Flestar umsóknirnar að utan Kristinn Páll Teitsson skrifar 20. febrúar 2019 18:00 Jussi, hér lengst til hægri, ásamt kvennasveit Íslands á Evrópumótinu í golfi árið 2017. Mynd/GSÍ/Sigurður Elvar Jussi Pitkänen lét af störfum sem afreksstjóri GSÍ í byrjun febrúar eftir rúmlega tveggja ára starf en Golfsamband Ísland er að vinna við að finna eftirmanneskju Finnans. Síðasta verkefni Jussi sem tók við landsliðinu af Úlfari Jónssyni árið 2016 var að velja landsliðshópa GSÍ fyrir árið 2019 sem hann tilkynnti í byrjun febrúar og fór hann í æfingarbúðir með afrekskylfingum í janúar. Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsambands Íslands, staðfesti í samtali við Fréttablaðið að Jussi hefði lokið störfum fyrir Golfsambandið þann 1. febrúar síðastliðinn en hann þáði starf sem þjálfari finnska landsliðsins í golfi. Golfsambandið auglýsti eftir nýjum þjálfara, bæði á erlendum vettvangi og innlendum, fyrir áramót og var mikill áhugi á starfinu. Haukur Örn segir að ráðningarferlið standi yfir þessa dagana og átti von á því að komist yrði að niðurstöðu á næstu vikum. „Við auglýstum starfið bæði innan- og utanlands og það var mikill áhugi. Það bárust um fjörutíu umsóknir og stærstur hluti þeirra kom að utan. Þetta tekur allt saman tíma en er í ferli og við vonumst til þess að klára ráðninguna á næstu tveimur vikum,“ sagði Haukur sem sagði Íslendinga sem og erlenda þjálfara koma til greina. „Það er ekkert skilyrði hjá okkur að ráða útlendan né íslenskan þjálfara. Það eru allar umsóknir jafnar og raðað er eftir hæfnisröð. Eftir viðtöl við þá sem koma til greina vonumst við til að finna rétta manneskju öðrum hvorum megin við mánaðamótin.“ Jussi sem hætti formlega störfum í byrjun febrúar hefur þó verið GSÍ innan handar á meðan leitin að næsta landsliðsþjálfara stendur yfir. „Hann hefur formlega lokið störfum en hann er okkur innan handar á meðan við erum að ganga frá ráðningu næsta landsliðsþjálfara. Þegar hann var landsliðsþjálfari vann hann með góðu fólki sem sér um að halda boltanum á lofti á meðan við göngum frá ráðningunni á næsta landsliðsþjálfara. Síðasta verkefni hans var í samstarfi við GSÍ að velja landsliðshópinn fyrir þetta ár,“ sagði Haukur sem sagði að starfið innihéldi vinnu sem landsliðsþjálfari og sem afreksstjóri sambandsins. „Þetta verður sami starfstitill og Jussi var með, afreksstjóri og landsliðsþjálfari á sama tíma. Það var ákveðið að halda því óbreyttu.“ Næsta verkefni landsliðsins er ekki fyrr en í sumar sem gefur GSÍ nægan tíma þrátt fyrir að markmiðið sé að næsti landsliðsþjálfari verði ráðinn á næstu vikum. „Sem betur fer erum við ekki í tímaþröng. Næstu landsliðsverkefni eru ekki fyrr en í sumar svo að við höfum nægan tíma.“ Birtist í Fréttablaðinu Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Sport Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Jussi Pitkänen lét af störfum sem afreksstjóri GSÍ í byrjun febrúar eftir rúmlega tveggja ára starf en Golfsamband Ísland er að vinna við að finna eftirmanneskju Finnans. Síðasta verkefni Jussi sem tók við landsliðinu af Úlfari Jónssyni árið 2016 var að velja landsliðshópa GSÍ fyrir árið 2019 sem hann tilkynnti í byrjun febrúar og fór hann í æfingarbúðir með afrekskylfingum í janúar. Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsambands Íslands, staðfesti í samtali við Fréttablaðið að Jussi hefði lokið störfum fyrir Golfsambandið þann 1. febrúar síðastliðinn en hann þáði starf sem þjálfari finnska landsliðsins í golfi. Golfsambandið auglýsti eftir nýjum þjálfara, bæði á erlendum vettvangi og innlendum, fyrir áramót og var mikill áhugi á starfinu. Haukur Örn segir að ráðningarferlið standi yfir þessa dagana og átti von á því að komist yrði að niðurstöðu á næstu vikum. „Við auglýstum starfið bæði innan- og utanlands og það var mikill áhugi. Það bárust um fjörutíu umsóknir og stærstur hluti þeirra kom að utan. Þetta tekur allt saman tíma en er í ferli og við vonumst til þess að klára ráðninguna á næstu tveimur vikum,“ sagði Haukur sem sagði Íslendinga sem og erlenda þjálfara koma til greina. „Það er ekkert skilyrði hjá okkur að ráða útlendan né íslenskan þjálfara. Það eru allar umsóknir jafnar og raðað er eftir hæfnisröð. Eftir viðtöl við þá sem koma til greina vonumst við til að finna rétta manneskju öðrum hvorum megin við mánaðamótin.“ Jussi sem hætti formlega störfum í byrjun febrúar hefur þó verið GSÍ innan handar á meðan leitin að næsta landsliðsþjálfara stendur yfir. „Hann hefur formlega lokið störfum en hann er okkur innan handar á meðan við erum að ganga frá ráðningu næsta landsliðsþjálfara. Þegar hann var landsliðsþjálfari vann hann með góðu fólki sem sér um að halda boltanum á lofti á meðan við göngum frá ráðningunni á næsta landsliðsþjálfara. Síðasta verkefni hans var í samstarfi við GSÍ að velja landsliðshópinn fyrir þetta ár,“ sagði Haukur sem sagði að starfið innihéldi vinnu sem landsliðsþjálfari og sem afreksstjóri sambandsins. „Þetta verður sami starfstitill og Jussi var með, afreksstjóri og landsliðsþjálfari á sama tíma. Það var ákveðið að halda því óbreyttu.“ Næsta verkefni landsliðsins er ekki fyrr en í sumar sem gefur GSÍ nægan tíma þrátt fyrir að markmiðið sé að næsti landsliðsþjálfari verði ráðinn á næstu vikum. „Sem betur fer erum við ekki í tímaþröng. Næstu landsliðsverkefni eru ekki fyrr en í sumar svo að við höfum nægan tíma.“
Birtist í Fréttablaðinu Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Sport Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira