Aukinn innflutningur skili 900 milljónum í vasa neytenda Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. febrúar 2019 12:15 Gert er ráð fyrir að tekjutap innlendra framleiðenda á landbúnaðarvörum gæti numið fyrst um sinn numið um 600 milljónum króna. Vísir/GVA Ætla má að ábati neytenda af nýju frumvarpi, sem heimilar í auknum mæli innflutning á ófrystum landbúnaðarafurðum, muni nema næstum 900 milljónum króna á ári. Heildarsamdráttur í tekjum innlendra framleiðenda gæti að sama skapi numið um 600 milljónum króna árlega, meðan á aðlögun að nýju markaðsjafnvægi stendur. Þetta er meðal þess sem kemur fram í greinargerð frumvarpsdraganna, sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra kynnti í gær. Frumvarpið felur í grunnninn í sér að frystiskylda á innfluttu kjöti verði afnumin og heimilt verði að flytja inn hrátt kjöt, hrá egg og ógerilsneydda mjólk. Bæði EFTA-dómstóllinn og Hæstiréttur Íslands hafa á síðustu tveimur árum staðfest að frystiskylda stjórnvalda brjóti í bága við EES-samninginn. Nýlegt álit Eftirlitsstofnunnar EFTA, ESA, gaf íslenskum stjórnvöldum tvo mánuði til að breyta lögum sínum í þessum efnum, ellegar verði málinu vísað til EFTA-dómstólsins. Bændasamtökin hafa þó sett sig upp á móti frumvarpinu, ekki síst af ótta við að aukinn innflutningur á landbúnaðarvörum muni fjölga sýkingum í mönnum. Af þeim sökum kveða frumvarpsdrögin á um það brugðist verði við auknum innflutningi með mótvægisaðgerðum, ekki síst til þess að verja íslenska búfjárstofna.Íslendingar velja íslenskt Til þess að meta efnahagsleg áhrif frumvarpsins leitaði atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið til Daða Más Kristóferssonar, hagfræðings við Háskóla Íslands. Meðal þess sem Daði rekur í álitsgerð sinni, sem fjallað er um í greinargerðinni með frumvarpinu, eru áhrif þess þegar tollar voru felldir niður á tómötum, gúrkum og paprikum árið 2002. Þá hafi markaðshlutdeild innlendra framleiðenda dregist talsvert saman til skamms tíma. „Áratug síðar hafi þó orðið viðsnúningur í framleiðslu garðyrkjubænda. Árið 2012 hafði framleiðsla þessara tegunda vaxið um 60% frá árinu 2001, á meðan vöxtur í framleiðslu annarra tegunda var aðeins 5%“ Daði rekur þetta ekki síst til þess að íslenskum framleiðendum hafi tekist að skapa sér samkeppnisforskot á innflutt grænmeti vegna betri merkinga um uppruna innlendu framleiðslunnar. Ábati neytenda af breytingunni hafi jafnframt verið verulegur.Daði Már Krisófersson, prófessor við Háskóla Íslands, var fenginn til að meta efnahagsleg áhrif frumvarpsins.Vísir/Egill„Niðurstöður sýndu að verð á þessum tegundum hafi að jafnaði verið töluvert hærra en á innfluttum vörum. Sýnt hafi verið fram á að neytendur hafi verið reiðubúnir að greiða hærra verð fyrir innlenda framleiðslu en samskonar innfluttar vörur,“ segir í greinargerðinni. Það sé því mat Daða Más að þetta bendi til þess að „umtalsverð sértæk eftirspurn“ sé meðal íslenskra neytenda „eftir þeim eiginleika vöru að hún sé framleidd hér á landi,“ og að sambærilegar rannsóknir í Noregi bendi til sömu niðurstöðu.Lítill verðmunur Þá er jafnframt talið líklegt að samdráttur til innlendra framleiðenda verði minni eftir því sem samdráttur í magni verði meiri. Þannig má ætla að samdráttur í innlendri framleiðslu kjötafurða verði innan við 5% og að verð á kjötvörum á almennum markaði lækki lítið. „Ef dæmi sé tekið um markað fyrir nautakjöt gefur núverandi staða til kynna að meðal markaðshlutdeild innflutts nautakjöts sé um 23% og er áætlað að viðvarandi verðmunur milli innlendrar og erlendrar framleiðslu geti numið 5-10% af heildsöluverði.“ Veginn samdráttur í verði yrði 4,7%, miðað við viðvarandi 7,5% hærra verð fyrir innlenda framleiðslu. Daði gerir auk þess ráð fyrir að frumvarpið muni hafa lítil áhrif á mjólkurverð. Reynslan bendi til að það sé einfaldlega óhagkvæmt að flytja þær inn. Heildarsamdráttur í tekjum innlendra framleiðenda er því metinn um 6%, eða tæpar 600 milljónir króna á ári, meðan á aðlögun að nýju markaðsjafnvægi stendur.Áframhaldandi samningsbrot kosti milljarða Í greinargerð sinni rekur Daði jafnframt áhrif þess ef Íslendingur myndu ekki bregðast við dómi EFTA-dómstólsins og segja skilið við EES-samninginn. Hann telur að það myndi hafa í sér margvíslegan kostnað og „talsverð áhrif“ fyrir íslenska útflytjendur. Til að mynda megi gera ráð fyrir að beinn kostnaður ríkisins muni aukast um að minnsta kosti um 12 milljónir króna vegna aukins umfangs verkefna Matvælastofnunar í tengslum við útflutning. Að sama skapi er það mat Daða að samanlagður kostnaður vegna eftirlits, skerts geymsluþols og lengri afhendingartíma yrði að lágmarki um 4,2 milljarðar ef Ísland stendur utan innri markaðar EES. Umfjöllun um álitsgerð Daða Más má nálgast hér, frá og með blaðsíðu 30. Landbúnaður Neytendur Tengdar fréttir Leggja til afnám leyfisveitingakerfisins vegna innflutnings á kjöti og eggjum Íslenska ríkið mátti ekki takmarka innflutning erlends kjöts við að það hefði verið fryst. 20. febrúar 2019 17:41 „Hafið yfir vafa að innflutningurinn mun valda íslenskum landbúnaði miklu tjóni“ Bændasamtökin eru harðorð í garð landbúnaðarráðherra og ríkisstjórnarinnar vegna frumvarps um innflutning á hráu kjöti. 21. febrúar 2019 10:19 Vill leyfa innflutning á hráu kjöti frá byrjun sláturtíðar Mótvægisaðgerðir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til að stemma stigu við neikvæðum áhrifum þess að leyfa innflutning á hráu kjöti leggjast vel í yfirlækni á sýklafræðideild Landspítalans. 21. febrúar 2019 07:00 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Ætla má að ábati neytenda af nýju frumvarpi, sem heimilar í auknum mæli innflutning á ófrystum landbúnaðarafurðum, muni nema næstum 900 milljónum króna á ári. Heildarsamdráttur í tekjum innlendra framleiðenda gæti að sama skapi numið um 600 milljónum króna árlega, meðan á aðlögun að nýju markaðsjafnvægi stendur. Þetta er meðal þess sem kemur fram í greinargerð frumvarpsdraganna, sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra kynnti í gær. Frumvarpið felur í grunnninn í sér að frystiskylda á innfluttu kjöti verði afnumin og heimilt verði að flytja inn hrátt kjöt, hrá egg og ógerilsneydda mjólk. Bæði EFTA-dómstóllinn og Hæstiréttur Íslands hafa á síðustu tveimur árum staðfest að frystiskylda stjórnvalda brjóti í bága við EES-samninginn. Nýlegt álit Eftirlitsstofnunnar EFTA, ESA, gaf íslenskum stjórnvöldum tvo mánuði til að breyta lögum sínum í þessum efnum, ellegar verði málinu vísað til EFTA-dómstólsins. Bændasamtökin hafa þó sett sig upp á móti frumvarpinu, ekki síst af ótta við að aukinn innflutningur á landbúnaðarvörum muni fjölga sýkingum í mönnum. Af þeim sökum kveða frumvarpsdrögin á um það brugðist verði við auknum innflutningi með mótvægisaðgerðum, ekki síst til þess að verja íslenska búfjárstofna.Íslendingar velja íslenskt Til þess að meta efnahagsleg áhrif frumvarpsins leitaði atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið til Daða Más Kristóferssonar, hagfræðings við Háskóla Íslands. Meðal þess sem Daði rekur í álitsgerð sinni, sem fjallað er um í greinargerðinni með frumvarpinu, eru áhrif þess þegar tollar voru felldir niður á tómötum, gúrkum og paprikum árið 2002. Þá hafi markaðshlutdeild innlendra framleiðenda dregist talsvert saman til skamms tíma. „Áratug síðar hafi þó orðið viðsnúningur í framleiðslu garðyrkjubænda. Árið 2012 hafði framleiðsla þessara tegunda vaxið um 60% frá árinu 2001, á meðan vöxtur í framleiðslu annarra tegunda var aðeins 5%“ Daði rekur þetta ekki síst til þess að íslenskum framleiðendum hafi tekist að skapa sér samkeppnisforskot á innflutt grænmeti vegna betri merkinga um uppruna innlendu framleiðslunnar. Ábati neytenda af breytingunni hafi jafnframt verið verulegur.Daði Már Krisófersson, prófessor við Háskóla Íslands, var fenginn til að meta efnahagsleg áhrif frumvarpsins.Vísir/Egill„Niðurstöður sýndu að verð á þessum tegundum hafi að jafnaði verið töluvert hærra en á innfluttum vörum. Sýnt hafi verið fram á að neytendur hafi verið reiðubúnir að greiða hærra verð fyrir innlenda framleiðslu en samskonar innfluttar vörur,“ segir í greinargerðinni. Það sé því mat Daða Más að þetta bendi til þess að „umtalsverð sértæk eftirspurn“ sé meðal íslenskra neytenda „eftir þeim eiginleika vöru að hún sé framleidd hér á landi,“ og að sambærilegar rannsóknir í Noregi bendi til sömu niðurstöðu.Lítill verðmunur Þá er jafnframt talið líklegt að samdráttur til innlendra framleiðenda verði minni eftir því sem samdráttur í magni verði meiri. Þannig má ætla að samdráttur í innlendri framleiðslu kjötafurða verði innan við 5% og að verð á kjötvörum á almennum markaði lækki lítið. „Ef dæmi sé tekið um markað fyrir nautakjöt gefur núverandi staða til kynna að meðal markaðshlutdeild innflutts nautakjöts sé um 23% og er áætlað að viðvarandi verðmunur milli innlendrar og erlendrar framleiðslu geti numið 5-10% af heildsöluverði.“ Veginn samdráttur í verði yrði 4,7%, miðað við viðvarandi 7,5% hærra verð fyrir innlenda framleiðslu. Daði gerir auk þess ráð fyrir að frumvarpið muni hafa lítil áhrif á mjólkurverð. Reynslan bendi til að það sé einfaldlega óhagkvæmt að flytja þær inn. Heildarsamdráttur í tekjum innlendra framleiðenda er því metinn um 6%, eða tæpar 600 milljónir króna á ári, meðan á aðlögun að nýju markaðsjafnvægi stendur.Áframhaldandi samningsbrot kosti milljarða Í greinargerð sinni rekur Daði jafnframt áhrif þess ef Íslendingur myndu ekki bregðast við dómi EFTA-dómstólsins og segja skilið við EES-samninginn. Hann telur að það myndi hafa í sér margvíslegan kostnað og „talsverð áhrif“ fyrir íslenska útflytjendur. Til að mynda megi gera ráð fyrir að beinn kostnaður ríkisins muni aukast um að minnsta kosti um 12 milljónir króna vegna aukins umfangs verkefna Matvælastofnunar í tengslum við útflutning. Að sama skapi er það mat Daða að samanlagður kostnaður vegna eftirlits, skerts geymsluþols og lengri afhendingartíma yrði að lágmarki um 4,2 milljarðar ef Ísland stendur utan innri markaðar EES. Umfjöllun um álitsgerð Daða Más má nálgast hér, frá og með blaðsíðu 30.
Landbúnaður Neytendur Tengdar fréttir Leggja til afnám leyfisveitingakerfisins vegna innflutnings á kjöti og eggjum Íslenska ríkið mátti ekki takmarka innflutning erlends kjöts við að það hefði verið fryst. 20. febrúar 2019 17:41 „Hafið yfir vafa að innflutningurinn mun valda íslenskum landbúnaði miklu tjóni“ Bændasamtökin eru harðorð í garð landbúnaðarráðherra og ríkisstjórnarinnar vegna frumvarps um innflutning á hráu kjöti. 21. febrúar 2019 10:19 Vill leyfa innflutning á hráu kjöti frá byrjun sláturtíðar Mótvægisaðgerðir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til að stemma stigu við neikvæðum áhrifum þess að leyfa innflutning á hráu kjöti leggjast vel í yfirlækni á sýklafræðideild Landspítalans. 21. febrúar 2019 07:00 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Leggja til afnám leyfisveitingakerfisins vegna innflutnings á kjöti og eggjum Íslenska ríkið mátti ekki takmarka innflutning erlends kjöts við að það hefði verið fryst. 20. febrúar 2019 17:41
„Hafið yfir vafa að innflutningurinn mun valda íslenskum landbúnaði miklu tjóni“ Bændasamtökin eru harðorð í garð landbúnaðarráðherra og ríkisstjórnarinnar vegna frumvarps um innflutning á hráu kjöti. 21. febrúar 2019 10:19
Vill leyfa innflutning á hráu kjöti frá byrjun sláturtíðar Mótvægisaðgerðir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til að stemma stigu við neikvæðum áhrifum þess að leyfa innflutning á hráu kjöti leggjast vel í yfirlækni á sýklafræðideild Landspítalans. 21. febrúar 2019 07:00