Dauðbrá þegar sérsveitarmenn með riffla komu inn á staðinn Jóhann K. Jóhannsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 24. febrúar 2019 23:15 Ísak segir lögreglumenn hafa leitað á manninum í dyragættinni á Dubliners. Myndin er tekin af staðnum í kvöld. Vísir/Jói K. Barþjónn á barnum Dubliners segir að sér hafi brugðið verulega þegar vopnaðir sérsveitarmenn handtóku mann á staðnum í kvöld. Maðurinn sýndi af sér ógnandi framkomu við starfsfólk Radison Blu 1919-hótelsins í Pósthússtræti fyrr í kvöld, flúði undan lögreglu og í kjölfarið upphófst nokkuð umfangsmikil leit í miðborginni.Sjá einnig: Sýndi ógnandi framkomu á Radisson í miðbænumÍ tilkynningu sem lögregla sendi frá sér vegna málsins kemur fram að tilkynnt hafi verið um manninn um klukkan 19:30 í kvöld en hann flúði af hótelinu þegar lögregla var kölluð til. Umfangsmikil leit lögreglu að manninum hófst í kjölfarið og var hann handtekinn skömmu síðar á barnum Dubliners, þar sem hann hafði leitað skjóls. Þá tók sérsveit ríkislögreglustjóra þátt í aðgerðinni í kvöld.Ekki vanur að sjá þetta í Reykjavík Ísak Ernir Fragapane, barþjónn á Dubliners, segir í samtali við fréttastofu að honum hafi brugðið þegar sérsveitarmenn komu inn á staðinn í kvöld enda sé slíkt ekki algeng sjón hér á landi. „Ég, „honestly“ [hreinskilnislega], eins og ég segi, ég veit ekki hvað gæinn gerði. Ég veit ekki almennilega hvað var í gangi, mér dauðbrá. Maður er ekki vanur að sjá þetta í Reykjavík, sérsveitina og riffla og svoleiðis, þannig að það voru pínu óþægindi.“ Að sögn Ísaks var rólegt á staðnum þegar maðurinn kom inn. Þá varð Ísak ekki strax ljóst að maðurinn væri á flótta undan lögreglu. „Hann virðist vera að leita að einhverju en hann er þá örugglega að leita að felustað, sagði lögreglan. En já, hann labbar og er alveg að skoða sig um og eitthvað. Ég ætlaði ekkert að skipta mér af honum,“ segir Ísak.Maðurinn hafði uppi ógnandi tilburði við starfsfólk Radison Blu 1919-hótelsins í Pósthússtræti fyrr í kvöld.Vísir/Jói K.Kemur hann inn þegar hann er var við að lögreglan er komin að leita að honum?„Já, ég sá hann aldrei koma inn en hann var á grúfu þarna við hurðina þegar þeir koma þannig að þetta gerist bara í dyragættinni.“ Þar hafi lögreglumenn leitað á manninum og spurt hvort hann væri vopnaður. Fram kom í tilkynningu frá lögreglu að engin vopn hafi fundist á manninum. „Að hann er lagður niður í jörðina, járnaður, leitað á honum. Þeir voru eitthvað að spyrja hann hvort hann væri með sprautunálar, hvort hann væri vopnaður. Ég veit ekki hvort hann var með eitthvað á sér.“Engum vísað út Í fyrstu frétt Fréttablaðsins af málinu kom fram samkvæmt heimildum að gestum Dubliners hefði verið vísað út af staðnum. Aðspurður segir Ísak það ekki rétt. „Alls ekki, alls ekki. Allir kúnnar, þeir sem sátu inni, þeir sátu bara. Það voru einhverjir tveir sem stóðu upp og reyndu að kíkja en lögreglan skipti sér ekkert af neinum. Ræddu ekkert við mig, gæinn var bara sóttur og farið með hann út.“ Maðurinn, sem var í annarlegu ástandi, hefur áður komið við sögu lögreglu og gistir nú fangageymslu þar til unnt verður að ræða við hann. Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Sýndi ógnandi framkomu á Radisson í miðbænum Fjölmennt lið lögreglu sást að störfum í miðbæ Reykjavíkur við Radisson Blu-hótel í Pósthússtræti í kvöld. 24. febrúar 2019 21:13 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Fleiri fréttir Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Sjá meira
Barþjónn á barnum Dubliners segir að sér hafi brugðið verulega þegar vopnaðir sérsveitarmenn handtóku mann á staðnum í kvöld. Maðurinn sýndi af sér ógnandi framkomu við starfsfólk Radison Blu 1919-hótelsins í Pósthússtræti fyrr í kvöld, flúði undan lögreglu og í kjölfarið upphófst nokkuð umfangsmikil leit í miðborginni.Sjá einnig: Sýndi ógnandi framkomu á Radisson í miðbænumÍ tilkynningu sem lögregla sendi frá sér vegna málsins kemur fram að tilkynnt hafi verið um manninn um klukkan 19:30 í kvöld en hann flúði af hótelinu þegar lögregla var kölluð til. Umfangsmikil leit lögreglu að manninum hófst í kjölfarið og var hann handtekinn skömmu síðar á barnum Dubliners, þar sem hann hafði leitað skjóls. Þá tók sérsveit ríkislögreglustjóra þátt í aðgerðinni í kvöld.Ekki vanur að sjá þetta í Reykjavík Ísak Ernir Fragapane, barþjónn á Dubliners, segir í samtali við fréttastofu að honum hafi brugðið þegar sérsveitarmenn komu inn á staðinn í kvöld enda sé slíkt ekki algeng sjón hér á landi. „Ég, „honestly“ [hreinskilnislega], eins og ég segi, ég veit ekki hvað gæinn gerði. Ég veit ekki almennilega hvað var í gangi, mér dauðbrá. Maður er ekki vanur að sjá þetta í Reykjavík, sérsveitina og riffla og svoleiðis, þannig að það voru pínu óþægindi.“ Að sögn Ísaks var rólegt á staðnum þegar maðurinn kom inn. Þá varð Ísak ekki strax ljóst að maðurinn væri á flótta undan lögreglu. „Hann virðist vera að leita að einhverju en hann er þá örugglega að leita að felustað, sagði lögreglan. En já, hann labbar og er alveg að skoða sig um og eitthvað. Ég ætlaði ekkert að skipta mér af honum,“ segir Ísak.Maðurinn hafði uppi ógnandi tilburði við starfsfólk Radison Blu 1919-hótelsins í Pósthússtræti fyrr í kvöld.Vísir/Jói K.Kemur hann inn þegar hann er var við að lögreglan er komin að leita að honum?„Já, ég sá hann aldrei koma inn en hann var á grúfu þarna við hurðina þegar þeir koma þannig að þetta gerist bara í dyragættinni.“ Þar hafi lögreglumenn leitað á manninum og spurt hvort hann væri vopnaður. Fram kom í tilkynningu frá lögreglu að engin vopn hafi fundist á manninum. „Að hann er lagður niður í jörðina, járnaður, leitað á honum. Þeir voru eitthvað að spyrja hann hvort hann væri með sprautunálar, hvort hann væri vopnaður. Ég veit ekki hvort hann var með eitthvað á sér.“Engum vísað út Í fyrstu frétt Fréttablaðsins af málinu kom fram samkvæmt heimildum að gestum Dubliners hefði verið vísað út af staðnum. Aðspurður segir Ísak það ekki rétt. „Alls ekki, alls ekki. Allir kúnnar, þeir sem sátu inni, þeir sátu bara. Það voru einhverjir tveir sem stóðu upp og reyndu að kíkja en lögreglan skipti sér ekkert af neinum. Ræddu ekkert við mig, gæinn var bara sóttur og farið með hann út.“ Maðurinn, sem var í annarlegu ástandi, hefur áður komið við sögu lögreglu og gistir nú fangageymslu þar til unnt verður að ræða við hann.
Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Sýndi ógnandi framkomu á Radisson í miðbænum Fjölmennt lið lögreglu sást að störfum í miðbæ Reykjavíkur við Radisson Blu-hótel í Pósthússtræti í kvöld. 24. febrúar 2019 21:13 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Fleiri fréttir Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Sjá meira
Sýndi ógnandi framkomu á Radisson í miðbænum Fjölmennt lið lögreglu sást að störfum í miðbæ Reykjavíkur við Radisson Blu-hótel í Pósthússtræti í kvöld. 24. febrúar 2019 21:13