Utanríkisráðherra varaði við vaxandi andúð á innflytjendum og gyðingum í Evrópu Kjartan Kjartansson skrifar 25. febrúar 2019 13:45 Guðlaugur Þór í pontu í mannréttindaráði SÞ í Genf í dag. Skjáskot Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, lagði áherslu á að bæta úr göllum mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna þegar hann ávarpaði það í Genf í dag. Varaði hann við vaxandi andúð á innflytjendum, minnihlutahópum og gyðingum á meginlandi Evrópu og gagnrýndi ríki eins og Filippseyjar, Tyrkland og Sádi-Arabíu fyrir mannréttindabrot. Ísland var kosið í mannréttindaráðið í fyrra eftir að Bandaríkjastjórn sagði sig úr því. Í desember var Ísland jafnframt kosið til að fara með embætti varaforseta ráðsins. Guðlaugur Þór tók að hluta undir gagnrýni á störf mannréttindaráðsins í ávarpi sínu í dag. Svarið væri hins vegar ekki að hætta þátttöku í því heldur að reyna að laga gallana. „Þetta ráð er og ætti að vera aðalvettvangurinn til að ræða og styðja mannréttindi, bæði í hverju landi fyrir sig og alþjóðlega,“ sagði Guðlaugur Þór. Lofaði hann framgöngu ráðsins þegar það samþykkti það sem hann kallaði tímamótaályktanir um hræðilegt ástand mannréttinda í Venesúela, Búrma og Jemen. Sagði ráðherrann ráðið mikilvægan vettvang þar sem aðildarríki, jafnvel þau sem teldu sjálf sig hafin yfir gagnrýni, gætu hlýtt á gagnrýni og ráðleggingar um hvernig þau gætu bætt mannréttindi heima fyrir. Varaði hann við vaxandi umburðarleysi gagnvart förufólki og minnihlutahópum og varhugarverðrar tilhneigingar til andúðar á gyðingum og íslam, meðal annars á meginlandi Evrópu. „Við getum ekki snúið aftur til fortíðar okkar gegn þeim, óvandaðs haturs og ótta,“ sagði Guðlaugur Þór. Duterte forseti Filippseyja hefur háð blóðugt stríð gegn fíkniefnum. Filippseyjar eiga sæti í mannréttindaráðinu.EPA/Rolex Dela Pena Nota kjör í ráðið til að réttlæta mannréttindabrot sín Gagnrýndi utanríkisráðherra sum ríki sem ættu aðild að mannréttindaráðinu fyrir að fara ekki að stofnsáttmála þess um að hafa mannréttindi í hávegum. Nefndi hann þar sérstaklega Filippseyjar þar sem frásagnir væru um að allt að 27.000 manns hefðu verið drepnir utan dóms og laga. Filippseyjar voru kjörnar aftur í mannréttindaráðið nýlega og benti Guðlaugur Þór sérstaklega á það í ræðu sinni. „Það er þannig áhyggjuefni þegar endurkjör í þetta ráð er notað sem réttlæting á þessum drápum sem lögmætum hluti af svokölluðu „stríði gegn fíkniefnum“,“ sagði hann. Spurði ráðherrann hvort að ráðið væri mögulega að spila upp í hendurnar á þeim sem teldu ráðið þjóna mannréttindabrjótum með því að kjósa ríki til setu í því sem stæðu sig illa í mannréttindamálum. Ríki sem ættu sæti í ráðinu ættu jafnframt að vera tilbúin að farið yrði ofan í saumana á þeirra eigin stöðu í mannréttindamálum. Lagði hann til að ráðið íhugaði að láta ríki skiptast á því að eiga fulltrúa þar þannig að öll ríki sem hefðu áhuga gætu tekið þátt í starfi þess. Eins og staðan sé núna bjóði stóru ríkin sig endurtekið fram og komi þannig í veg fyrir að minni ríki fái tækifæri. Jamal Khashoggi andæfði stjórnvöldum í Sádi-Arabíu. Hann var myrtur á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í október. Grunur leikur á að krónprins landsins hafi skipað fyrir um morðið.Chris McGrath/Getty Setja réttindi hinsegin fólks í öndvegi Filippseyjar voru ekki eina ríkið sem Guðlaugur Þór nefndi sérstaklega á nafn í ræðu sinni. Lýsti hann áhyggjum af vaxandi kúgun með handtökum á baráttufólki fyrir mannréttindum, blaðamönnum, lögmönnum og dómurum í Tyrklandi. Hvatti hann tyrknesku ríkisstjórnina til að tryggja sjálfstæði dómstóla þar í landi. Morðið á Jamal Khashoggi, sádiarabíska blaðamanninum, á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í október sagði Guðlaugur Þór vekja athygli á baráttu blaðamanna og mannréttindafrömuðar. „Víðtækar og handahófskenndar handtökur, pyntingar og ofsóknir á varðmönnum mannréttinda fyrir að neyta grundvallarréttinda sinna á friðsamlegan hátt eru óásættanlegar, alltaf og alls staðar,“ sagði utanríkisráðherra sem biðlaði einnig til sádiarabískra stjórnvalda um að bæta stöðu kvenna. Um Venesúela sagði Guðlaugur Þór að mannréttindaráðið þyrfti að krefjast þess að lýðræði verði komið aftur á friðsamlega og að mannúðaraðstoð komist til þeirra sem þarfnast hennar. Vakti ráðherrann sérstaka athygli á réttindum hinsegin fólks og sagði fréttir af ofbeldisverkum gegn því í ríkjum eins og Téténíu og Tansaníu mikið áhyggjuefni. „Í þessu samhengi vil ég leggja áherslu á heit okkar um að skipa mannréttindum hinsegin fólks í öndvegi í setu okkar í mannréttindaráðinu,“ sagði Guðlaugur Þór. Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Tengdar fréttir Ísland kosið varaforseti mannréttindaráðs SÞ Fastafulltrúi Íslands stýrir því starfi mannréttindaráðsins á næsta ári með forseta þess. 4. desember 2018 17:53 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Fleiri fréttir Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, lagði áherslu á að bæta úr göllum mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna þegar hann ávarpaði það í Genf í dag. Varaði hann við vaxandi andúð á innflytjendum, minnihlutahópum og gyðingum á meginlandi Evrópu og gagnrýndi ríki eins og Filippseyjar, Tyrkland og Sádi-Arabíu fyrir mannréttindabrot. Ísland var kosið í mannréttindaráðið í fyrra eftir að Bandaríkjastjórn sagði sig úr því. Í desember var Ísland jafnframt kosið til að fara með embætti varaforseta ráðsins. Guðlaugur Þór tók að hluta undir gagnrýni á störf mannréttindaráðsins í ávarpi sínu í dag. Svarið væri hins vegar ekki að hætta þátttöku í því heldur að reyna að laga gallana. „Þetta ráð er og ætti að vera aðalvettvangurinn til að ræða og styðja mannréttindi, bæði í hverju landi fyrir sig og alþjóðlega,“ sagði Guðlaugur Þór. Lofaði hann framgöngu ráðsins þegar það samþykkti það sem hann kallaði tímamótaályktanir um hræðilegt ástand mannréttinda í Venesúela, Búrma og Jemen. Sagði ráðherrann ráðið mikilvægan vettvang þar sem aðildarríki, jafnvel þau sem teldu sjálf sig hafin yfir gagnrýni, gætu hlýtt á gagnrýni og ráðleggingar um hvernig þau gætu bætt mannréttindi heima fyrir. Varaði hann við vaxandi umburðarleysi gagnvart förufólki og minnihlutahópum og varhugarverðrar tilhneigingar til andúðar á gyðingum og íslam, meðal annars á meginlandi Evrópu. „Við getum ekki snúið aftur til fortíðar okkar gegn þeim, óvandaðs haturs og ótta,“ sagði Guðlaugur Þór. Duterte forseti Filippseyja hefur háð blóðugt stríð gegn fíkniefnum. Filippseyjar eiga sæti í mannréttindaráðinu.EPA/Rolex Dela Pena Nota kjör í ráðið til að réttlæta mannréttindabrot sín Gagnrýndi utanríkisráðherra sum ríki sem ættu aðild að mannréttindaráðinu fyrir að fara ekki að stofnsáttmála þess um að hafa mannréttindi í hávegum. Nefndi hann þar sérstaklega Filippseyjar þar sem frásagnir væru um að allt að 27.000 manns hefðu verið drepnir utan dóms og laga. Filippseyjar voru kjörnar aftur í mannréttindaráðið nýlega og benti Guðlaugur Þór sérstaklega á það í ræðu sinni. „Það er þannig áhyggjuefni þegar endurkjör í þetta ráð er notað sem réttlæting á þessum drápum sem lögmætum hluti af svokölluðu „stríði gegn fíkniefnum“,“ sagði hann. Spurði ráðherrann hvort að ráðið væri mögulega að spila upp í hendurnar á þeim sem teldu ráðið þjóna mannréttindabrjótum með því að kjósa ríki til setu í því sem stæðu sig illa í mannréttindamálum. Ríki sem ættu sæti í ráðinu ættu jafnframt að vera tilbúin að farið yrði ofan í saumana á þeirra eigin stöðu í mannréttindamálum. Lagði hann til að ráðið íhugaði að láta ríki skiptast á því að eiga fulltrúa þar þannig að öll ríki sem hefðu áhuga gætu tekið þátt í starfi þess. Eins og staðan sé núna bjóði stóru ríkin sig endurtekið fram og komi þannig í veg fyrir að minni ríki fái tækifæri. Jamal Khashoggi andæfði stjórnvöldum í Sádi-Arabíu. Hann var myrtur á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í október. Grunur leikur á að krónprins landsins hafi skipað fyrir um morðið.Chris McGrath/Getty Setja réttindi hinsegin fólks í öndvegi Filippseyjar voru ekki eina ríkið sem Guðlaugur Þór nefndi sérstaklega á nafn í ræðu sinni. Lýsti hann áhyggjum af vaxandi kúgun með handtökum á baráttufólki fyrir mannréttindum, blaðamönnum, lögmönnum og dómurum í Tyrklandi. Hvatti hann tyrknesku ríkisstjórnina til að tryggja sjálfstæði dómstóla þar í landi. Morðið á Jamal Khashoggi, sádiarabíska blaðamanninum, á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í október sagði Guðlaugur Þór vekja athygli á baráttu blaðamanna og mannréttindafrömuðar. „Víðtækar og handahófskenndar handtökur, pyntingar og ofsóknir á varðmönnum mannréttinda fyrir að neyta grundvallarréttinda sinna á friðsamlegan hátt eru óásættanlegar, alltaf og alls staðar,“ sagði utanríkisráðherra sem biðlaði einnig til sádiarabískra stjórnvalda um að bæta stöðu kvenna. Um Venesúela sagði Guðlaugur Þór að mannréttindaráðið þyrfti að krefjast þess að lýðræði verði komið aftur á friðsamlega og að mannúðaraðstoð komist til þeirra sem þarfnast hennar. Vakti ráðherrann sérstaka athygli á réttindum hinsegin fólks og sagði fréttir af ofbeldisverkum gegn því í ríkjum eins og Téténíu og Tansaníu mikið áhyggjuefni. „Í þessu samhengi vil ég leggja áherslu á heit okkar um að skipa mannréttindum hinsegin fólks í öndvegi í setu okkar í mannréttindaráðinu,“ sagði Guðlaugur Þór.
Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Tengdar fréttir Ísland kosið varaforseti mannréttindaráðs SÞ Fastafulltrúi Íslands stýrir því starfi mannréttindaráðsins á næsta ári með forseta þess. 4. desember 2018 17:53 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Fleiri fréttir Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Sjá meira
Ísland kosið varaforseti mannréttindaráðs SÞ Fastafulltrúi Íslands stýrir því starfi mannréttindaráðsins á næsta ári með forseta þess. 4. desember 2018 17:53