Pálmar Óli nýr forstjóri Daga Birgir Olgeirsson skrifar 21. febrúar 2019 08:51 Pálmar Óli, sem áður var forstjóri Samskipa, tekur við stöðunni þann 1. mars nk. Geirix Pálmar Óli Magnússon hefur verið ráðinn forstjóri Daga, en fyrirtækið er leiðandi í fasteignaumsjón, ræstingum og veitingaþjónustu fyrir fyrirtæki og stofnanir. Pálmar Óli, sem áður var forstjóri Samskipa, tekur við stöðunni þann 1. mars nk. „Dagar eru gríðarlega spennandi fyrirtæki með mikla vaxtarmöguleika, enda er óvíða að finna jafn umfangsmikla þekkingu á þörfum fyrirtækja og stofnana hvað varðar fasteignaumsjón, ræstingar, þrif og veitingaþjónustu í hæsta gæðaflokki. Náið og gott samstarf við viðskiptavini Daga hefur verið aðalsmerki fyrirtækisins og verður að sjálfsögðu áfram,“ segir Pálmar Óli Magnússon, verðandi forstjóri Daga, í tilkynningunni. Pálmar Óli tekur við stöðunni af Guðmundi Guðmundssyni, sem lætur af störfum eftir áratugalangt starf. „Guðmundur hefur leitt Daga af einurð í um tuttugu ár og gert það að leiðandi fyrirtæki á sínu sviði með útsjónarsemi sinni og þekkingu. Hans framlag og forysta við uppbygginu félagsins hefur verið lykilþáttur í frábærum árangri og ánægju meðal viðskiptavina og starfsmanna. Stjórn Daga færir honum einlægar þakkir fyrir störf sín,“ segir Patrick De Muynck, stjórnarformaður Daga, í tilkynningunni en Guðmundur mun áfram vera í hluthafahópi Daga og stjórninni til ráðgjafar. Saga Daga nær aftur til ársins 1980 þegar Ræstingarmiðstöðin sf. var stofnuð, en hún varð síðar að ræstingardeild Securitas. Aldamótaárið 2000 keypti alþjóðlega fyrirtækið ISS A/S ræstingardeild Securitas og árið 2017 keyptu svo stjórnendur fyrirtækisins, ásamt hópi innlendra og erlendra fjárfesta, allt hlutafé fyrirtækisins. „Dagar eru með starfsemi á yfir 20 stöðum á landinu og þar starfa nú um 800 starfsmenn sem ræsta ríflega 720.000 fermetra hjá um 600 viðskiptavinum, sjá um húsumsjón og rekstur fasteigna og framreiða ríflega 50.000 máltíðir fyrir fyrirtæki og stofnanir. Mannauðurinn er mikill og ég hlakka mikið til að takast á við spennandi verkefni á hverjum degi hjá Dögum,“ segir Pálmar Óli. Pálmar Óli var eins og áður sagði forstjóri Samskipa, þar áður framkvæmdastjóri framkvæmdasviðs Landsvirkjunar. Hann er með MBA gráðu frá HÍ, CS gráðu í vélaverkfræði frá sama skóla og Dipl.Ing. í vélaverkfræði frá háskólanum í Karlsruhe í Þýskalandi. Hann er kvæntur Hildi Karlsdóttur kennara og eiga þau þrjú börn. Vistaskipti Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent Fleiri fréttir Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Sjá meira
Pálmar Óli Magnússon hefur verið ráðinn forstjóri Daga, en fyrirtækið er leiðandi í fasteignaumsjón, ræstingum og veitingaþjónustu fyrir fyrirtæki og stofnanir. Pálmar Óli, sem áður var forstjóri Samskipa, tekur við stöðunni þann 1. mars nk. „Dagar eru gríðarlega spennandi fyrirtæki með mikla vaxtarmöguleika, enda er óvíða að finna jafn umfangsmikla þekkingu á þörfum fyrirtækja og stofnana hvað varðar fasteignaumsjón, ræstingar, þrif og veitingaþjónustu í hæsta gæðaflokki. Náið og gott samstarf við viðskiptavini Daga hefur verið aðalsmerki fyrirtækisins og verður að sjálfsögðu áfram,“ segir Pálmar Óli Magnússon, verðandi forstjóri Daga, í tilkynningunni. Pálmar Óli tekur við stöðunni af Guðmundi Guðmundssyni, sem lætur af störfum eftir áratugalangt starf. „Guðmundur hefur leitt Daga af einurð í um tuttugu ár og gert það að leiðandi fyrirtæki á sínu sviði með útsjónarsemi sinni og þekkingu. Hans framlag og forysta við uppbygginu félagsins hefur verið lykilþáttur í frábærum árangri og ánægju meðal viðskiptavina og starfsmanna. Stjórn Daga færir honum einlægar þakkir fyrir störf sín,“ segir Patrick De Muynck, stjórnarformaður Daga, í tilkynningunni en Guðmundur mun áfram vera í hluthafahópi Daga og stjórninni til ráðgjafar. Saga Daga nær aftur til ársins 1980 þegar Ræstingarmiðstöðin sf. var stofnuð, en hún varð síðar að ræstingardeild Securitas. Aldamótaárið 2000 keypti alþjóðlega fyrirtækið ISS A/S ræstingardeild Securitas og árið 2017 keyptu svo stjórnendur fyrirtækisins, ásamt hópi innlendra og erlendra fjárfesta, allt hlutafé fyrirtækisins. „Dagar eru með starfsemi á yfir 20 stöðum á landinu og þar starfa nú um 800 starfsmenn sem ræsta ríflega 720.000 fermetra hjá um 600 viðskiptavinum, sjá um húsumsjón og rekstur fasteigna og framreiða ríflega 50.000 máltíðir fyrir fyrirtæki og stofnanir. Mannauðurinn er mikill og ég hlakka mikið til að takast á við spennandi verkefni á hverjum degi hjá Dögum,“ segir Pálmar Óli. Pálmar Óli var eins og áður sagði forstjóri Samskipa, þar áður framkvæmdastjóri framkvæmdasviðs Landsvirkjunar. Hann er með MBA gráðu frá HÍ, CS gráðu í vélaverkfræði frá sama skóla og Dipl.Ing. í vélaverkfræði frá háskólanum í Karlsruhe í Þýskalandi. Hann er kvæntur Hildi Karlsdóttur kennara og eiga þau þrjú börn.
Vistaskipti Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent Fleiri fréttir Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Sjá meira