Þorsteinn bað Þórhildi Sunnu afsökunar á orðum sínum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. febrúar 2019 10:44 Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, bað Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingmann Pírata, afsökunar við upphaf þingfundar í dag. Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, kvaddi sér hljóðs við upphaf þingfundar í morgun undir liðnum fundarstjórn forseta og bað Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingmann Pírata, afsökunar á orðum sínum á Alþingi í gærkvöldi. Vísir fjallaði um orðaskipti þingmannanna í gær en í umræðu um frumvarp um fæðingarstyrk til handa móður sem hefur gefið barn sitt til ættleiðingar velti Þorsteinn því upp hvort að Þórhildur Sunna hefði sjálf reynslu af þungunarrofi. Þórhildi þótti þessi framganga Þorsteins ekki þingmanni sæmandi og spurði á móti hvort að Þorsteinn legði það í vana sinn að spyrja aðra þingmenn út í þeirra heilsufarssögu.Ég ætla rétt að vona að þingkonur þurfi ekki almennt að eiga von á því að Miðflokksmenn spyrji þær út í sína “persónulegu reynslu” af þungunarrofi þegar við höldum áfram umræðum um lög um þungunarrof í vetur. Þá yrði held ég ákveðnum botni náð á þeim bænum. — Þórhildur Sunna (@sunnago) February 20, 2019„Í umræðum hér í gærkvöldi og í viðræðum við háttvirtan þingmann Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur notaði ég óviðurkvæmilegt orðalag sem ég vil af sama stóli biðja háttvirtan þingmann velvirðingar á. Það er eins og við vitum öll að okkur ber að umgangast hvert annað í þessum sal af kurteisi og virðingu. Upp á hvort tveggja skorti í mínu tilfelli í gærkvöldi og ég endurtek afsökunarbeiðni mína til háttvirts þingmanns,“ sagði Þorsteinn á Alþingi í morgun. Alþingi Miðflokkurinn Píratar Þungunarrof Tengdar fréttir Velti fyrir sér hvort Þórhildur Sunna hefði reynslu af þungunarrofi Þórhildur Sunna spurði Þorstein að því hvaða forsendur hann teldi sig hafa fyrir því að halda því fram að ákvörðun um að fara í þungunarrof sé öllum konum þungbær. 20. febrúar 2019 23:29 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira
Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, kvaddi sér hljóðs við upphaf þingfundar í morgun undir liðnum fundarstjórn forseta og bað Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingmann Pírata, afsökunar á orðum sínum á Alþingi í gærkvöldi. Vísir fjallaði um orðaskipti þingmannanna í gær en í umræðu um frumvarp um fæðingarstyrk til handa móður sem hefur gefið barn sitt til ættleiðingar velti Þorsteinn því upp hvort að Þórhildur Sunna hefði sjálf reynslu af þungunarrofi. Þórhildi þótti þessi framganga Þorsteins ekki þingmanni sæmandi og spurði á móti hvort að Þorsteinn legði það í vana sinn að spyrja aðra þingmenn út í þeirra heilsufarssögu.Ég ætla rétt að vona að þingkonur þurfi ekki almennt að eiga von á því að Miðflokksmenn spyrji þær út í sína “persónulegu reynslu” af þungunarrofi þegar við höldum áfram umræðum um lög um þungunarrof í vetur. Þá yrði held ég ákveðnum botni náð á þeim bænum. — Þórhildur Sunna (@sunnago) February 20, 2019„Í umræðum hér í gærkvöldi og í viðræðum við háttvirtan þingmann Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur notaði ég óviðurkvæmilegt orðalag sem ég vil af sama stóli biðja háttvirtan þingmann velvirðingar á. Það er eins og við vitum öll að okkur ber að umgangast hvert annað í þessum sal af kurteisi og virðingu. Upp á hvort tveggja skorti í mínu tilfelli í gærkvöldi og ég endurtek afsökunarbeiðni mína til háttvirts þingmanns,“ sagði Þorsteinn á Alþingi í morgun.
Alþingi Miðflokkurinn Píratar Þungunarrof Tengdar fréttir Velti fyrir sér hvort Þórhildur Sunna hefði reynslu af þungunarrofi Þórhildur Sunna spurði Þorstein að því hvaða forsendur hann teldi sig hafa fyrir því að halda því fram að ákvörðun um að fara í þungunarrof sé öllum konum þungbær. 20. febrúar 2019 23:29 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira
Velti fyrir sér hvort Þórhildur Sunna hefði reynslu af þungunarrofi Þórhildur Sunna spurði Þorstein að því hvaða forsendur hann teldi sig hafa fyrir því að halda því fram að ákvörðun um að fara í þungunarrof sé öllum konum þungbær. 20. febrúar 2019 23:29