsins hafi verið að beita lagaklækjum til þess að koma í veg fyrir að fólk gæti nýtt sér lýðræðisleg og stjórnarskrárvarin réttindi. Hann segir að sá grunur vakni vegna þess hversu veikur fótur hafi verið fyrir málinu. „Ég las mig í gegnum þessar greinagerðir, bæði frá SA og sem Karl lögmaður okkar gerði, þó ég sé leikmaður þá verð ég að viðurkenna að ég gat aldrei skilið þennan málatilbúnað,“ segir Viðar.Fréttin hefur verið uppfærð. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Segja yfirmenn hafa í hótunum vegna verkfallsboðunar Efling hefur fengið vitneskju um tilfelli þar sem atvinnurekendur á félagssvæði Eflingar hafa haft óeðlileg afskipti af þátttöku félagsmanna í atkvæðagreiðslum um verkfallsboðun. 5. mars 2019 14:30 Verkfall Eflingar löglegt og hefst í fyrramálið Félagsdómur dæmdi í dag boðað verkfall Eflingar á morgun löglegt. Um 700 félagsmenn Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum munu því leggja niður störf klukkan 10 í fyrramálið. 7. mars 2019 13:02 Dómurinn kemur SA á óvart Ragnar Árnason, lögmaður Samtaka atvinnulífsins, segir að niðurstaða félagsdóms í máli SA gegn Eflingu hafi komið sér verulega á óvart. 7. mars 2019 13:20 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Dæla tölvupóstum á ráðherra Innlent Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, var sigri hrósandi eftir að Félagsdómur komst að þeirri niðurstöðu að boðað verkfall stéttarfélagsins á morgun er löglegt. Heimir Már Pétursson, fréttamaður, ræddi við Sólveigu Önnu og Karl Ó. Karlsson, lögmann Eflingar, strax eftir að dómur var kveðinn upp. „Þetta fór eins vel og hugsast gat. […] Já, við fáum að halda kvennaverkfall á morgun,“ voru fyrstu viðbrögð Sólveigar Önnu þegar hún kom út úr dómsal Félagsdóms rétt eftir klukkan 13 en morgundagurinn, 8. mars, er alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Spurð hvort þetta væri léttir eftir allt sem á undan væri gengið sagði Sólveig Anna: „Mér er kannski ekkert endilega létt. Ég er bara sigri hrósandi og ótrúlega glöð.“Klofinn FélagsdómurEn var aldrei vafi í huga lögmannsins? „Það er náttúrulega alltaf vafi og náttúrulega rök á báða bóga. Dómurinn klofnaði. Meirihlutinn, fjórir töldu að það væri rétt að sýkna, einn vildi dæma verkfallið ólögmætt þannig að verkfallið stendur,“ sagði Karl. Nú stendur yfir atkvæðagreiðsla um fleiri verkfallsboðanir hjá Eflingu og segir Sólveig Anna að niðurstaða Félagsdóms gefi væntanlega einhverja góða von um þá atkvæðagreiðslu. Alls munu um 700 félagsmenn í Eflingu, það eru þernur á hótelum og gistiheimilum, leggja niður störf klukkan 10 í fyrramálið. Sólveig Anna á ekki von á öðru en að allt muni fara friðsamlega fram en verkfallið nær til þeirra sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum á höfuðborgarsvæðinu, í Grímsnes- og Grafningshreppi, Kjósarsýslu að Botnsá, í Hveragerði og Ölfusi. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að það hafi vaknað sá grunur að Samtök atvinnulífsins hafi verið að beita lagaklækjum til þess að koma í veg fyrir að fólk gæti nýtt sér lýðræðisleg og stjórnarskrárvarin réttindi. Hann segir að sá grunur vakni vegna þess hversu veikur fótur hafi verið fyrir málinu. „Ég las mig í gegnum þessar greinagerðir, bæði frá SA og sem Karl lögmaður okkar gerði, þó ég sé leikmaður þá verð ég að viðurkenna að ég gat aldrei skilið þennan málatilbúnað,“ segir Viðar.Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Segja yfirmenn hafa í hótunum vegna verkfallsboðunar Efling hefur fengið vitneskju um tilfelli þar sem atvinnurekendur á félagssvæði Eflingar hafa haft óeðlileg afskipti af þátttöku félagsmanna í atkvæðagreiðslum um verkfallsboðun. 5. mars 2019 14:30 Verkfall Eflingar löglegt og hefst í fyrramálið Félagsdómur dæmdi í dag boðað verkfall Eflingar á morgun löglegt. Um 700 félagsmenn Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum munu því leggja niður störf klukkan 10 í fyrramálið. 7. mars 2019 13:02 Dómurinn kemur SA á óvart Ragnar Árnason, lögmaður Samtaka atvinnulífsins, segir að niðurstaða félagsdóms í máli SA gegn Eflingu hafi komið sér verulega á óvart. 7. mars 2019 13:20 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Dæla tölvupóstum á ráðherra Innlent Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Sjá meira
Segja yfirmenn hafa í hótunum vegna verkfallsboðunar Efling hefur fengið vitneskju um tilfelli þar sem atvinnurekendur á félagssvæði Eflingar hafa haft óeðlileg afskipti af þátttöku félagsmanna í atkvæðagreiðslum um verkfallsboðun. 5. mars 2019 14:30
Verkfall Eflingar löglegt og hefst í fyrramálið Félagsdómur dæmdi í dag boðað verkfall Eflingar á morgun löglegt. Um 700 félagsmenn Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum munu því leggja niður störf klukkan 10 í fyrramálið. 7. mars 2019 13:02
Dómurinn kemur SA á óvart Ragnar Árnason, lögmaður Samtaka atvinnulífsins, segir að niðurstaða félagsdóms í máli SA gegn Eflingu hafi komið sér verulega á óvart. 7. mars 2019 13:20