Sólveig Anna með umboð til að slíta viðræðum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. febrúar 2019 21:00 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, er komin með umboð til að slíta viðræðum við Samtök atvinnulífsins. Vísir/Baldur Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, fékk í kvöld umboð frá samninganefnd félagsins til að slíta viðræðum við Samtök atvinnulífsins á morgun. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir í samtali við fréttastofu að ákvörðunin hefði verið samþykkt einróma á fundinum.Sjá nánar: Líklegt að verkalýðsfélögin fjögur slíti viðræðum á morgun Forystumenn verkalýðsfélaganna fjögurra Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Grindavíkur og Verkalýðsfélags Akraness, sem vísað hafa deilu sinni til ríkissáttasemjara, eiga fund með Samtökum Atvinnulífsins á morgun hjá ríkissáttasemjara. „Þetta var samþykkt einróma á mjög kröftugum fundi samninganefndar Eflingar núna í kvöld,“ segir Viðar sem bendir á að útspil stjórnvalda í skattkerfisbreytingum hafi orðið til þess að færa verkalýðsfélagið sem næst sinni kröfugerð gagnvart Samtökum atvinnulífsins. Sólveig Anna sagðist í kvöldfréttum RÚV ekki eiga von á því að SA leggi fram nýtt tilboð á fundinum á morgun. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði í Kastljósi í kvöld að viðbrögð forystumanna verkalýðshreyfingarinnar hefðu ekki komið henni á óvart. Það hefði verið þungt hljóð í henni og ekki síst í Eflingu í rúmt ár. Þegar Viðar var beðinn um að bregðast við þessum orðum forsætisráðherra sagði hann:Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Stéttafélagsins Eflingar, vill vekja athygli á kröfum félagsmanna um að styrkja og útvíkka trúnaðarmannakerfið og að vernda starfsfólk meðal annars starfsmannaleiga fyrir launaþjófnaði með sektarákvæði í kjarasamningi.Visir/Stöð 2„Hún er kannski bara að vísa til þess að það átti sér stað sögulegt formanns-og stjórnarkjör núna í Eflingu fyrir tæpu ári. Hún er kannski að vísa í það í ljósi þess að það birtast kannski róttækari áherslur en verið hefur.“ Aðspurður hvort það stefni í verföll segir Viðar að samninganefnd Eflingar sé búin að teikna upp ýmsar sviðsmyndir í þeim efnum.Kröfurnar snúa líka að því að vernda starfsfólk starfsmannaleiga Viðar bendir á að kröfur Eflingar séu síst allar launalegs eðlis. Krafan um að tekið verði á kjarabrotum hjá starfsmannaleigum. Hann segir að í húfi sé oft óeðlileg tenging ráðningar, kjara og húsnæðis. Það vanti sektarákvæði í kjarasamningi og að það sé risastórt hagsmunamál fyrir marga félagsmenn Eflingar. „Það er ekki bara það að launin séu lág heldur er þetta skipulega launasvindl, skipulagður launaþjófnaður sem að Samtök atvinnulífsins vísa alltaf frá sér og segja að þetta séu nú bara einhverjir glæpamenn og að þetta séu ekki þeirra félagsmenn, sem er alveg rétt í mörgum tilfellum, en af hverju vilja Samtökin þá ekki bara beita kjarasamningum til þess að það sé bara hægt að sekta fyrir þessi brot?“ veltir Viðar fyrir sér. Viðar segir að ef fólk sé að velta því fyrir sér hvers vegna félagsmenn séu svona reiðir þá sé það ekki síst vegna kjarasamningsbrota. „Fólkið sem verður fyrir þessu, þetta er okkar fólk. Þetta er fólkið í ferðamannabransanum, byggingariðnaðinum og hjá starfsmannaleigunum. Þetta er eitthvað sem við verðum rosalega mikið vör við á hverjum einasta degi.“Sjá kröfugerð Eflingar hér. Kjaramál Tengdar fréttir Lýsa yfir reiði og sárum vonbrigðum með tillögur ríkisstjórnarinnar Stéttarfélögin hafa sent frá sér yfirlýsingu. 19. febrúar 2019 15:12 Líklegt að verkalýðsfélögin fjögur slíti viðræðum á morgun Mjög líklegt er að verkalýðsfélögin fjögur sem vísað hafa deilu sinni til ríkissáttasemjara slíti viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins á morgun og fari að undirbúa aðgerðir. 20. febrúar 2019 18:49 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Fleiri fréttir „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, fékk í kvöld umboð frá samninganefnd félagsins til að slíta viðræðum við Samtök atvinnulífsins á morgun. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir í samtali við fréttastofu að ákvörðunin hefði verið samþykkt einróma á fundinum.Sjá nánar: Líklegt að verkalýðsfélögin fjögur slíti viðræðum á morgun Forystumenn verkalýðsfélaganna fjögurra Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Grindavíkur og Verkalýðsfélags Akraness, sem vísað hafa deilu sinni til ríkissáttasemjara, eiga fund með Samtökum Atvinnulífsins á morgun hjá ríkissáttasemjara. „Þetta var samþykkt einróma á mjög kröftugum fundi samninganefndar Eflingar núna í kvöld,“ segir Viðar sem bendir á að útspil stjórnvalda í skattkerfisbreytingum hafi orðið til þess að færa verkalýðsfélagið sem næst sinni kröfugerð gagnvart Samtökum atvinnulífsins. Sólveig Anna sagðist í kvöldfréttum RÚV ekki eiga von á því að SA leggi fram nýtt tilboð á fundinum á morgun. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði í Kastljósi í kvöld að viðbrögð forystumanna verkalýðshreyfingarinnar hefðu ekki komið henni á óvart. Það hefði verið þungt hljóð í henni og ekki síst í Eflingu í rúmt ár. Þegar Viðar var beðinn um að bregðast við þessum orðum forsætisráðherra sagði hann:Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Stéttafélagsins Eflingar, vill vekja athygli á kröfum félagsmanna um að styrkja og útvíkka trúnaðarmannakerfið og að vernda starfsfólk meðal annars starfsmannaleiga fyrir launaþjófnaði með sektarákvæði í kjarasamningi.Visir/Stöð 2„Hún er kannski bara að vísa til þess að það átti sér stað sögulegt formanns-og stjórnarkjör núna í Eflingu fyrir tæpu ári. Hún er kannski að vísa í það í ljósi þess að það birtast kannski róttækari áherslur en verið hefur.“ Aðspurður hvort það stefni í verföll segir Viðar að samninganefnd Eflingar sé búin að teikna upp ýmsar sviðsmyndir í þeim efnum.Kröfurnar snúa líka að því að vernda starfsfólk starfsmannaleiga Viðar bendir á að kröfur Eflingar séu síst allar launalegs eðlis. Krafan um að tekið verði á kjarabrotum hjá starfsmannaleigum. Hann segir að í húfi sé oft óeðlileg tenging ráðningar, kjara og húsnæðis. Það vanti sektarákvæði í kjarasamningi og að það sé risastórt hagsmunamál fyrir marga félagsmenn Eflingar. „Það er ekki bara það að launin séu lág heldur er þetta skipulega launasvindl, skipulagður launaþjófnaður sem að Samtök atvinnulífsins vísa alltaf frá sér og segja að þetta séu nú bara einhverjir glæpamenn og að þetta séu ekki þeirra félagsmenn, sem er alveg rétt í mörgum tilfellum, en af hverju vilja Samtökin þá ekki bara beita kjarasamningum til þess að það sé bara hægt að sekta fyrir þessi brot?“ veltir Viðar fyrir sér. Viðar segir að ef fólk sé að velta því fyrir sér hvers vegna félagsmenn séu svona reiðir þá sé það ekki síst vegna kjarasamningsbrota. „Fólkið sem verður fyrir þessu, þetta er okkar fólk. Þetta er fólkið í ferðamannabransanum, byggingariðnaðinum og hjá starfsmannaleigunum. Þetta er eitthvað sem við verðum rosalega mikið vör við á hverjum einasta degi.“Sjá kröfugerð Eflingar hér.
Kjaramál Tengdar fréttir Lýsa yfir reiði og sárum vonbrigðum með tillögur ríkisstjórnarinnar Stéttarfélögin hafa sent frá sér yfirlýsingu. 19. febrúar 2019 15:12 Líklegt að verkalýðsfélögin fjögur slíti viðræðum á morgun Mjög líklegt er að verkalýðsfélögin fjögur sem vísað hafa deilu sinni til ríkissáttasemjara slíti viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins á morgun og fari að undirbúa aðgerðir. 20. febrúar 2019 18:49 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Fleiri fréttir „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sjá meira
Lýsa yfir reiði og sárum vonbrigðum með tillögur ríkisstjórnarinnar Stéttarfélögin hafa sent frá sér yfirlýsingu. 19. febrúar 2019 15:12
Líklegt að verkalýðsfélögin fjögur slíti viðræðum á morgun Mjög líklegt er að verkalýðsfélögin fjögur sem vísað hafa deilu sinni til ríkissáttasemjara slíti viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins á morgun og fari að undirbúa aðgerðir. 20. febrúar 2019 18:49