Roger Stone meinað að tjá sig eftir meinta ógnun Samúel Karl Ólason skrifar 22. febrúar 2019 08:34 Roger Stone fyrir utan dómshúsið í gær. AP/Jacquelyn Martin Roger Stone, sem er ráðgjafi og vinur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, til fjölda ára, hefur verið meinað að tjá sig um Robert Mueller, sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, og Rússarannsóknina svokölluðu. Alríkisdómari gaf út þessa skipun í gærkvöldi eftir að Stone hafði birt mynd af henni á Instagram þar sem búið var að setja skotmark á myndina. Dómarinn Amy Berman Jackson gerði Stone ljóst að ef hann myndi tjá sig um málið myndi hann fara í fangelsi. Hún sagði einnig að ummæli Stone gætu ógnað fólki sem kæmi að málinu. „Í dag gaf ég þér annað tækifæri. Þetta er ekki hafnabolti. Þá færð ekki þriðja tækifærið,“ er haft eftir Jackson á vef NBC News. Þá sagði hún að afsökunarbeiðni Stone hefði ekki verið einlæg.Áður en hún kvað upp úrskurð sinn baðst Stone afsökunar og sagðist hafa gert heimskuleg mistök. „Ég álasa sjáfum mér, ekki jafn mikið og konan mín gerir þó,“ sagði Stone og hélt hann því fram að um dómgreindarleysi hefði verið að ræða. Í sama mund hélt hann því fram að krossinn á myndinni sem hann birti á mánudaginn, og eyddi svo, hefði í rauninni ekki verið skotmark.Myndin sem um ræðir var af Jackson og þar hafði Stone skrifað að „djúpríkis-launmorðinginn“ Robert Mueller hefði tryggt að Jackson yrði yfir máli Stone þar sem hún hefði verið skipuð af Barack Obama. Þá sagði Stone að Jackson hefði fellt niður ákæru gegn Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump, og fangelsað Paul Manafort, annan kosningastjóra Trump, áður en hann hefði verið dæmdur fyrir nokkurn glæp.Stone skrifaði einnig #fixisin til marks um að þegar væri búið að ákveða niðurstöðu málaferlanna gegn honum og bað hann fólk um að styðja hann fjárhagslega. Stone hefur verið ákærður fyrir að ljúga að þingmönnum um samskipti sín við Wikileaks í aðdraganda forsetakosninganna 2016, standa í vegi réttvísinnar og reyna að hafa áhrif á vitni. Hann neitar sök.In his latest Instagram post, Roger Stone attacks Judge Amy Berman Jackson, the federal judge overseeing his case.There is a crosshair in the upper left corner of the picture. pic.twitter.com/tbjLI0S81c— Kyle Griffin (@kylegriffin1) February 18, 2019 Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Sjá meira
Roger Stone, sem er ráðgjafi og vinur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, til fjölda ára, hefur verið meinað að tjá sig um Robert Mueller, sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, og Rússarannsóknina svokölluðu. Alríkisdómari gaf út þessa skipun í gærkvöldi eftir að Stone hafði birt mynd af henni á Instagram þar sem búið var að setja skotmark á myndina. Dómarinn Amy Berman Jackson gerði Stone ljóst að ef hann myndi tjá sig um málið myndi hann fara í fangelsi. Hún sagði einnig að ummæli Stone gætu ógnað fólki sem kæmi að málinu. „Í dag gaf ég þér annað tækifæri. Þetta er ekki hafnabolti. Þá færð ekki þriðja tækifærið,“ er haft eftir Jackson á vef NBC News. Þá sagði hún að afsökunarbeiðni Stone hefði ekki verið einlæg.Áður en hún kvað upp úrskurð sinn baðst Stone afsökunar og sagðist hafa gert heimskuleg mistök. „Ég álasa sjáfum mér, ekki jafn mikið og konan mín gerir þó,“ sagði Stone og hélt hann því fram að um dómgreindarleysi hefði verið að ræða. Í sama mund hélt hann því fram að krossinn á myndinni sem hann birti á mánudaginn, og eyddi svo, hefði í rauninni ekki verið skotmark.Myndin sem um ræðir var af Jackson og þar hafði Stone skrifað að „djúpríkis-launmorðinginn“ Robert Mueller hefði tryggt að Jackson yrði yfir máli Stone þar sem hún hefði verið skipuð af Barack Obama. Þá sagði Stone að Jackson hefði fellt niður ákæru gegn Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump, og fangelsað Paul Manafort, annan kosningastjóra Trump, áður en hann hefði verið dæmdur fyrir nokkurn glæp.Stone skrifaði einnig #fixisin til marks um að þegar væri búið að ákveða niðurstöðu málaferlanna gegn honum og bað hann fólk um að styðja hann fjárhagslega. Stone hefur verið ákærður fyrir að ljúga að þingmönnum um samskipti sín við Wikileaks í aðdraganda forsetakosninganna 2016, standa í vegi réttvísinnar og reyna að hafa áhrif á vitni. Hann neitar sök.In his latest Instagram post, Roger Stone attacks Judge Amy Berman Jackson, the federal judge overseeing his case.There is a crosshair in the upper left corner of the picture. pic.twitter.com/tbjLI0S81c— Kyle Griffin (@kylegriffin1) February 18, 2019
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Sjá meira