Pepsi-deildin verður Pepsi Max-deildin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. febrúar 2019 10:45 Andri Þór Guðmundsson, Stefán Sigurðsson og Guðni Bergsson skála fyrir nýja samningnum og að sjálfsögðu með Pepsi Max. Vísir/Valtýr Efstu deildir karla og kvenna á Íslandsmótinu í knattspyrnu breyta um nafn og verða PepsiMax-deildirnar næstu þrjú árin. Sýn hf., fyrir hönd Stöðvar 2 Sport, og Ölgerðin Egill Skallagrímsson hafa samið um nafnarétt efstu deilda Íslandsmóts karla og kvenna í knattspyrnu til næstu þriggja ára. Pepsi mun áfram vinna með knattspyrnumönnum á Íslandi, ellefta árið í röð, og mun deildin nú heita PepsiMax-deildin næstu þrjú árin. „Okkur þykir eiga betur við að tengja fótboltann við sykurlausan valmöguleika,“ segir forstjóri Ölgerðarinnar, Andri Þór Guðmundsson. Stefán Sigurðsson, forstjóri Sýnar, segir samstarf Stöðvar 2 Sport og Ölgerðarinnar með Pepsi-deildina hafa verið afar farsælt undanfarin ár og því sé sérstaklega ánægjulegt að samningur hafi náðst um framhald þess næstu þrjú árin. „Við erum afar spennt fyrir komandi leiktíð. Liðin hafa verið að styrkja sig og allt stefnir í kraftmikla og spennandi leiki. Við sýnum alls um 70 leiki í þráðbeinni útsendingu á sportstöðvum Stöðvar 2“, segir Stefán. Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, tekur undir að samstarfið síðastliðin áratug hafi verið einkar farsælt. „Við erum afar stolt og ánægð með að Ölgerðin tengist áfram stærsta íþróttamóti landsins með jafn afgerandi hætti. Nafnabreytingin úr Pepsideildin í PepsiMaxdeildin er tilkomin vegna áherslubreytinga í markaðsstarfi hjá okkur og sívaxandi vinsælda Pepsi Max”.Styrktaraðilar efstu deildar síðustu árSamvinnuferðar-Landsýn mótið, SL-mótið (1987-88) Hörpudeildin (1989-1991) Samskipadeild (1992)Getraunadeild (1993)Trópídeild (1994)Sjóvá-Almennra deild (1995-1997)Landssímadeild (1998-2000)Símadeild (2001-2002)Landsbankadeild (2003-2008)Pepsideild (2009-2018)PepsiMax-deild (2019-2021) Ölgerðin og PepsiCo. vinna saman að þessu samstarfi en þess má geta að það er ekki bara á Íslandi sem PepsiCo. hefur beina aðkomu að knattspyrnu því PepsiCo. er einn stærsti styrktaraðili UEFA og Meistaradeildar Evrópu, eins stærsta knattspyrnumóts sem haldið er í heiminum. „Við erum að sjálfsögðu að gera okkar vörumerki áberandi en við erum líka að styðja við bakið á íslenska boltanum. Þetta er hluti af okkar samfélagsábyrgð. Við viljum að boltanum sé búinn góð umgjörð og það er líka mikilvægt að hjálpa til við að skapa flottar fyrirmyndir í boltanum og ýta þannig undir áhuga unga fólksins”, segir Andri Þór. Guðni Bergsson formaður KSÍ lýsti yfir ánægju með samninginn. „Það eru spennandi tímar fram undan í íslenskri knattspyrnu og við hlökkum mikið til áframhaldandi samspils KSÍ, félaganna í deildinni, Ölgerðarinnar og Sýnar. Saman myndum við sterka liðsheild sem mun gera góða hluti.“ Haraldur Haraldsson, formaður ÍTF, hagsmunasamtaka félaga í efstu deildum segir að það sé virkilega jákvætt að þessi samningur sé í höfn. „Ég vænti mikils af áframhaldandi samstarfi félaganna og KSÍ við Ölgerðina og Stöð 2 Sport. Það verður spennandi að sjá hvernig Pepsi Max deildin fer af stað.“Vísir er í eigu Sýnar hf. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Enski boltinn Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Sjá meira
Efstu deildir karla og kvenna á Íslandsmótinu í knattspyrnu breyta um nafn og verða PepsiMax-deildirnar næstu þrjú árin. Sýn hf., fyrir hönd Stöðvar 2 Sport, og Ölgerðin Egill Skallagrímsson hafa samið um nafnarétt efstu deilda Íslandsmóts karla og kvenna í knattspyrnu til næstu þriggja ára. Pepsi mun áfram vinna með knattspyrnumönnum á Íslandi, ellefta árið í röð, og mun deildin nú heita PepsiMax-deildin næstu þrjú árin. „Okkur þykir eiga betur við að tengja fótboltann við sykurlausan valmöguleika,“ segir forstjóri Ölgerðarinnar, Andri Þór Guðmundsson. Stefán Sigurðsson, forstjóri Sýnar, segir samstarf Stöðvar 2 Sport og Ölgerðarinnar með Pepsi-deildina hafa verið afar farsælt undanfarin ár og því sé sérstaklega ánægjulegt að samningur hafi náðst um framhald þess næstu þrjú árin. „Við erum afar spennt fyrir komandi leiktíð. Liðin hafa verið að styrkja sig og allt stefnir í kraftmikla og spennandi leiki. Við sýnum alls um 70 leiki í þráðbeinni útsendingu á sportstöðvum Stöðvar 2“, segir Stefán. Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, tekur undir að samstarfið síðastliðin áratug hafi verið einkar farsælt. „Við erum afar stolt og ánægð með að Ölgerðin tengist áfram stærsta íþróttamóti landsins með jafn afgerandi hætti. Nafnabreytingin úr Pepsideildin í PepsiMaxdeildin er tilkomin vegna áherslubreytinga í markaðsstarfi hjá okkur og sívaxandi vinsælda Pepsi Max”.Styrktaraðilar efstu deildar síðustu árSamvinnuferðar-Landsýn mótið, SL-mótið (1987-88) Hörpudeildin (1989-1991) Samskipadeild (1992)Getraunadeild (1993)Trópídeild (1994)Sjóvá-Almennra deild (1995-1997)Landssímadeild (1998-2000)Símadeild (2001-2002)Landsbankadeild (2003-2008)Pepsideild (2009-2018)PepsiMax-deild (2019-2021) Ölgerðin og PepsiCo. vinna saman að þessu samstarfi en þess má geta að það er ekki bara á Íslandi sem PepsiCo. hefur beina aðkomu að knattspyrnu því PepsiCo. er einn stærsti styrktaraðili UEFA og Meistaradeildar Evrópu, eins stærsta knattspyrnumóts sem haldið er í heiminum. „Við erum að sjálfsögðu að gera okkar vörumerki áberandi en við erum líka að styðja við bakið á íslenska boltanum. Þetta er hluti af okkar samfélagsábyrgð. Við viljum að boltanum sé búinn góð umgjörð og það er líka mikilvægt að hjálpa til við að skapa flottar fyrirmyndir í boltanum og ýta þannig undir áhuga unga fólksins”, segir Andri Þór. Guðni Bergsson formaður KSÍ lýsti yfir ánægju með samninginn. „Það eru spennandi tímar fram undan í íslenskri knattspyrnu og við hlökkum mikið til áframhaldandi samspils KSÍ, félaganna í deildinni, Ölgerðarinnar og Sýnar. Saman myndum við sterka liðsheild sem mun gera góða hluti.“ Haraldur Haraldsson, formaður ÍTF, hagsmunasamtaka félaga í efstu deildum segir að það sé virkilega jákvætt að þessi samningur sé í höfn. „Ég vænti mikils af áframhaldandi samstarfi félaganna og KSÍ við Ölgerðina og Stöð 2 Sport. Það verður spennandi að sjá hvernig Pepsi Max deildin fer af stað.“Vísir er í eigu Sýnar hf.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Enski boltinn Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Sjá meira