Óútskýrð frestun á aðalfundi Póstsins Jóhann Óli Eiðsson skrifar 23. febrúar 2019 08:15 Framkvæmdir við flutningamiðstöð Póstsins að Stórhöfða kosta um 700 milljónir króna en áttu upphaflega að vera enn meiri. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Aðalfundi Íslandspósts ohf. (ÍSP), sem halda átti í gær, var frestað um ótilgreindan tíma að beiðni handhafa hlutabréfa félagsins, það er fjármálaráðherra. Í svari ÍSP við fyrirspurn Fréttablaðsins segir að stefnt sé að því að halda hluthafafund áður en aðalfundur fer fram. Samtímis frestast birting ársskýrslu. Ekki er tilgreint hvers vegna þetta var ákveðið. Í upphafi mánaðar var boðað til aðalfundar ÍSP og átti hann að fara fram í höfuðstöðvum félagsins þann 22. febrúar kl. 16. Síðla þann 21. febrúar barst hins vegar tilkynning þar sem fram kom að aðalfundinum hefði verið frestað og að stjórn myndi boða til aðalfundar á ný í samræmi við samþykktir félagsins og ákvæði hlutafélagalaga. Samkvæmt samþykktum ÍSP skal halda aðalfund fyrir lok júlímánaðar ár hvert. Undanfarin ár hefur hann verið haldinn síðasta föstudag febrúarmánaðar og var stefnt að því nú áður en til hinnar skyndilegu frestunar kom. Sem kunnugt er hefur rekstur ÍSP verið þungur undanfarin ár. Af fundargerðum stjórnar, sem Fréttablaðið fékk afrit af að hluta, má meðal annars sjá að í árslok 2015 tók fyrirtækið 500 milljóna króna lán til að auka við handbært eigið fé. Samkvæmt ársreikningi þess árs var handbært eigið fé jákvætt í árslok um 419 milljónir. Afkoma áranna 2016 og 2017 var aftur á móti viðunandi vegna óvænts hagnaðar af einkaréttarbréfum eftir að í ljós kom að fækkun dreifingardaga skilaði meira hagræði en ráð var gert. Árið 2017 hækkaði stjórn ÍSP laun forstjóra fyrirtækisins um 25 prósent og í ársbyrjun 2018 greiddi félagið launauppbót til starfsmanna sinna í ljósi góðrar afkomu. Á haustmánuðum var staðan hins vegar sú að eigið fé reyndist uppurið og veðrými í fasteignum sömuleiðis. Því lokaði viðskiptabanki þess, Landsbanki Íslands, fyrir frekari lán. Þess vegna leitaði ÍSP á náðir ríkisins sem lánaði félaginu 500 milljónir og veitti heimild til að lána allt að milljarð til viðbótar á þessu ári þótt ekki væri búið að greina í hverju rekstrarvandinn liggur. Fréttablaðið beindi fyrirspurn til fjármálaráðuneytisins um hví ákveðið hefði verið að fresta fundinum. Svar hafði ekki borist þegar blaðið fór í prentun. Með því að fresta aðalfundi frestast jafnframt birting ársskýrslu ÍSP en hún hefur meðal annars að geyma upplýsingar um kaup og kjör stjórnenda. Af fundargerðum stjórnar má ráða að þau hafi tekið breytingum milli ára. Áreiðanlegar heimildir Fréttablaðsins herma að laun forstjóra hafi hækkað ríflega á árinu 2018, á sama tíma og fyrirtækið stefndi í gjaldþrot. Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Samkeppnismál Tengdar fréttir Vitað um versnandi stöðu Póstsins í áratug Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og fyrirrennara þess hafa á síðustu tíu árum fengið ítrekuð bréf frá stjórnendum Íslandspósts þar sem gerð var grein fyrir meintri versnandi stöðu fyrirtækisins vegna alþjónustu. 9. febrúar 2019 07:00 Pósturinn varði 121 milljón í lögmannsþjónustu á sex árum Árið 2017 fékk lögmaður Íslandspósts, Andri Árnason hjá Juris, meira greitt en forstjóri fyrirtækisins, 31 milljón króna. Samtímis hafa laun stjórnarmanna og forstjóra hækkað um ríflega fimmtíu prósent. 13. febrúar 2019 07:15 Afkoma einkaréttar ekki í samræmi við póstþjónustulög Texta um að gjaldskrá einkaréttar sé í samræmi við lög um póstþjónustu er ekki að finna í nýjustu yfirlitum um bókhaldslegan aðskilnað Póstsins. 11. febrúar 2019 08:00 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Hæstiréttur hafnar Alex Jones Erlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Fleiri fréttir Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Sjá meira
Aðalfundi Íslandspósts ohf. (ÍSP), sem halda átti í gær, var frestað um ótilgreindan tíma að beiðni handhafa hlutabréfa félagsins, það er fjármálaráðherra. Í svari ÍSP við fyrirspurn Fréttablaðsins segir að stefnt sé að því að halda hluthafafund áður en aðalfundur fer fram. Samtímis frestast birting ársskýrslu. Ekki er tilgreint hvers vegna þetta var ákveðið. Í upphafi mánaðar var boðað til aðalfundar ÍSP og átti hann að fara fram í höfuðstöðvum félagsins þann 22. febrúar kl. 16. Síðla þann 21. febrúar barst hins vegar tilkynning þar sem fram kom að aðalfundinum hefði verið frestað og að stjórn myndi boða til aðalfundar á ný í samræmi við samþykktir félagsins og ákvæði hlutafélagalaga. Samkvæmt samþykktum ÍSP skal halda aðalfund fyrir lok júlímánaðar ár hvert. Undanfarin ár hefur hann verið haldinn síðasta föstudag febrúarmánaðar og var stefnt að því nú áður en til hinnar skyndilegu frestunar kom. Sem kunnugt er hefur rekstur ÍSP verið þungur undanfarin ár. Af fundargerðum stjórnar, sem Fréttablaðið fékk afrit af að hluta, má meðal annars sjá að í árslok 2015 tók fyrirtækið 500 milljóna króna lán til að auka við handbært eigið fé. Samkvæmt ársreikningi þess árs var handbært eigið fé jákvætt í árslok um 419 milljónir. Afkoma áranna 2016 og 2017 var aftur á móti viðunandi vegna óvænts hagnaðar af einkaréttarbréfum eftir að í ljós kom að fækkun dreifingardaga skilaði meira hagræði en ráð var gert. Árið 2017 hækkaði stjórn ÍSP laun forstjóra fyrirtækisins um 25 prósent og í ársbyrjun 2018 greiddi félagið launauppbót til starfsmanna sinna í ljósi góðrar afkomu. Á haustmánuðum var staðan hins vegar sú að eigið fé reyndist uppurið og veðrými í fasteignum sömuleiðis. Því lokaði viðskiptabanki þess, Landsbanki Íslands, fyrir frekari lán. Þess vegna leitaði ÍSP á náðir ríkisins sem lánaði félaginu 500 milljónir og veitti heimild til að lána allt að milljarð til viðbótar á þessu ári þótt ekki væri búið að greina í hverju rekstrarvandinn liggur. Fréttablaðið beindi fyrirspurn til fjármálaráðuneytisins um hví ákveðið hefði verið að fresta fundinum. Svar hafði ekki borist þegar blaðið fór í prentun. Með því að fresta aðalfundi frestast jafnframt birting ársskýrslu ÍSP en hún hefur meðal annars að geyma upplýsingar um kaup og kjör stjórnenda. Af fundargerðum stjórnar má ráða að þau hafi tekið breytingum milli ára. Áreiðanlegar heimildir Fréttablaðsins herma að laun forstjóra hafi hækkað ríflega á árinu 2018, á sama tíma og fyrirtækið stefndi í gjaldþrot.
Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Samkeppnismál Tengdar fréttir Vitað um versnandi stöðu Póstsins í áratug Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og fyrirrennara þess hafa á síðustu tíu árum fengið ítrekuð bréf frá stjórnendum Íslandspósts þar sem gerð var grein fyrir meintri versnandi stöðu fyrirtækisins vegna alþjónustu. 9. febrúar 2019 07:00 Pósturinn varði 121 milljón í lögmannsþjónustu á sex árum Árið 2017 fékk lögmaður Íslandspósts, Andri Árnason hjá Juris, meira greitt en forstjóri fyrirtækisins, 31 milljón króna. Samtímis hafa laun stjórnarmanna og forstjóra hækkað um ríflega fimmtíu prósent. 13. febrúar 2019 07:15 Afkoma einkaréttar ekki í samræmi við póstþjónustulög Texta um að gjaldskrá einkaréttar sé í samræmi við lög um póstþjónustu er ekki að finna í nýjustu yfirlitum um bókhaldslegan aðskilnað Póstsins. 11. febrúar 2019 08:00 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Hæstiréttur hafnar Alex Jones Erlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Fleiri fréttir Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Sjá meira
Vitað um versnandi stöðu Póstsins í áratug Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og fyrirrennara þess hafa á síðustu tíu árum fengið ítrekuð bréf frá stjórnendum Íslandspósts þar sem gerð var grein fyrir meintri versnandi stöðu fyrirtækisins vegna alþjónustu. 9. febrúar 2019 07:00
Pósturinn varði 121 milljón í lögmannsþjónustu á sex árum Árið 2017 fékk lögmaður Íslandspósts, Andri Árnason hjá Juris, meira greitt en forstjóri fyrirtækisins, 31 milljón króna. Samtímis hafa laun stjórnarmanna og forstjóra hækkað um ríflega fimmtíu prósent. 13. febrúar 2019 07:15
Afkoma einkaréttar ekki í samræmi við póstþjónustulög Texta um að gjaldskrá einkaréttar sé í samræmi við lög um póstþjónustu er ekki að finna í nýjustu yfirlitum um bókhaldslegan aðskilnað Póstsins. 11. febrúar 2019 08:00