Sólveig Anna með umboð til að slíta viðræðum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. febrúar 2019 21:00 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, er komin með umboð til að slíta viðræðum við Samtök atvinnulífsins. Vísir/Baldur Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, fékk í kvöld umboð frá samninganefnd félagsins til að slíta viðræðum við Samtök atvinnulífsins á morgun. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir í samtali við fréttastofu að ákvörðunin hefði verið samþykkt einróma á fundinum.Sjá nánar: Líklegt að verkalýðsfélögin fjögur slíti viðræðum á morgun Forystumenn verkalýðsfélaganna fjögurra Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Grindavíkur og Verkalýðsfélags Akraness, sem vísað hafa deilu sinni til ríkissáttasemjara, eiga fund með Samtökum Atvinnulífsins á morgun hjá ríkissáttasemjara. „Þetta var samþykkt einróma á mjög kröftugum fundi samninganefndar Eflingar núna í kvöld,“ segir Viðar sem bendir á að útspil stjórnvalda í skattkerfisbreytingum hafi orðið til þess að færa verkalýðsfélagið sem næst sinni kröfugerð gagnvart Samtökum atvinnulífsins. Sólveig Anna sagðist í kvöldfréttum RÚV ekki eiga von á því að SA leggi fram nýtt tilboð á fundinum á morgun. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði í Kastljósi í kvöld að viðbrögð forystumanna verkalýðshreyfingarinnar hefðu ekki komið henni á óvart. Það hefði verið þungt hljóð í henni og ekki síst í Eflingu í rúmt ár. Þegar Viðar var beðinn um að bregðast við þessum orðum forsætisráðherra sagði hann:Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Stéttafélagsins Eflingar, vill vekja athygli á kröfum félagsmanna um að styrkja og útvíkka trúnaðarmannakerfið og að vernda starfsfólk meðal annars starfsmannaleiga fyrir launaþjófnaði með sektarákvæði í kjarasamningi.Visir/Stöð 2„Hún er kannski bara að vísa til þess að það átti sér stað sögulegt formanns-og stjórnarkjör núna í Eflingu fyrir tæpu ári. Hún er kannski að vísa í það í ljósi þess að það birtast kannski róttækari áherslur en verið hefur.“ Aðspurður hvort það stefni í verföll segir Viðar að samninganefnd Eflingar sé búin að teikna upp ýmsar sviðsmyndir í þeim efnum.Kröfurnar snúa líka að því að vernda starfsfólk starfsmannaleiga Viðar bendir á að kröfur Eflingar séu síst allar launalegs eðlis. Krafan um að tekið verði á kjarabrotum hjá starfsmannaleigum. Hann segir að í húfi sé oft óeðlileg tenging ráðningar, kjara og húsnæðis. Það vanti sektarákvæði í kjarasamningi og að það sé risastórt hagsmunamál fyrir marga félagsmenn Eflingar. „Það er ekki bara það að launin séu lág heldur er þetta skipulega launasvindl, skipulagður launaþjófnaður sem að Samtök atvinnulífsins vísa alltaf frá sér og segja að þetta séu nú bara einhverjir glæpamenn og að þetta séu ekki þeirra félagsmenn, sem er alveg rétt í mörgum tilfellum, en af hverju vilja Samtökin þá ekki bara beita kjarasamningum til þess að það sé bara hægt að sekta fyrir þessi brot?“ veltir Viðar fyrir sér. Viðar segir að ef fólk sé að velta því fyrir sér hvers vegna félagsmenn séu svona reiðir þá sé það ekki síst vegna kjarasamningsbrota. „Fólkið sem verður fyrir þessu, þetta er okkar fólk. Þetta er fólkið í ferðamannabransanum, byggingariðnaðinum og hjá starfsmannaleigunum. Þetta er eitthvað sem við verðum rosalega mikið vör við á hverjum einasta degi.“Sjá kröfugerð Eflingar hér. Kjaramál Tengdar fréttir Lýsa yfir reiði og sárum vonbrigðum með tillögur ríkisstjórnarinnar Stéttarfélögin hafa sent frá sér yfirlýsingu. 19. febrúar 2019 15:12 Líklegt að verkalýðsfélögin fjögur slíti viðræðum á morgun Mjög líklegt er að verkalýðsfélögin fjögur sem vísað hafa deilu sinni til ríkissáttasemjara slíti viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins á morgun og fari að undirbúa aðgerðir. 20. febrúar 2019 18:49 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, fékk í kvöld umboð frá samninganefnd félagsins til að slíta viðræðum við Samtök atvinnulífsins á morgun. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir í samtali við fréttastofu að ákvörðunin hefði verið samþykkt einróma á fundinum.Sjá nánar: Líklegt að verkalýðsfélögin fjögur slíti viðræðum á morgun Forystumenn verkalýðsfélaganna fjögurra Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Grindavíkur og Verkalýðsfélags Akraness, sem vísað hafa deilu sinni til ríkissáttasemjara, eiga fund með Samtökum Atvinnulífsins á morgun hjá ríkissáttasemjara. „Þetta var samþykkt einróma á mjög kröftugum fundi samninganefndar Eflingar núna í kvöld,“ segir Viðar sem bendir á að útspil stjórnvalda í skattkerfisbreytingum hafi orðið til þess að færa verkalýðsfélagið sem næst sinni kröfugerð gagnvart Samtökum atvinnulífsins. Sólveig Anna sagðist í kvöldfréttum RÚV ekki eiga von á því að SA leggi fram nýtt tilboð á fundinum á morgun. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði í Kastljósi í kvöld að viðbrögð forystumanna verkalýðshreyfingarinnar hefðu ekki komið henni á óvart. Það hefði verið þungt hljóð í henni og ekki síst í Eflingu í rúmt ár. Þegar Viðar var beðinn um að bregðast við þessum orðum forsætisráðherra sagði hann:Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Stéttafélagsins Eflingar, vill vekja athygli á kröfum félagsmanna um að styrkja og útvíkka trúnaðarmannakerfið og að vernda starfsfólk meðal annars starfsmannaleiga fyrir launaþjófnaði með sektarákvæði í kjarasamningi.Visir/Stöð 2„Hún er kannski bara að vísa til þess að það átti sér stað sögulegt formanns-og stjórnarkjör núna í Eflingu fyrir tæpu ári. Hún er kannski að vísa í það í ljósi þess að það birtast kannski róttækari áherslur en verið hefur.“ Aðspurður hvort það stefni í verföll segir Viðar að samninganefnd Eflingar sé búin að teikna upp ýmsar sviðsmyndir í þeim efnum.Kröfurnar snúa líka að því að vernda starfsfólk starfsmannaleiga Viðar bendir á að kröfur Eflingar séu síst allar launalegs eðlis. Krafan um að tekið verði á kjarabrotum hjá starfsmannaleigum. Hann segir að í húfi sé oft óeðlileg tenging ráðningar, kjara og húsnæðis. Það vanti sektarákvæði í kjarasamningi og að það sé risastórt hagsmunamál fyrir marga félagsmenn Eflingar. „Það er ekki bara það að launin séu lág heldur er þetta skipulega launasvindl, skipulagður launaþjófnaður sem að Samtök atvinnulífsins vísa alltaf frá sér og segja að þetta séu nú bara einhverjir glæpamenn og að þetta séu ekki þeirra félagsmenn, sem er alveg rétt í mörgum tilfellum, en af hverju vilja Samtökin þá ekki bara beita kjarasamningum til þess að það sé bara hægt að sekta fyrir þessi brot?“ veltir Viðar fyrir sér. Viðar segir að ef fólk sé að velta því fyrir sér hvers vegna félagsmenn séu svona reiðir þá sé það ekki síst vegna kjarasamningsbrota. „Fólkið sem verður fyrir þessu, þetta er okkar fólk. Þetta er fólkið í ferðamannabransanum, byggingariðnaðinum og hjá starfsmannaleigunum. Þetta er eitthvað sem við verðum rosalega mikið vör við á hverjum einasta degi.“Sjá kröfugerð Eflingar hér.
Kjaramál Tengdar fréttir Lýsa yfir reiði og sárum vonbrigðum með tillögur ríkisstjórnarinnar Stéttarfélögin hafa sent frá sér yfirlýsingu. 19. febrúar 2019 15:12 Líklegt að verkalýðsfélögin fjögur slíti viðræðum á morgun Mjög líklegt er að verkalýðsfélögin fjögur sem vísað hafa deilu sinni til ríkissáttasemjara slíti viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins á morgun og fari að undirbúa aðgerðir. 20. febrúar 2019 18:49 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Sjá meira
Lýsa yfir reiði og sárum vonbrigðum með tillögur ríkisstjórnarinnar Stéttarfélögin hafa sent frá sér yfirlýsingu. 19. febrúar 2019 15:12
Líklegt að verkalýðsfélögin fjögur slíti viðræðum á morgun Mjög líklegt er að verkalýðsfélögin fjögur sem vísað hafa deilu sinni til ríkissáttasemjara slíti viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins á morgun og fari að undirbúa aðgerðir. 20. febrúar 2019 18:49