Fagnaði í 10 til 15 sekúndur en áttaði sig síðan á því hverju hann hafði lofað á Twitter Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. mars 2019 12:30 Ole Gunnar Solskjær fagnar í París. Getty/Chris Brunskill Norðmaðurinn Tor Henrik Stensland er mikill stuðningsmaður Manchester United og hann hefur upplifað skemmtilegar vikur eftir að landi hans Ole Gunnar Solskjær settist í stjórastólinn á Old Trafford. Stensland bjóst aftur á móti ekki við sigri í París. Norska Dagbladet segir frá loforði Tor Henrik Stensland í vikunni, loforði sem gerði allt annað en að gleðja mömmu og hans og pabba. Stensland hafði svo litla trú á því að Manchester United liðið færi áfram í Meistaradeildinni að hann lofaði því inn á Twitter að fá sér húðflúr með andliti Ole Gunnar Solskjær ef það tækist.Skulle Man Utd snu det å gå videre idag tattoverer jeg ansiktet til Solskjær i et ratt. Null sjanse, kan ikke gå. — Tor Henrik Stensland (@Toricharito) March 6, 2019„Ég taldi að það væri svo litlar líka á því að þeir kæmust áfram. Stuðullinn var 1,03 á PSG, það voru tíu menn meiddir hjá United og fullt af táningum á bekknum. Þetta átti ekki að geta gerst,“ sagði Tor Henrik Stensland við Dagbladet. „Mamma og pabbi voru ekki ánægð. Þau eru stödd í fríi á strönd í Tælandi og eru mjög súr yfir þessu,“ sagði Stensland. Stensland er nú byrjaður að safna fyrir húðflúrinu á Twitter og segir allan umfram pening fara til góðgerðamála. Margir stuðningsmenn Manchester United fögnuðu gríðarlega þegar Marcus Rashford kom liðinu í 3-1 í uppbótatíma leiksins í París á miðvikudagskvöldið. Stensland horfði á leikinn heima hjá sér og var einn af þeim en svo runnu á hann tvær grímur."To be a part of those celebrations is fantastic." Here's a word from Ole #MUFCpic.twitter.com/gkzhr6z8fy — Manchester United (@ManUtd) March 6, 2019„Ég var mjög ánægður í tíu til fimmtán sekúndur. Síðan áttaði ég mig á því hvað myndi gerast þegar Twitter færi á flug. Þá tók við smá þunglyndi. Núna er ég sáttur með þetta,“ sagði Stensland. Og ætlar hann að fá sér þetta húðflúr af Ole Gunnari? „Já, ég verð að gera það. Nú hefur allur Twitter séð þessa yfirlýsingu mína og ég á því ekkert val. Húðflúrið verður væntanlega á lærinu sem er viðeigandi,“ sagði Stensland. „Mörgum finnst þetta vera mjög fyndið og þetta verður örugglega saga til að segja barnabörnunum í framtíðinni,“ sagði Stensland.A look at who else will be in the hat on 15 March... #MUFC#UCL — Manchester United (@ManUtd) March 7, 2019 Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Sport Fleiri fréttir Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Sjá meira
Norðmaðurinn Tor Henrik Stensland er mikill stuðningsmaður Manchester United og hann hefur upplifað skemmtilegar vikur eftir að landi hans Ole Gunnar Solskjær settist í stjórastólinn á Old Trafford. Stensland bjóst aftur á móti ekki við sigri í París. Norska Dagbladet segir frá loforði Tor Henrik Stensland í vikunni, loforði sem gerði allt annað en að gleðja mömmu og hans og pabba. Stensland hafði svo litla trú á því að Manchester United liðið færi áfram í Meistaradeildinni að hann lofaði því inn á Twitter að fá sér húðflúr með andliti Ole Gunnar Solskjær ef það tækist.Skulle Man Utd snu det å gå videre idag tattoverer jeg ansiktet til Solskjær i et ratt. Null sjanse, kan ikke gå. — Tor Henrik Stensland (@Toricharito) March 6, 2019„Ég taldi að það væri svo litlar líka á því að þeir kæmust áfram. Stuðullinn var 1,03 á PSG, það voru tíu menn meiddir hjá United og fullt af táningum á bekknum. Þetta átti ekki að geta gerst,“ sagði Tor Henrik Stensland við Dagbladet. „Mamma og pabbi voru ekki ánægð. Þau eru stödd í fríi á strönd í Tælandi og eru mjög súr yfir þessu,“ sagði Stensland. Stensland er nú byrjaður að safna fyrir húðflúrinu á Twitter og segir allan umfram pening fara til góðgerðamála. Margir stuðningsmenn Manchester United fögnuðu gríðarlega þegar Marcus Rashford kom liðinu í 3-1 í uppbótatíma leiksins í París á miðvikudagskvöldið. Stensland horfði á leikinn heima hjá sér og var einn af þeim en svo runnu á hann tvær grímur."To be a part of those celebrations is fantastic." Here's a word from Ole #MUFCpic.twitter.com/gkzhr6z8fy — Manchester United (@ManUtd) March 6, 2019„Ég var mjög ánægður í tíu til fimmtán sekúndur. Síðan áttaði ég mig á því hvað myndi gerast þegar Twitter færi á flug. Þá tók við smá þunglyndi. Núna er ég sáttur með þetta,“ sagði Stensland. Og ætlar hann að fá sér þetta húðflúr af Ole Gunnari? „Já, ég verð að gera það. Nú hefur allur Twitter séð þessa yfirlýsingu mína og ég á því ekkert val. Húðflúrið verður væntanlega á lærinu sem er viðeigandi,“ sagði Stensland. „Mörgum finnst þetta vera mjög fyndið og þetta verður örugglega saga til að segja barnabörnunum í framtíðinni,“ sagði Stensland.A look at who else will be in the hat on 15 March... #MUFC#UCL — Manchester United (@ManUtd) March 7, 2019
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Sport Fleiri fréttir Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Sjá meira