Vegagerðin býður út Reykjanesbraut Kristján Már Unnarsson skrifar 23. febrúar 2019 11:51 Kafli Reykjanesbrautar, frá kirkjugarðinum í Hafnarfirði að Krísuvíkurgatnamótum, verður tvöfaldaður. Stöð 2/Björn Sigurðsson. Vegagerðin hefur boðið út tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði, milli Kaldárselsvegar og Krýsuvíkurvegar. Lengd útboðskaflans er um 3,2 kílómetrar og skal vera að fullu lokið 1. nóvember 2020. Verkið er samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, Hafnarfjarðar og veitufyrirtækja. Því fylgir breikkun vegbrúar yfir Strandgötu og gerð tveggja göngubrúa yfir Reykjanesbraut við Ásland og Þorlákstún. Einnig er innifalin gerð umtalsverðra hljóðvarna, bæði hefðbundinna hljóðmana, hljóðveggja og mana með jarðvegshólfum, að því er fram kemur í útboðsauglýsingu. Þá eru í verkinu breytingar á lagnakerfum veitufyrirtækja sem og nýlagnir og veglýsing. Loks er innifalinn frágangur á landi og landmótun auk annarra þátta sem nauðsynlegir eru til að ljúka verkinu. Útboðið er einnig auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu, EES. Tilboðsfrestur rennur út þann 19. mars og verða tilboð opnuð samdægurs hjá Vegagerðinni.Mislæg gatnamót Reykjanesbrautar og Krýsuvíkurvegar, sem opnuð voru fyrir rúmu ári, voru undanfari tvöföldunar inn í Hafnarfjörð.Mynd/Vegagerðin.Fyrr í mánuðinum voru opnuð tilboð í breytingar á vegamótum Reykjanesbrautar og Fjarðarhrauns við Kaplakrika í Hafnarfirði. Tvöfalda á vinstri beygju frá Fjarðarhrauni inn á Reykjanesbraut til austurs og bæta við nýrri aðrein meðfram Kaplakrikalæk. Fjögur tilboð bárust og reyndust þau öll yfir kostnaðaráætlun, sem hljóðaði upp á 112 milljónir króna. Lægsta boð átti Loftorka í Garðabæ; 128,8 milljónir króna, sem er 15% yfir kostnaðaráætlun. Næstlægsta boð kom frá PK verki í Kópavogi, upp á 133 milljónir króna. Breytingum í vegamótum skal vera lokið 15. júlí í sumar. Frágangi utan vega skal svo vera lokið 1. ágúst. Hafnarfjörður Samgöngur Tengdar fréttir Mislæg gatnamót á Reykjanesbraut og Krýsuvíkurvegi tekin í notkun Um 15-20 þúsund bílar fara um mannvirkið á degi hverjum og með mislægum gatnamótum er umferðaröryggi verulega aukið. 15. desember 2017 16:09 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Vegagerðin hefur boðið út tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði, milli Kaldárselsvegar og Krýsuvíkurvegar. Lengd útboðskaflans er um 3,2 kílómetrar og skal vera að fullu lokið 1. nóvember 2020. Verkið er samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, Hafnarfjarðar og veitufyrirtækja. Því fylgir breikkun vegbrúar yfir Strandgötu og gerð tveggja göngubrúa yfir Reykjanesbraut við Ásland og Þorlákstún. Einnig er innifalin gerð umtalsverðra hljóðvarna, bæði hefðbundinna hljóðmana, hljóðveggja og mana með jarðvegshólfum, að því er fram kemur í útboðsauglýsingu. Þá eru í verkinu breytingar á lagnakerfum veitufyrirtækja sem og nýlagnir og veglýsing. Loks er innifalinn frágangur á landi og landmótun auk annarra þátta sem nauðsynlegir eru til að ljúka verkinu. Útboðið er einnig auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu, EES. Tilboðsfrestur rennur út þann 19. mars og verða tilboð opnuð samdægurs hjá Vegagerðinni.Mislæg gatnamót Reykjanesbrautar og Krýsuvíkurvegar, sem opnuð voru fyrir rúmu ári, voru undanfari tvöföldunar inn í Hafnarfjörð.Mynd/Vegagerðin.Fyrr í mánuðinum voru opnuð tilboð í breytingar á vegamótum Reykjanesbrautar og Fjarðarhrauns við Kaplakrika í Hafnarfirði. Tvöfalda á vinstri beygju frá Fjarðarhrauni inn á Reykjanesbraut til austurs og bæta við nýrri aðrein meðfram Kaplakrikalæk. Fjögur tilboð bárust og reyndust þau öll yfir kostnaðaráætlun, sem hljóðaði upp á 112 milljónir króna. Lægsta boð átti Loftorka í Garðabæ; 128,8 milljónir króna, sem er 15% yfir kostnaðaráætlun. Næstlægsta boð kom frá PK verki í Kópavogi, upp á 133 milljónir króna. Breytingum í vegamótum skal vera lokið 15. júlí í sumar. Frágangi utan vega skal svo vera lokið 1. ágúst.
Hafnarfjörður Samgöngur Tengdar fréttir Mislæg gatnamót á Reykjanesbraut og Krýsuvíkurvegi tekin í notkun Um 15-20 þúsund bílar fara um mannvirkið á degi hverjum og með mislægum gatnamótum er umferðaröryggi verulega aukið. 15. desember 2017 16:09 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Mislæg gatnamót á Reykjanesbraut og Krýsuvíkurvegi tekin í notkun Um 15-20 þúsund bílar fara um mannvirkið á degi hverjum og með mislægum gatnamótum er umferðaröryggi verulega aukið. 15. desember 2017 16:09