Ætla að stefna Mueller verði skýrslan ekki gerð opinber Kjartan Kjartansson skrifar 25. febrúar 2019 10:40 Rannsókn Mueller hefur vofað yfir forsetatíð Trump forseta í hátt á annað ár. Vísir/EPA Demókratar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings segjast tilbúnir að stefna Robert Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, til að bera vitni fyrir þingnefnd ef ráðuneytið kýs að birta ekki skýrslu hans. Talið er að rannsókn Mueller á meintu samráði forsetaframboðs Donalds Trump sé á lokametrunum. Orðrómur hefur verið á kreiki um að Mueller gæti skilað skýrslu um rannsókn sína á næstu vikum. Það væri ákvörðun dómsmálaráðuneytisins hvort hún yrði birt opinberlega. William Barr, nýr dómsmálaráðherra sem Trump forseti tilnefndi, tók nýlega við völdum í ráðuneytinu. Adam Schiff, formaður leyniþjónustunefndar fulltrúadeildarinnar, segir að ef ráðuneytið veitir Bandaríkjaþingi ekki aðgang að niðurstöðum Mueller í heild sinni séu demókratar bæði tilbúnir að stefna Mueller til að koma fyrir nefndina og krefjast birtingar hennar fyrir dómi. „Á endanum held ég að ráðuneytið skilji að þau verða að gera þetta opinbert. Ég held að Barr muni skilja það á endanum líka,“ sagði Schiff í sjónvarpsviðtali í gær. Samkvæmt reglum dómsmálaráðuneytisins á skýrsla Mueller að vera trúnaðarskjal um alla þá sem voru ákærðir í rannsókninni en einnig aðra sem komu við sögu en voru ekki ákærðir. Eftir að skýrslan berst er það ráðherrans að láta þingið vita af því að rannsókninni sé lokið, að sögn Washington Post. Þegar Barr kom fyrir þingnefnd áður en hann var staðfestur í embætti sagði hann það markmið sitt að veita „eins mikið gegnsæi og ég get í samræmi við lög“. Rannsókn Mueller hefur staðið yfir í tæp tvö ár. Hann var skipaður sérstakur rannsakandi ráðuneytisins í kjölfar þess að Trump forseti rak James Comey, þáverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI, í maí árið 2017. FBI hafði þá rannsakað meint samráð framboðs Trump við Rússa. Mueller-rannsóknin hefur einnig beinst að því hvort að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar með því að reka Comey. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Manafort sagður forhertur glæpamaður í nýrri greinargerð Muellers Greinargerðin var send dómara í Washington vegna ákvörðunar refsingar Manaforts fyrir samsæri sem hann var sakfelldur fyrir í september. 23. febrúar 2019 23:15 Eiga von á að Mueller skili skýrslu sinni í næstu viku CNN greinir frá því að dómsmálaráðherrann William Barr muni greina frá skilum á skýrslunni í næstu viku. 20. febrúar 2019 19:28 Mueller ekki við það að klára Robert Mueller, sérstakur saksóknari dómsmálaráðuneytisins, mun ekki skila skýrslu um rannsókn sína í næstu viku. 23. febrúar 2019 09:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Demókratar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings segjast tilbúnir að stefna Robert Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, til að bera vitni fyrir þingnefnd ef ráðuneytið kýs að birta ekki skýrslu hans. Talið er að rannsókn Mueller á meintu samráði forsetaframboðs Donalds Trump sé á lokametrunum. Orðrómur hefur verið á kreiki um að Mueller gæti skilað skýrslu um rannsókn sína á næstu vikum. Það væri ákvörðun dómsmálaráðuneytisins hvort hún yrði birt opinberlega. William Barr, nýr dómsmálaráðherra sem Trump forseti tilnefndi, tók nýlega við völdum í ráðuneytinu. Adam Schiff, formaður leyniþjónustunefndar fulltrúadeildarinnar, segir að ef ráðuneytið veitir Bandaríkjaþingi ekki aðgang að niðurstöðum Mueller í heild sinni séu demókratar bæði tilbúnir að stefna Mueller til að koma fyrir nefndina og krefjast birtingar hennar fyrir dómi. „Á endanum held ég að ráðuneytið skilji að þau verða að gera þetta opinbert. Ég held að Barr muni skilja það á endanum líka,“ sagði Schiff í sjónvarpsviðtali í gær. Samkvæmt reglum dómsmálaráðuneytisins á skýrsla Mueller að vera trúnaðarskjal um alla þá sem voru ákærðir í rannsókninni en einnig aðra sem komu við sögu en voru ekki ákærðir. Eftir að skýrslan berst er það ráðherrans að láta þingið vita af því að rannsókninni sé lokið, að sögn Washington Post. Þegar Barr kom fyrir þingnefnd áður en hann var staðfestur í embætti sagði hann það markmið sitt að veita „eins mikið gegnsæi og ég get í samræmi við lög“. Rannsókn Mueller hefur staðið yfir í tæp tvö ár. Hann var skipaður sérstakur rannsakandi ráðuneytisins í kjölfar þess að Trump forseti rak James Comey, þáverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI, í maí árið 2017. FBI hafði þá rannsakað meint samráð framboðs Trump við Rússa. Mueller-rannsóknin hefur einnig beinst að því hvort að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar með því að reka Comey.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Manafort sagður forhertur glæpamaður í nýrri greinargerð Muellers Greinargerðin var send dómara í Washington vegna ákvörðunar refsingar Manaforts fyrir samsæri sem hann var sakfelldur fyrir í september. 23. febrúar 2019 23:15 Eiga von á að Mueller skili skýrslu sinni í næstu viku CNN greinir frá því að dómsmálaráðherrann William Barr muni greina frá skilum á skýrslunni í næstu viku. 20. febrúar 2019 19:28 Mueller ekki við það að klára Robert Mueller, sérstakur saksóknari dómsmálaráðuneytisins, mun ekki skila skýrslu um rannsókn sína í næstu viku. 23. febrúar 2019 09:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Manafort sagður forhertur glæpamaður í nýrri greinargerð Muellers Greinargerðin var send dómara í Washington vegna ákvörðunar refsingar Manaforts fyrir samsæri sem hann var sakfelldur fyrir í september. 23. febrúar 2019 23:15
Eiga von á að Mueller skili skýrslu sinni í næstu viku CNN greinir frá því að dómsmálaráðherrann William Barr muni greina frá skilum á skýrslunni í næstu viku. 20. febrúar 2019 19:28
Mueller ekki við það að klára Robert Mueller, sérstakur saksóknari dómsmálaráðuneytisins, mun ekki skila skýrslu um rannsókn sína í næstu viku. 23. febrúar 2019 09:00