Greindi saksóknurum frá mögulegri óreglu í fyrirtækjum Trump Kjartan Kjartansson skrifar 22. febrúar 2019 23:09 Michael Cohen á að hefja afplánun á fangelsisdómi í maí. Hann virðist enn vinna með saksóknurum í New York. Vísir/EPA Fyrrverandi lögfræðingur Donalds Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa veitt saksóknurum upplýsingar um mögulega óreglu í fjölskyldufyrirtæki Trump og um einn fjárhagslegra bakhjarla innsetningarhátíðar hans. Á sama tíma eru saksóknarar í New York sagðir búa sig undir að ákæra fyrrverandi kosningastjóra Trump.New York Times greinir frá því að Michael Cohen, fyrrverandi lögfræðingur Trump, hafi hitt alríkissaksóknara í New York og deilt upplýsingunum í síðasta mánuði. Cohen vann um árabil fyrir Trump-fyrirtækið. Á meðal þess sem hann sagði saksóknurum frá voru tryggingakröfur sem fyrirtækið gerði. Saksóknararnir eru einnig sagðir hafa spurt Cohen út í Imaad Zuberi, áhættufjárfesti frá Kaliforníu, sem lét fé af hendi rakna til undirbúningsnefndar fyrir embættistöku Trump. Zuberi gaf 900.000 dollara til nefndarinnar og reyndi síðar að ráða Cohen sem ráðgjafa. Cohen á að hefja afplánun þriggja ára fangelsisdóms sem hann hlaut fyrir brot á kosningalögum og lygar fyrir þingnefnd í maí. Hann hefur fullyrt að Trump hafi skipað honum að framkvæma ólöglega greiðslu til að kaupa þögn Playboy-fyrirsætu um meint kynferðislegt samband þeirra í kosningabaráttunni árið 2016. Reynist upplýsingarnar sem Cohen veitti saksóknurunum í janúar á rökum reistar og gagnlegar við rannsókn þeirra gætu þeir mælt með því að refsing lögfræðingsins verði milduð. Cohen á að koma fyrir þrjár þingnefndir til að bera vitni, meðal annars um viðskiptagjörninga forsetans, í næstu viku.Manafort er sjötugur og gæti átt yfir höfði sér allt að 25 ára fangelsisdóm.Vísir/EPAForsetanáðun yrði útilokuð Blaðið sagði einnig frá því í dag að saksóknararnir í New York undirbyggju nú ákæru á hendur Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Trump. Manafort hefur áður verið dæmdur fyrir skatt- og bankasvik í alríkisdómstóli og á yfir höfði sér allt að 25 ára fangelsi vegna þeirra brota. Ákæra og möguleg sakfelling í ríkisdómstól í New York myndi útiloka að Trump forseti gæti náðað Manafort. Forseti getur aðeins náðað menn vegna alríkisglæpa, ekki glæpa sem einstök ríki Bandaríkjanna sækja menn til saka fyrir. Rannsókn saksóknaranna í New York er sögð beinast að lánum sem Manafort fékk frá tveimur bönkum. Þau lán komu við sögu í alríkismálinu gegn Manafort en rannsóknin á þeim var nýlega tekin upp aftur í New York. Ákærudómstóll er sagður hafa verið kallaður saman vegna rannsóknarinnar. Mögulegt er að lögfræðingar Manafort myndu láta á það reyna hvort að ákæra gegn honum á þessum forsendum bryti í bága við lög sem eiga að koma í veg fyrir að menn séu sóttir til saka oft fyrir sama glæpinn. Dómari kosmt að þeirri niðurstöðu fyrr í mánuðinum að Manafort hefði brotið gegn samkomulagi sem hann gerði við saksóknara Roberts Mueller, sérstaka rannsakandans sem rannsaka meint samráð forsetaframboðs Trump við Rússa, með ítrekuðum lygum. Þar á meðal er Manafort sagður hafa logið um samskipti sín við fyrrverandi starfsmann sinn sem saksóknararnir telja tengjast rússnesku leyniþjónustunni. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Þingið mun rannsaka meint afbrot forsetans BuzzFeed News segir Trump hafa skipað lögmanni sínum að ljúga að þinginu. Tilnefndur dómsmálaráðherra sammála því að slíkt teldist hindrun á framgangi réttvísi. Bæði dómsmála- og upplýsingamálanefnd þingsins ætla að rannsaka. 19. janúar 2019 07:15 Manafort deildi gögnum með fyrrum starfsmanni sem tengdist rússnesku leyniþjónustunni Fyrrum kosningastjóri Bandaríkjaforseta, Donald Trump, dreifði gögnum úr kosningabaráttunni með rússneskum fyrrum starfsmanni sínum. Sá hefur tengsl við rússnesku leyniþjónustuna. 8. janúar 2019 20:38 Manafort sekur um lygar Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, braut samkomulag sem hann gerði við Robert Mueller, sérstakan saksóknara, með því að ljúga að saksóknurum. 14. febrúar 2019 07:45 Cohen frestar vitnisburði og ber fyrir sig hótanir Trump Fyrrverandi lögmaður Trump forseta átti að koma fyrir þingnefnd í byrjun næsta mánaðar. Hann segist þurfa að setja öryggi fjölskyldu sinnar í fyrsta sæti. 23. janúar 2019 19:35 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Fyrrverandi lögfræðingur Donalds Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa veitt saksóknurum upplýsingar um mögulega óreglu í fjölskyldufyrirtæki Trump og um einn fjárhagslegra bakhjarla innsetningarhátíðar hans. Á sama tíma eru saksóknarar í New York sagðir búa sig undir að ákæra fyrrverandi kosningastjóra Trump.New York Times greinir frá því að Michael Cohen, fyrrverandi lögfræðingur Trump, hafi hitt alríkissaksóknara í New York og deilt upplýsingunum í síðasta mánuði. Cohen vann um árabil fyrir Trump-fyrirtækið. Á meðal þess sem hann sagði saksóknurum frá voru tryggingakröfur sem fyrirtækið gerði. Saksóknararnir eru einnig sagðir hafa spurt Cohen út í Imaad Zuberi, áhættufjárfesti frá Kaliforníu, sem lét fé af hendi rakna til undirbúningsnefndar fyrir embættistöku Trump. Zuberi gaf 900.000 dollara til nefndarinnar og reyndi síðar að ráða Cohen sem ráðgjafa. Cohen á að hefja afplánun þriggja ára fangelsisdóms sem hann hlaut fyrir brot á kosningalögum og lygar fyrir þingnefnd í maí. Hann hefur fullyrt að Trump hafi skipað honum að framkvæma ólöglega greiðslu til að kaupa þögn Playboy-fyrirsætu um meint kynferðislegt samband þeirra í kosningabaráttunni árið 2016. Reynist upplýsingarnar sem Cohen veitti saksóknurunum í janúar á rökum reistar og gagnlegar við rannsókn þeirra gætu þeir mælt með því að refsing lögfræðingsins verði milduð. Cohen á að koma fyrir þrjár þingnefndir til að bera vitni, meðal annars um viðskiptagjörninga forsetans, í næstu viku.Manafort er sjötugur og gæti átt yfir höfði sér allt að 25 ára fangelsisdóm.Vísir/EPAForsetanáðun yrði útilokuð Blaðið sagði einnig frá því í dag að saksóknararnir í New York undirbyggju nú ákæru á hendur Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Trump. Manafort hefur áður verið dæmdur fyrir skatt- og bankasvik í alríkisdómstóli og á yfir höfði sér allt að 25 ára fangelsi vegna þeirra brota. Ákæra og möguleg sakfelling í ríkisdómstól í New York myndi útiloka að Trump forseti gæti náðað Manafort. Forseti getur aðeins náðað menn vegna alríkisglæpa, ekki glæpa sem einstök ríki Bandaríkjanna sækja menn til saka fyrir. Rannsókn saksóknaranna í New York er sögð beinast að lánum sem Manafort fékk frá tveimur bönkum. Þau lán komu við sögu í alríkismálinu gegn Manafort en rannsóknin á þeim var nýlega tekin upp aftur í New York. Ákærudómstóll er sagður hafa verið kallaður saman vegna rannsóknarinnar. Mögulegt er að lögfræðingar Manafort myndu láta á það reyna hvort að ákæra gegn honum á þessum forsendum bryti í bága við lög sem eiga að koma í veg fyrir að menn séu sóttir til saka oft fyrir sama glæpinn. Dómari kosmt að þeirri niðurstöðu fyrr í mánuðinum að Manafort hefði brotið gegn samkomulagi sem hann gerði við saksóknara Roberts Mueller, sérstaka rannsakandans sem rannsaka meint samráð forsetaframboðs Trump við Rússa, með ítrekuðum lygum. Þar á meðal er Manafort sagður hafa logið um samskipti sín við fyrrverandi starfsmann sinn sem saksóknararnir telja tengjast rússnesku leyniþjónustunni.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Þingið mun rannsaka meint afbrot forsetans BuzzFeed News segir Trump hafa skipað lögmanni sínum að ljúga að þinginu. Tilnefndur dómsmálaráðherra sammála því að slíkt teldist hindrun á framgangi réttvísi. Bæði dómsmála- og upplýsingamálanefnd þingsins ætla að rannsaka. 19. janúar 2019 07:15 Manafort deildi gögnum með fyrrum starfsmanni sem tengdist rússnesku leyniþjónustunni Fyrrum kosningastjóri Bandaríkjaforseta, Donald Trump, dreifði gögnum úr kosningabaráttunni með rússneskum fyrrum starfsmanni sínum. Sá hefur tengsl við rússnesku leyniþjónustuna. 8. janúar 2019 20:38 Manafort sekur um lygar Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, braut samkomulag sem hann gerði við Robert Mueller, sérstakan saksóknara, með því að ljúga að saksóknurum. 14. febrúar 2019 07:45 Cohen frestar vitnisburði og ber fyrir sig hótanir Trump Fyrrverandi lögmaður Trump forseta átti að koma fyrir þingnefnd í byrjun næsta mánaðar. Hann segist þurfa að setja öryggi fjölskyldu sinnar í fyrsta sæti. 23. janúar 2019 19:35 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Þingið mun rannsaka meint afbrot forsetans BuzzFeed News segir Trump hafa skipað lögmanni sínum að ljúga að þinginu. Tilnefndur dómsmálaráðherra sammála því að slíkt teldist hindrun á framgangi réttvísi. Bæði dómsmála- og upplýsingamálanefnd þingsins ætla að rannsaka. 19. janúar 2019 07:15
Manafort deildi gögnum með fyrrum starfsmanni sem tengdist rússnesku leyniþjónustunni Fyrrum kosningastjóri Bandaríkjaforseta, Donald Trump, dreifði gögnum úr kosningabaráttunni með rússneskum fyrrum starfsmanni sínum. Sá hefur tengsl við rússnesku leyniþjónustuna. 8. janúar 2019 20:38
Manafort sekur um lygar Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, braut samkomulag sem hann gerði við Robert Mueller, sérstakan saksóknara, með því að ljúga að saksóknurum. 14. febrúar 2019 07:45
Cohen frestar vitnisburði og ber fyrir sig hótanir Trump Fyrrverandi lögmaður Trump forseta átti að koma fyrir þingnefnd í byrjun næsta mánaðar. Hann segist þurfa að setja öryggi fjölskyldu sinnar í fyrsta sæti. 23. janúar 2019 19:35