Segir ræstingafólk tilbúið í aðgerðir Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 25. febrúar 2019 07:00 Zsófia Sidlovits, ræstitæknir og trúnaðarmaður. Fréttablaðið/Ernir „Eins og ég sé stöðuna þurfa atvinnurekendur að finna fyrir þrýstingi, og finna fyrir því að við munum gera allt í okkar valdi til að breyta stöðunni,“ segir Zsófia Sidlovits, ræstitæknir á Hótel Borg og Apóteki hóteli. Zsófia er ein af um 700 liðsmönnum Eflingar stéttarfélags sem starfa við þrif, hreingerningar og frágang herbergja sem munu að líkindum leggja niður störf tímabundið 8. mars næstkomandi. Atkvæðagreiðsla um vinnustöðvun hefst í dag. „Ég vonast innilega til þess að tillagan verði samþykkt,“ segir hún. Zsófia er ungversk og flutti til Íslands fyrir þremur árum. Hún vinnur við ræstingar á tveimur stórum hótelum og er trúnaðarmaður Eflingar á báðum vinnustöðum. Hún segir reynslu sína af því að starfa á Íslandi skelfilega, einmitt vegna þeirra aðstæðna sem hún berst nú fyrir að verði leiðréttar. „Ég hef verið gagnrýnd af skrifstofustarfsfólki fyrir að taka þátt í Eflingu. Þau eru tengd stjórnendum og virðast ekki vilja sjá hvað er að gerast í samfélaginu,“ segir Zsófia. „Ég held að það sé gjá á milli skrifstofufólksins og okkar.“ Aðspurð hvort samstarfsfólk hennar sé sama sinnis og hún segir Zsófia að svo sé. „Ræstingarfólkið hefur verið reitt í langan tíma. Það hefur ekkert breyst, hvorki aðstæðurnar né tilfinningar fólksins,“ segir hún. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Segir pattstöðuna ekki verkalýðsfélögum að kenna Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir viðræðurnar hafa farið fram af ábyrgum hætti af hálfu verkalýðsfélaganna en telur viðleitni hafi skort hjá viðsemjendum félaganna. 24. febrúar 2019 20:00 Sakar verkalýðshreyfinguna um leikaraskap Friðjón Friðjónsson, almannatengill, sakaði verkalýðsfélögin um leikaraskap í kringum kjaraviðræðurnar. 24. febrúar 2019 12:51 Segir áherslur félaganna einkennilegar Ferðamálaráðherra hefur áhyggjur af stöðunni sem upp er komin í deilu fjögurra verkalýðsfélaga við SA. Það skjóti skökku við að aðilar virðist ekki vissir um hvert þrætueplið sé. 25. febrúar 2019 06:00 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Fleiri fréttir Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Sjá meira
„Eins og ég sé stöðuna þurfa atvinnurekendur að finna fyrir þrýstingi, og finna fyrir því að við munum gera allt í okkar valdi til að breyta stöðunni,“ segir Zsófia Sidlovits, ræstitæknir á Hótel Borg og Apóteki hóteli. Zsófia er ein af um 700 liðsmönnum Eflingar stéttarfélags sem starfa við þrif, hreingerningar og frágang herbergja sem munu að líkindum leggja niður störf tímabundið 8. mars næstkomandi. Atkvæðagreiðsla um vinnustöðvun hefst í dag. „Ég vonast innilega til þess að tillagan verði samþykkt,“ segir hún. Zsófia er ungversk og flutti til Íslands fyrir þremur árum. Hún vinnur við ræstingar á tveimur stórum hótelum og er trúnaðarmaður Eflingar á báðum vinnustöðum. Hún segir reynslu sína af því að starfa á Íslandi skelfilega, einmitt vegna þeirra aðstæðna sem hún berst nú fyrir að verði leiðréttar. „Ég hef verið gagnrýnd af skrifstofustarfsfólki fyrir að taka þátt í Eflingu. Þau eru tengd stjórnendum og virðast ekki vilja sjá hvað er að gerast í samfélaginu,“ segir Zsófia. „Ég held að það sé gjá á milli skrifstofufólksins og okkar.“ Aðspurð hvort samstarfsfólk hennar sé sama sinnis og hún segir Zsófia að svo sé. „Ræstingarfólkið hefur verið reitt í langan tíma. Það hefur ekkert breyst, hvorki aðstæðurnar né tilfinningar fólksins,“ segir hún.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Segir pattstöðuna ekki verkalýðsfélögum að kenna Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir viðræðurnar hafa farið fram af ábyrgum hætti af hálfu verkalýðsfélaganna en telur viðleitni hafi skort hjá viðsemjendum félaganna. 24. febrúar 2019 20:00 Sakar verkalýðshreyfinguna um leikaraskap Friðjón Friðjónsson, almannatengill, sakaði verkalýðsfélögin um leikaraskap í kringum kjaraviðræðurnar. 24. febrúar 2019 12:51 Segir áherslur félaganna einkennilegar Ferðamálaráðherra hefur áhyggjur af stöðunni sem upp er komin í deilu fjögurra verkalýðsfélaga við SA. Það skjóti skökku við að aðilar virðist ekki vissir um hvert þrætueplið sé. 25. febrúar 2019 06:00 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Fleiri fréttir Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Segir pattstöðuna ekki verkalýðsfélögum að kenna Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir viðræðurnar hafa farið fram af ábyrgum hætti af hálfu verkalýðsfélaganna en telur viðleitni hafi skort hjá viðsemjendum félaganna. 24. febrúar 2019 20:00
Sakar verkalýðshreyfinguna um leikaraskap Friðjón Friðjónsson, almannatengill, sakaði verkalýðsfélögin um leikaraskap í kringum kjaraviðræðurnar. 24. febrúar 2019 12:51
Segir áherslur félaganna einkennilegar Ferðamálaráðherra hefur áhyggjur af stöðunni sem upp er komin í deilu fjögurra verkalýðsfélaga við SA. Það skjóti skökku við að aðilar virðist ekki vissir um hvert þrætueplið sé. 25. febrúar 2019 06:00