Gísli skoraði nefnilega frábært mark með hjólhestaspyrnu fyrir utan teig í 4-1 sigri á Bromölla um helgina.
Gísli skoraði fyrsta mark leiksins. Hann fékk boltann fyrir utan teiginn, tók hann á kassann, lagði hann svo fyrir sig og skoraði með hjólhestaspyrnu fyrir utan teig.
Það má sjá þetta magnaða mark hér fyrir neðan. Þeir á samfélagsmiðlum Mjällby eru þegar farnir að tala um möguleikann á því að þetta verði eitt af mörkum tímabilsins og það er ekki kominn mars.
What a fantastic goal Gísli Eyjólfsson (@gislieyjolfs11) scored for Mjallby (@MjallbyAIFs) #TeamTotalFootballpic.twitter.com/xPQ0AoprB6
— Total Football (@totalfl) February 25, 2019
Gísli Eyjólfsson var ekki eini Íslendingurinn á skotskónum í þessum leik því Óttar Magnús Karlsson skoraði líka fyrir Mjällby í þessum góða sigri. Hér fyrir neðan má sjá öll mörkin í leiknum.
Kommer Gíslis fina bicykletas i lördagens segermatch bli årets mål på Strandvallen?
Redan imorgon väntar nytt möte för grabbarna i fighten mot allsvenska Kalmar FF på Gastens IP kl. 17:00! pic.twitter.com/BgQXoyUl9V
— Mjällby AIF (@MjallbyAIFs) February 25, 2019