Starfsfólk PSG þurfti að halda Neymar frá því að ráðast inn til dómaranna Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. mars 2019 11:00 Damir Skomina benti á punktinn eftir að skoða VAR. vísir/getty Paris Saint-Germain tapaði fyrir Manchester United á miðvikudagskvöldið í seinni leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta, 3-1, eftir að vinna fyrri leikinn sannfærandi, 2-0, á heimavelli. Sigurinn var dramatískur í meira lagi en Damir Skomina, slóvenskur dómari leiksins, dæmdi VAR-víti í uppbótartíma sem að Marcus Rashford skoraði úr en það mark skaut United í átta liða úrslitin á kostnað PSG. Brasilíumaðurinn Neymar gat ekki tekið þátt í leiknum vegna meiðsla en hann stóð bálreiður á hliðarlínunni síðustu mínúturnar og var ekki skemmt þegar að Skomina benti á vítapunktinn.Franskir fjölmiðlar greina frá því að Neymar hafi gjörsamlega bilast í leikslok og reynt að komast að dómurunum en hann gat ekki sætt sig við úrslitin og að hans mati óréttlætið í dómgæslunni. Franska útvarpsstöðin RMC segir frá því að inn í leikmannagöngunum eftir leik hafi starfsfólk PSG hreinlega þurft að halda Neymar aftur svo hann myndi ekki æða inn í búningsherbergi dómaranna á Prinsavöllum í París. Í sömu frétt segir að Nasser al-Khelaifi, forseti PSG, hafi ekki verið neitt mikið glaðari og tekið reiði sína út á hurð einni í göngunum. Neymar lét dómarana heyra það á Instagram eftir leik og sagði þeim að fara til fjandans en Brasilíumaðurinn gæti átt yfir höfði sér nokkurra leikja Evrópuleikjabann fyrir framkomu sína. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Margir gleðjast yfir óförum tveggja af óvinsælustu knattspyrnumönnum heims Real Madrid og Paris Saint Germain ætluðu sér að vera að spila Meistaradeildarfótbolta í maí en í staðinn léku þau bæði sinn síðasta Meistaradeildarleik á tímabilinu í byrjun mars. 7. mars 2019 12:00 Peningarnir breyta þér ekki í sigurvegara: Klúðursaga PSG í Meistaradeildinni Eigendur Paris Saint Germain dreyma um að vinna Meistaradeildina en í gær klúðraði liðið þeirra enn á ný mjög góðri stöðu og datt út í byrjun útsláttarkeppninnar. 7. mars 2019 11:30 Neville við Solskjær: Hversu langan samning viltu, hvað viltu í laun og hvar á styttan að vera? Ole Gunnar Solskjær er vinsælasti maðurinn á Old Trafford. 7. mars 2019 09:00 Hálft fjórða ár frá því að Solskjær var að þjálfa börn í Laugardalnum Ole Gunnar Solskjær stýrði liði sonar síns á Rey Cup í Reykjavík sumarið 2015. 7. mars 2019 10:30 Mest lesið Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Sport Fleiri fréttir Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Sjá meira
Paris Saint-Germain tapaði fyrir Manchester United á miðvikudagskvöldið í seinni leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta, 3-1, eftir að vinna fyrri leikinn sannfærandi, 2-0, á heimavelli. Sigurinn var dramatískur í meira lagi en Damir Skomina, slóvenskur dómari leiksins, dæmdi VAR-víti í uppbótartíma sem að Marcus Rashford skoraði úr en það mark skaut United í átta liða úrslitin á kostnað PSG. Brasilíumaðurinn Neymar gat ekki tekið þátt í leiknum vegna meiðsla en hann stóð bálreiður á hliðarlínunni síðustu mínúturnar og var ekki skemmt þegar að Skomina benti á vítapunktinn.Franskir fjölmiðlar greina frá því að Neymar hafi gjörsamlega bilast í leikslok og reynt að komast að dómurunum en hann gat ekki sætt sig við úrslitin og að hans mati óréttlætið í dómgæslunni. Franska útvarpsstöðin RMC segir frá því að inn í leikmannagöngunum eftir leik hafi starfsfólk PSG hreinlega þurft að halda Neymar aftur svo hann myndi ekki æða inn í búningsherbergi dómaranna á Prinsavöllum í París. Í sömu frétt segir að Nasser al-Khelaifi, forseti PSG, hafi ekki verið neitt mikið glaðari og tekið reiði sína út á hurð einni í göngunum. Neymar lét dómarana heyra það á Instagram eftir leik og sagði þeim að fara til fjandans en Brasilíumaðurinn gæti átt yfir höfði sér nokkurra leikja Evrópuleikjabann fyrir framkomu sína.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Margir gleðjast yfir óförum tveggja af óvinsælustu knattspyrnumönnum heims Real Madrid og Paris Saint Germain ætluðu sér að vera að spila Meistaradeildarfótbolta í maí en í staðinn léku þau bæði sinn síðasta Meistaradeildarleik á tímabilinu í byrjun mars. 7. mars 2019 12:00 Peningarnir breyta þér ekki í sigurvegara: Klúðursaga PSG í Meistaradeildinni Eigendur Paris Saint Germain dreyma um að vinna Meistaradeildina en í gær klúðraði liðið þeirra enn á ný mjög góðri stöðu og datt út í byrjun útsláttarkeppninnar. 7. mars 2019 11:30 Neville við Solskjær: Hversu langan samning viltu, hvað viltu í laun og hvar á styttan að vera? Ole Gunnar Solskjær er vinsælasti maðurinn á Old Trafford. 7. mars 2019 09:00 Hálft fjórða ár frá því að Solskjær var að þjálfa börn í Laugardalnum Ole Gunnar Solskjær stýrði liði sonar síns á Rey Cup í Reykjavík sumarið 2015. 7. mars 2019 10:30 Mest lesið Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Sport Fleiri fréttir Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Sjá meira
Margir gleðjast yfir óförum tveggja af óvinsælustu knattspyrnumönnum heims Real Madrid og Paris Saint Germain ætluðu sér að vera að spila Meistaradeildarfótbolta í maí en í staðinn léku þau bæði sinn síðasta Meistaradeildarleik á tímabilinu í byrjun mars. 7. mars 2019 12:00
Peningarnir breyta þér ekki í sigurvegara: Klúðursaga PSG í Meistaradeildinni Eigendur Paris Saint Germain dreyma um að vinna Meistaradeildina en í gær klúðraði liðið þeirra enn á ný mjög góðri stöðu og datt út í byrjun útsláttarkeppninnar. 7. mars 2019 11:30
Neville við Solskjær: Hversu langan samning viltu, hvað viltu í laun og hvar á styttan að vera? Ole Gunnar Solskjær er vinsælasti maðurinn á Old Trafford. 7. mars 2019 09:00
Hálft fjórða ár frá því að Solskjær var að þjálfa börn í Laugardalnum Ole Gunnar Solskjær stýrði liði sonar síns á Rey Cup í Reykjavík sumarið 2015. 7. mars 2019 10:30