„Bless London, halló Madison“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. febrúar 2019 11:30 Sara Sigmundsdóttir. Mynd/iInstagram/sarasigmunds Íslenska CrossFit drottningin Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir stóð efst á palli í ExCel sýninga- og ráðstefnuhöllinni í London í gær eftir glæsilega frammistöðu sína um helgina. Ragnheiður Sara fagnaði ekki aðeins sigri á „Strength in Depth“ CrossFit mótinu og varð 3500 dollurum ríkari, heldur tryggði hún sér einnig farseðilinn á heimsleikana í Madison í ágúst. Skilaboðin frá Söru inn á Instagram síðu hennar voru líka í einfaldari kantinum í mótslok. „Bless London, halló Madison,“ skrifaði Sara og birti mynd af sér að fagna í keppninni. Hún átti frábæra helgi og vann mjög sannfærandi sigur. Sara vann fjórar greinar og varð síðan í öðru sæti í hinum þremur. Það er vissulega að mörgu að taka þegar kemur að afrekum Söru í þessum sjö greinum. Vefsíðan morningchalkup.com fer aðeins yfir þau. „Tölurnar tala sínu máli. Fjórir sigrar í sjö greinum og aldrei neðar en í öðru sæti. Jafnaði persónulegt met í snörun sem var þriðja grein dagsins auk þess að ná útkomu í 19.1 æfingunni í „Open“ sem engin kona í heiminum hefur náð þegar þessi grein er skrifuð.,“ segir í greininni um sigur Söru. „Klaufalegu mistökin sem hafa háð Sigmundsdóttur í gegnum árin, voru hvergi sjáanleg á sunnudaginn. Hún var nánast fullkomin í fyrstu tveimur greinunum og það þurfti hetjulega endurkomu hjá löndu hennar Þuríði Helgadóttur í lokagreininni til að koma í veg fyrir að Sara tæki allar greinar lokadagsins,“ segir í greininni. Þuríður Erla Helgadóttir náði fjórða sætinu á mótinu með því að vinna lokagreinina og minnti líka aðeins á sig með flottri frammistöðu. Vonandi tekst henni að komast líka á heimsleikana en tvær íslenskar konur eru nú með tryggt sæti eða þær Sara og Katrín Tanja Davíðsdóttir. Sara Sigmundsdóttir hefur nú komist á pall í þremur CrossFit mótum sem gáfu sæti á heimsleikunum en eftir tvö brons í Dúbaí og Miami þá kláraði hún gullið með glæsibrag um helgina. Sætið á heimsleikunum þýðir að Sara er að fara að keppa á fimmtu heimsleikunum í röð en hennar besti árangur er þriðja sætið á leikunum 2015 og 2016. Þessi glæsilega helgi skipti Söru líka miklu máli enda ætti hún að fá mikið sjálfstraust með þessum sannfærandi sigri. Með greininni á morningchalkup.com má líka sjá dramatíska mynd af Söru fagna með fjölskyldu sinni eftir keppnina. Sú mynd segir meira en mörg orð um mikilvægi sigursins. View this post on InstagramGoodbye London, hello Madison @niketraining #niketraining #justdoit @FitAID #teamFitAID #FitAID #Ryourogue #roguefitness @compexusa #compexusa #musclestim @fatgripz #fatgripz @waterofchampions #waterofchampions #icelandpurespringwater #supernaturalrecovery @foodspring_athletics #foodspring_athletics @lysi.life @lysi_us #lysi @philmansfield_msi @baklandmgmt #cfsudurnes #simmagym @rxdphotography @baraoe A post shared by Sara Sigmundsdóttir (@sarasigmunds) on Feb 24, 2019 at 3:25pm PST View this post on InstagramBack with a vengeance @sarasigmunds took @strengthindepthuk by storm. ⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀ ⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀ She wins the Elite female competition and an invitation to the 2019 Reebok @crossfitgame with four 1st place finishes and three second place finishes (each ahead of Jamie Greene, Dani Speegle and Thuri Helgadottir). ⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀ ⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀ The final standings for the Elite women are: ⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀ 1st Sara Sigmundsdottir (682 pts) 2nd Jamie Greene (638 pts) 3rd Dani Speegle (602 pts) ⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀ ⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀ @frozenintimefr @crossfitgames @noccouk @eleiko_uk @eleikosport @wheyduk @rxbar #uk @WIT.fitness @geometriktarget @reebokuk #CFSiD #crossfitgames #fittestonearth #sanctionals A post shared by Strength In Depth (@strengthindepthuk) on Feb 24, 2019 at 9:54am PST CrossFit Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Verstappen á ráspólnum í Japan Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Dagskráin: Opnunarleikur í Bestu, úrslitakeppni og kappakstur í Japan Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Sjá meira
Íslenska CrossFit drottningin Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir stóð efst á palli í ExCel sýninga- og ráðstefnuhöllinni í London í gær eftir glæsilega frammistöðu sína um helgina. Ragnheiður Sara fagnaði ekki aðeins sigri á „Strength in Depth“ CrossFit mótinu og varð 3500 dollurum ríkari, heldur tryggði hún sér einnig farseðilinn á heimsleikana í Madison í ágúst. Skilaboðin frá Söru inn á Instagram síðu hennar voru líka í einfaldari kantinum í mótslok. „Bless London, halló Madison,“ skrifaði Sara og birti mynd af sér að fagna í keppninni. Hún átti frábæra helgi og vann mjög sannfærandi sigur. Sara vann fjórar greinar og varð síðan í öðru sæti í hinum þremur. Það er vissulega að mörgu að taka þegar kemur að afrekum Söru í þessum sjö greinum. Vefsíðan morningchalkup.com fer aðeins yfir þau. „Tölurnar tala sínu máli. Fjórir sigrar í sjö greinum og aldrei neðar en í öðru sæti. Jafnaði persónulegt met í snörun sem var þriðja grein dagsins auk þess að ná útkomu í 19.1 æfingunni í „Open“ sem engin kona í heiminum hefur náð þegar þessi grein er skrifuð.,“ segir í greininni um sigur Söru. „Klaufalegu mistökin sem hafa háð Sigmundsdóttur í gegnum árin, voru hvergi sjáanleg á sunnudaginn. Hún var nánast fullkomin í fyrstu tveimur greinunum og það þurfti hetjulega endurkomu hjá löndu hennar Þuríði Helgadóttur í lokagreininni til að koma í veg fyrir að Sara tæki allar greinar lokadagsins,“ segir í greininni. Þuríður Erla Helgadóttir náði fjórða sætinu á mótinu með því að vinna lokagreinina og minnti líka aðeins á sig með flottri frammistöðu. Vonandi tekst henni að komast líka á heimsleikana en tvær íslenskar konur eru nú með tryggt sæti eða þær Sara og Katrín Tanja Davíðsdóttir. Sara Sigmundsdóttir hefur nú komist á pall í þremur CrossFit mótum sem gáfu sæti á heimsleikunum en eftir tvö brons í Dúbaí og Miami þá kláraði hún gullið með glæsibrag um helgina. Sætið á heimsleikunum þýðir að Sara er að fara að keppa á fimmtu heimsleikunum í röð en hennar besti árangur er þriðja sætið á leikunum 2015 og 2016. Þessi glæsilega helgi skipti Söru líka miklu máli enda ætti hún að fá mikið sjálfstraust með þessum sannfærandi sigri. Með greininni á morningchalkup.com má líka sjá dramatíska mynd af Söru fagna með fjölskyldu sinni eftir keppnina. Sú mynd segir meira en mörg orð um mikilvægi sigursins. View this post on InstagramGoodbye London, hello Madison @niketraining #niketraining #justdoit @FitAID #teamFitAID #FitAID #Ryourogue #roguefitness @compexusa #compexusa #musclestim @fatgripz #fatgripz @waterofchampions #waterofchampions #icelandpurespringwater #supernaturalrecovery @foodspring_athletics #foodspring_athletics @lysi.life @lysi_us #lysi @philmansfield_msi @baklandmgmt #cfsudurnes #simmagym @rxdphotography @baraoe A post shared by Sara Sigmundsdóttir (@sarasigmunds) on Feb 24, 2019 at 3:25pm PST View this post on InstagramBack with a vengeance @sarasigmunds took @strengthindepthuk by storm. ⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀ ⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀ She wins the Elite female competition and an invitation to the 2019 Reebok @crossfitgame with four 1st place finishes and three second place finishes (each ahead of Jamie Greene, Dani Speegle and Thuri Helgadottir). ⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀ ⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀ The final standings for the Elite women are: ⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀ 1st Sara Sigmundsdottir (682 pts) 2nd Jamie Greene (638 pts) 3rd Dani Speegle (602 pts) ⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀ ⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀ @frozenintimefr @crossfitgames @noccouk @eleiko_uk @eleikosport @wheyduk @rxbar #uk @WIT.fitness @geometriktarget @reebokuk #CFSiD #crossfitgames #fittestonearth #sanctionals A post shared by Strength In Depth (@strengthindepthuk) on Feb 24, 2019 at 9:54am PST
CrossFit Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Verstappen á ráspólnum í Japan Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Dagskráin: Opnunarleikur í Bestu, úrslitakeppni og kappakstur í Japan Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum