Innlent

Hrefna skipuð í embætti þjóðskjalavarðar

Andri Eysteinsson skrifar
Dr. Hrefna Róbertsdóttir, nýskipaður þjóðskjalavörður.
Dr. Hrefna Róbertsdóttir, nýskipaður þjóðskjalavörður. Mynd/Aðsend
Sagnfræðingurinn Dr. Hrefna Róbertsdóttir hefur verið skipuð í embætti þjóðskjalavarðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu.

Hrefna lauk doktorsprófi í sagnfræði frá Háskólanum í Lundi árið 2008. Hrefna hefur verið sviðsstjóri á bæði skjalasviði og varðveislu- og miðlunarsviði Þjóðskjalasafns Íslands en safnið geymir stærsta safn frumheimilda um sögu og þróun byggðar og mannlífs í landinu.

Hrefna starfaði áður hjá Þjóðminjasafni, sem sviðstjóri rannsókna- og varðveiðslusviðs, settur borgarminjavörður, forstöðumaður Árbæjarsafns og kennari við sagnfræðideild Háskóla Íslands.

Hrefna hefur auk þess komið að útgáfu og ritstjórn fjölda ritverka og er hún núverandi forseti Sögufélagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×