Bað um og fékk breytingar á reglugerð Sveinn Arnarsson skrifar 25. febrúar 2019 06:00 Kristján Loftsson sést hér kampakátur á ársfundi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Fréttablaðið/AntonBrink Tölvupóstur sem Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf., sendi Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, þann 15. maí 2018 sýnir að forstjórinn óskaði eftir því að ráðherrann myndi breyta reglugerð um vinnslu og heilbrigðiseftirlit með hvalaafurðum. Þremur mánuðum seinna skrifaði ráðherra undir breytingu á reglugerðinni þar sem felld var niður sú kvöð að Hvalur hf. þyrfti að skera hval á yfirbyggðum skurðarfleti. Fréttablaðið sagði frá því í ágúst síðastliðnum að reglum um hvalskurð hafi aldrei verið fylgt. Árið 2009 tók gildi reglugerð um vinnslu og heilbrigðiseftirlit með hvalaafurðum.TölvupósturinnÍ henni var kveðið á um að hvalskurður skuli hefjast um leið og hvalur er kominn á land og að skurðarflöturinn skuli vera innandyra. Það ákvæði kom þó ekki til áhrifa fyrr en ári seinna, árið 2010. „Sæll Kristján Þór, Mér þykir leitt að þurfa að hvabba [sic] á þér vegna eftirfarandi.“ Svo hefst bréf forstjórans til ráðherra málaflokksins. Kristján Loftsson benti nafna sínum á í bréfinu að það þyrfti að laga reglugerðina að hans mati. „Eins og þetta er í pottinn búið tel ég vonlaust að sækja um vinnsluleyfi fyrir komandi vertíð með reglugerðina óbreytta. Vísa ég þar sérstaklega til 10 [sic] gr. reglugerðarinnar,“ stendur í bréfi forstjórans. Sú grein reglugerðarinnar innihélt meðal annars þá kvöð að fyrirtækið ætti að skera hval á yfirbyggðum skurðarfleti. Sigurgeir Þorgeirsson, sérfræðingur hjá atvinnuvegaráðuneytinu, fékk einnig afrit af þessum pósti. Kristján Loftsson sendi með tölvupóstinum tillögur sínar um breytingar á reglugerðinni. „Einnig set ég sem viðhengi reglugerðina Nr. 489 frá 28. maí 2009, en þar hef ég sett inn breytingar þær, sem ég fer fram á að verði gerðar með rauðu,“ segir í bréfinu. Þær breytingar sem gerðar voru ríma margar hverjar við breytingartillögur Kristjáns Loftssonar. Í síðustu viku samþykkti Kristján Þór að leyfa fyrirtækinu að veiða hvali í fimm ár til viðbótar. Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Sjávarútvegur Tengdar fréttir Reglum um hvalskurð var aldrei fylgt Árið 2009 voru settar reglur um að hvalskurður stórhvela yrði að gerast innandyra þar sem um matvæli væri að ræða. Aldrei hefur verið farið eftir því segir fagsviðsstjóri hjá Matvælastofnun. 7. ágúst 2018 06:00 Kæra Hval hf. vegna brota á lögum um hvalveiðar Lögmaður Jarðarvina segir samtökin vilja láta reyna á hvort Hvalur hf. hafi mátt veiða blending steypireyðar og langreyðar. 9. ágúst 2018 11:30 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Tölvupóstur sem Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf., sendi Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, þann 15. maí 2018 sýnir að forstjórinn óskaði eftir því að ráðherrann myndi breyta reglugerð um vinnslu og heilbrigðiseftirlit með hvalaafurðum. Þremur mánuðum seinna skrifaði ráðherra undir breytingu á reglugerðinni þar sem felld var niður sú kvöð að Hvalur hf. þyrfti að skera hval á yfirbyggðum skurðarfleti. Fréttablaðið sagði frá því í ágúst síðastliðnum að reglum um hvalskurð hafi aldrei verið fylgt. Árið 2009 tók gildi reglugerð um vinnslu og heilbrigðiseftirlit með hvalaafurðum.TölvupósturinnÍ henni var kveðið á um að hvalskurður skuli hefjast um leið og hvalur er kominn á land og að skurðarflöturinn skuli vera innandyra. Það ákvæði kom þó ekki til áhrifa fyrr en ári seinna, árið 2010. „Sæll Kristján Þór, Mér þykir leitt að þurfa að hvabba [sic] á þér vegna eftirfarandi.“ Svo hefst bréf forstjórans til ráðherra málaflokksins. Kristján Loftsson benti nafna sínum á í bréfinu að það þyrfti að laga reglugerðina að hans mati. „Eins og þetta er í pottinn búið tel ég vonlaust að sækja um vinnsluleyfi fyrir komandi vertíð með reglugerðina óbreytta. Vísa ég þar sérstaklega til 10 [sic] gr. reglugerðarinnar,“ stendur í bréfi forstjórans. Sú grein reglugerðarinnar innihélt meðal annars þá kvöð að fyrirtækið ætti að skera hval á yfirbyggðum skurðarfleti. Sigurgeir Þorgeirsson, sérfræðingur hjá atvinnuvegaráðuneytinu, fékk einnig afrit af þessum pósti. Kristján Loftsson sendi með tölvupóstinum tillögur sínar um breytingar á reglugerðinni. „Einnig set ég sem viðhengi reglugerðina Nr. 489 frá 28. maí 2009, en þar hef ég sett inn breytingar þær, sem ég fer fram á að verði gerðar með rauðu,“ segir í bréfinu. Þær breytingar sem gerðar voru ríma margar hverjar við breytingartillögur Kristjáns Loftssonar. Í síðustu viku samþykkti Kristján Þór að leyfa fyrirtækinu að veiða hvali í fimm ár til viðbótar.
Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Sjávarútvegur Tengdar fréttir Reglum um hvalskurð var aldrei fylgt Árið 2009 voru settar reglur um að hvalskurður stórhvela yrði að gerast innandyra þar sem um matvæli væri að ræða. Aldrei hefur verið farið eftir því segir fagsviðsstjóri hjá Matvælastofnun. 7. ágúst 2018 06:00 Kæra Hval hf. vegna brota á lögum um hvalveiðar Lögmaður Jarðarvina segir samtökin vilja láta reyna á hvort Hvalur hf. hafi mátt veiða blending steypireyðar og langreyðar. 9. ágúst 2018 11:30 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Reglum um hvalskurð var aldrei fylgt Árið 2009 voru settar reglur um að hvalskurður stórhvela yrði að gerast innandyra þar sem um matvæli væri að ræða. Aldrei hefur verið farið eftir því segir fagsviðsstjóri hjá Matvælastofnun. 7. ágúst 2018 06:00
Kæra Hval hf. vegna brota á lögum um hvalveiðar Lögmaður Jarðarvina segir samtökin vilja láta reyna á hvort Hvalur hf. hafi mátt veiða blending steypireyðar og langreyðar. 9. ágúst 2018 11:30