Landslið Íslands í hestaíþróttum valið og er hér eftir virkt allt árið um kring Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. febrúar 2019 17:00 Landsliðshóp Íslands í hestaíþróttum 2019. Mynd/Landssamband hestamannafélaga Landssamband hestamannafélaga tilkynnti landsliðshóp LH í hestaíþróttum í Bláa Lóninu í gær en um leið voru gerðar opinberar breyttar áherslur í afreksmálum hjá Landssambandi hestamannafélaga. Hingað til hefur landslið Íslands á HM í hestaíþróttum verið valið út frá svokölluðum lykli og úrtökumóti. Á úrtökumótinu gátu fimm knapar tryggt sér sæti í landsliðinu og liðstjórinn valdi tvo í viðbót, var þá meðal annars litið til árangurs á Íslandsmóti og keppnisárangurs íslenskra knapa erlendis. Landsliðið var svo kynnt rúmum mánuði fyrir HM og má segja að landsliðið hafi verið virkt í rétt rúma tvo mánuði sem er afar stuttur tími og áherslan skiljanlega einungis á þann viðburð. Breytingin sem LH hefur gert á landsliðsmálum er að landsliðshópur LH verður virkur allt árið um kring og mun koma að ýmsum viðburðum, mótum og sýningum sem eru til þess fallnar að efla hestaíþróttina og styrkja liðið til árangurs. Með því að halda úti virkum landsliðshóp gefst tækifæri til að sinna betur markvissu afreksstarfi í hestaíþróttum þar sem áhersla er lögð á knapann sem íþróttamann. Meðal annars verður starfrækt fagteymi sérfræðinga á heilbrigðis- og íþróttasviði, sem verða landsliðsknöpum innan handar í sinni þjálfun. Ætlunin er að halda áfram með þær mælingar sem LH, í samstarfi við Háskólann í Reykjavík, lét gera á landsliðsknöpum 2017 og á afrekshóp ungmenna LH síðastliðin ár. Það sem felst í markvissu afreksstarfi er meðal annars að byggja upp afreksíþróttamenn, afreksknapa í þessu tilfelli, með langtímamarkmið í huga og skapa umhverfi þar sem afreksknapi getur bætt sig í sinni íþrótt, til að auka líkur á enn betri árangri á komandi stórmótum. Sá landsliðshópur sem er virkur ár hvert verður í forvali þegar valdir eru keppendur fyrir Íslands hönd á Heimsmeistaramót og Norðurlandamót. Landsliðsþjálfari getur þó tekið inn í liðið nýja knapa sem sýnt hafa framúrskarandi árangur í keppni, með skömmum fyrirvara, ef hann telur að það muni styrkja landsliðið. Markvisst endurval knapa, byggt á keppnisárangri og mati landsliðsþjálfara, er þó sífellt í gangi. Sigurbjörn Bárðason sem ráðinn var liðstjóri landsliðs Íslands í janúar 2018 verður nú titlaður landsliðsþjálfari líkt og í öðrum íþróttagreinum. Arnar Bjarki Sigurðarson sem var liðstjóri afrekshóps LH verður landsliðsþjálfari U21 landsliðshóps LH, það er næsta skref sem LH tekur í afreksmálum og verður U21 landsliðið kynnt innan tíðar. Sigurbjörn hefur yfirumsjón með báðum hópum en mikið samstarf verður á milli landsliðsþjálfaranna. Fyrsta stóra verkefni landsliðsins er Heimsmeistaramót í Berlín í byrjun ágúst. Þar munu keppa sjö landsliðsknapar í flokki fullorðinna, fimm knapar úr U-21 landsliðshópnum og fjórir titilhafar sem munu verja heimsmeistaratitla sína frá því á HM 2017 og eiga því öruggt sæti í liðinu að þessu sinni. Titilhafarnir eru Jakob Svavar Sigurðsson, Gústaf Ásgeir Hinriksson, Konráð Valur Sveinsson og Máni Hilmarsson. Valið á landsliðinu sjálfu, þ.e. þeir sem verða valdir til að fara á HM og keppa fyrir Íslands hönd, verður einnig með breyttu sniði. Miðað verður við árangur m.a. á WorldRanking-mótum og Íslandsmóti, en ekki haldin sérstök úrtökumót eins og tíðkaðist áður. Liðið verður tilkynnt fomlega í Líflandi eftir Íslandsmót sem verður haldið fyrstu helgina í júlí. Knapar í landsliðshóp LH eru skyldugir til að mæta á um helming viðburða á dagskrá landsliðsins, skyldumæting er á ákveðna forgangsviðburði, m.a. tiltekin WorldRanking mót, Íslandsmót og „Þeir allra sterkustu“ sem er fjáröflunarviðburður landsliðsnefndar. Annað sem er á dagskrá landsliðsins er t.d. mælingar, fræðsla, undirbúningsfundir o.s.frv. Landsliðshóp LH skipa 19 afreksknapar í fremstu röð í hestaíþróttum hérlendis og erlendis og þrír titilhafar í ungmennaflokki frá því á HM 2017 en þeir hafa ekki fasta setu í landsliðshópnum enn sem komið er en tilheyra hópnum fram yfir HM.Þeir 19 afreksknapar sem valdir hafa verið í landsliðshópinn eru: Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Árni Björn Pálsson Ásmundur Ernir Snorrason Bergþór Eggertsson Guðmundur Björgvinsson Hanna Rún Ingibergsdóttir Haukur Tryggvason Helga Una Björnsdóttir Hinrik Bragason Hulda Gústafsdóttir Jakob Svavar Sigurðsson, titilhafi frá HM 2017 Jóhanna Margrét Snorradóttir Jóhann Skúlason Siguroddur Pétursson Sylvía Sigurbjörnsdóttir Teitur Árnason Viðar Ingólfsson Þórarinn Eymundsson Þórarinn RagnarssonTitilhafar úr ungmennaflokki frá því á HM 2017 eru: Gústaf Ásgeir Hinriksson Konráð Valur Sveinsson Máni Hilmarsson Hestar Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Körfubolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Birnir Freyr bætti nítján ára Íslandsmet Arnar Arnarsonar Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Blótar háum sektum fyrir það að blóta Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Sjá meira
Landssamband hestamannafélaga tilkynnti landsliðshóp LH í hestaíþróttum í Bláa Lóninu í gær en um leið voru gerðar opinberar breyttar áherslur í afreksmálum hjá Landssambandi hestamannafélaga. Hingað til hefur landslið Íslands á HM í hestaíþróttum verið valið út frá svokölluðum lykli og úrtökumóti. Á úrtökumótinu gátu fimm knapar tryggt sér sæti í landsliðinu og liðstjórinn valdi tvo í viðbót, var þá meðal annars litið til árangurs á Íslandsmóti og keppnisárangurs íslenskra knapa erlendis. Landsliðið var svo kynnt rúmum mánuði fyrir HM og má segja að landsliðið hafi verið virkt í rétt rúma tvo mánuði sem er afar stuttur tími og áherslan skiljanlega einungis á þann viðburð. Breytingin sem LH hefur gert á landsliðsmálum er að landsliðshópur LH verður virkur allt árið um kring og mun koma að ýmsum viðburðum, mótum og sýningum sem eru til þess fallnar að efla hestaíþróttina og styrkja liðið til árangurs. Með því að halda úti virkum landsliðshóp gefst tækifæri til að sinna betur markvissu afreksstarfi í hestaíþróttum þar sem áhersla er lögð á knapann sem íþróttamann. Meðal annars verður starfrækt fagteymi sérfræðinga á heilbrigðis- og íþróttasviði, sem verða landsliðsknöpum innan handar í sinni þjálfun. Ætlunin er að halda áfram með þær mælingar sem LH, í samstarfi við Háskólann í Reykjavík, lét gera á landsliðsknöpum 2017 og á afrekshóp ungmenna LH síðastliðin ár. Það sem felst í markvissu afreksstarfi er meðal annars að byggja upp afreksíþróttamenn, afreksknapa í þessu tilfelli, með langtímamarkmið í huga og skapa umhverfi þar sem afreksknapi getur bætt sig í sinni íþrótt, til að auka líkur á enn betri árangri á komandi stórmótum. Sá landsliðshópur sem er virkur ár hvert verður í forvali þegar valdir eru keppendur fyrir Íslands hönd á Heimsmeistaramót og Norðurlandamót. Landsliðsþjálfari getur þó tekið inn í liðið nýja knapa sem sýnt hafa framúrskarandi árangur í keppni, með skömmum fyrirvara, ef hann telur að það muni styrkja landsliðið. Markvisst endurval knapa, byggt á keppnisárangri og mati landsliðsþjálfara, er þó sífellt í gangi. Sigurbjörn Bárðason sem ráðinn var liðstjóri landsliðs Íslands í janúar 2018 verður nú titlaður landsliðsþjálfari líkt og í öðrum íþróttagreinum. Arnar Bjarki Sigurðarson sem var liðstjóri afrekshóps LH verður landsliðsþjálfari U21 landsliðshóps LH, það er næsta skref sem LH tekur í afreksmálum og verður U21 landsliðið kynnt innan tíðar. Sigurbjörn hefur yfirumsjón með báðum hópum en mikið samstarf verður á milli landsliðsþjálfaranna. Fyrsta stóra verkefni landsliðsins er Heimsmeistaramót í Berlín í byrjun ágúst. Þar munu keppa sjö landsliðsknapar í flokki fullorðinna, fimm knapar úr U-21 landsliðshópnum og fjórir titilhafar sem munu verja heimsmeistaratitla sína frá því á HM 2017 og eiga því öruggt sæti í liðinu að þessu sinni. Titilhafarnir eru Jakob Svavar Sigurðsson, Gústaf Ásgeir Hinriksson, Konráð Valur Sveinsson og Máni Hilmarsson. Valið á landsliðinu sjálfu, þ.e. þeir sem verða valdir til að fara á HM og keppa fyrir Íslands hönd, verður einnig með breyttu sniði. Miðað verður við árangur m.a. á WorldRanking-mótum og Íslandsmóti, en ekki haldin sérstök úrtökumót eins og tíðkaðist áður. Liðið verður tilkynnt fomlega í Líflandi eftir Íslandsmót sem verður haldið fyrstu helgina í júlí. Knapar í landsliðshóp LH eru skyldugir til að mæta á um helming viðburða á dagskrá landsliðsins, skyldumæting er á ákveðna forgangsviðburði, m.a. tiltekin WorldRanking mót, Íslandsmót og „Þeir allra sterkustu“ sem er fjáröflunarviðburður landsliðsnefndar. Annað sem er á dagskrá landsliðsins er t.d. mælingar, fræðsla, undirbúningsfundir o.s.frv. Landsliðshóp LH skipa 19 afreksknapar í fremstu röð í hestaíþróttum hérlendis og erlendis og þrír titilhafar í ungmennaflokki frá því á HM 2017 en þeir hafa ekki fasta setu í landsliðshópnum enn sem komið er en tilheyra hópnum fram yfir HM.Þeir 19 afreksknapar sem valdir hafa verið í landsliðshópinn eru: Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Árni Björn Pálsson Ásmundur Ernir Snorrason Bergþór Eggertsson Guðmundur Björgvinsson Hanna Rún Ingibergsdóttir Haukur Tryggvason Helga Una Björnsdóttir Hinrik Bragason Hulda Gústafsdóttir Jakob Svavar Sigurðsson, titilhafi frá HM 2017 Jóhanna Margrét Snorradóttir Jóhann Skúlason Siguroddur Pétursson Sylvía Sigurbjörnsdóttir Teitur Árnason Viðar Ingólfsson Þórarinn Eymundsson Þórarinn RagnarssonTitilhafar úr ungmennaflokki frá því á HM 2017 eru: Gústaf Ásgeir Hinriksson Konráð Valur Sveinsson Máni Hilmarsson
Hestar Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Körfubolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Birnir Freyr bætti nítján ára Íslandsmet Arnar Arnarsonar Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Blótar háum sektum fyrir það að blóta Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Sjá meira