Fyrrverandi starfsmaður framboðsins segir Trump hafa kysst sig Kjartan Kjartansson skrifar 25. febrúar 2019 16:08 Skjáskot úr myndbandi þar sem Trump heyrðist tala fjálglega um hvernig hann áreitti konur. Johnson segir að hún hafi áttað sig á að Trump hefði komið þannig fram við sig eftir að upptakan birtist í október árið 2016. Vísir/Getty Kona sem vann fyrir forsetaframboð Donalds Trump Bandaríkjaforseta árið 2016 fullyrðir að hann hafi kysst hana gegn vilja hennar. Hún hefur höfðað mál gegn framboðinu, meðal annars vegna mismununar. Blaðafulltrúi Hvíta hússins segir ásökunina „fráleita“. Washington Post segir frá málsókn Ölvu Johnson, 43 ára gamals viðburðaskipuleggjanda frá Alabama, gegn forsetaframboði Trump. Atvikið á að hafa átt sér stað í hópi stuðningsmanna þáverandi frambjóðandans rétt fyrir baráttufund hans í Tampa á Flórída 24. ágúst 2016. Johnson fullyrðir að Trump hafi gripið í höndina á henni og hallað sér að henni til að kyssa hana á varirnar þegar hann steig út úr jeppa við fundarstaðinn. Hún segist hafa snúið sér undan og kossinn hafi endað á munnvikinu á henni. Lýsir hún atvikinu sem „ofurhrollvekjandi og óviðeigandi“. „Mér fannst strax brotið á mér vegna þess að ég átti hvorki von á þessu né vildi þetta. Ég sé enn varir hans stefna beint á andlit mitt,“ segir Johnson við blaðið. Kærasti hennar, móðir og stjúpfaðir staðfestu við blaðið að hún hefði greint þeim frá atvikinu daginn sem það átti sér stað. Hafna því að atvikið hafi átt sér stað Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, vísar ásökun Johnson á bug og segir hana „fráleita“. „Þetta gerðist aldrei og frásagnir fjölda mjög trúverðugra vitna mæla þvert gegn því,“ sagði Sanders í skriflegu svari. Tveir stuðningsmenn Trump sem Johnson nefnir sem vitni að atvikinu í málsókn sinni sögðust ekki muna eftir því að hafa séð nokkuð slíkt gerast. Johnson er fyrsta konan sem stígur fram opinberlega og sakar Trump um kynferðislega áreitni eftir að hann tók við embætti forseta Bandaríkjanna. Á annan tug kvenna hefur sakað hann um slíkt, nokkrar þeirra um sambærilegt athæfi og Johnson gerir nú. Íhugaði að stíga fram eftir Access Hollywood-upptökuna Þrátt fyrir atvikið hélt Johnson áfram að vinna fyrir forsetaframboð Trump. Hún segist hafa íhugað að stíga fram í október árið 2016. Þá birtist gamalt myndband frá upptökum á þættinum Access Hollywood þar sem Trump heyrðist stæra sig af því að áreita konur í krafti frægðar hans. „Þú veist að ég laðast sjálfkrafa að fallegum, ég byrja bara að kyssa þær. Þetta er eins og segull. Bara kyssa. Ég bíð ekki einu sinni. Og þegar þú ert stjarna þá leyfa þær þér að gera það. Þú getur gert hvað sem er. Gripið þær í píkuna,“ sagði Trump á upptökunni sem gerð var árið 2005. Þegar Johnson heyrði þessi orð segist hún hafa áttað sig á að hegðun Trump gagnvart henni væri hluti af stærra mynstri. „Ég fékk illt í magann. Þetta er það sem hann gerði við mig,“ segir hún. Þremur vikum fyrir kosningarnar hafi hún hætt störfum hjá framboðinu. Hún hafi hins vegar óttast að stíga fram auk þess sem hún hafi séð eftir að hafa unnið fyrir framboð Trump. Synjaði hún Washington Post viðtals í fyrra þegar blaðið rannsakaði ásakanir kvenna um kynferðislega áreitni á hendur Trump. Bandaríkin Donald Trump MeToo Tengdar fréttir Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum Myndband af Donald Trump tala um konur með grófum hætti hefur verið birt af Washington Post. 7. október 2016 21:31 Æ fleiri konur segja Trump hafa kynferðislega áreitt sig Lýsingar kvenna sem saka Donald Trump, forseta Bandaríkjanna um að hafa kynferðislega áreitt sig þykja sláandi líkar hans eigin lýsingum á hegðun sinni í garð kvenna í myndbandi frá því í október. Fjöldi kvenna sem sakað hafa Trump um kynferðislegt áreiti hleypur nú á tugum. 21. janúar 2017 21:00 Stefnir Trump fyrir meiðyrði Klámleikkonan Stormy Daniels, hefur stefnt Donald Trump fyrir tíst um skissu. 30. apríl 2018 19:28 Trump um nýjustu ásakanirnar: „Ég er fórnarlamb“ Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, segist vera fórnarlamb einnar stærstu pólítísku ófrægingarherferðar í sögu Bandaríkjanna. 15. október 2016 08:14 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Fleiri fréttir Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Sjá meira
Kona sem vann fyrir forsetaframboð Donalds Trump Bandaríkjaforseta árið 2016 fullyrðir að hann hafi kysst hana gegn vilja hennar. Hún hefur höfðað mál gegn framboðinu, meðal annars vegna mismununar. Blaðafulltrúi Hvíta hússins segir ásökunina „fráleita“. Washington Post segir frá málsókn Ölvu Johnson, 43 ára gamals viðburðaskipuleggjanda frá Alabama, gegn forsetaframboði Trump. Atvikið á að hafa átt sér stað í hópi stuðningsmanna þáverandi frambjóðandans rétt fyrir baráttufund hans í Tampa á Flórída 24. ágúst 2016. Johnson fullyrðir að Trump hafi gripið í höndina á henni og hallað sér að henni til að kyssa hana á varirnar þegar hann steig út úr jeppa við fundarstaðinn. Hún segist hafa snúið sér undan og kossinn hafi endað á munnvikinu á henni. Lýsir hún atvikinu sem „ofurhrollvekjandi og óviðeigandi“. „Mér fannst strax brotið á mér vegna þess að ég átti hvorki von á þessu né vildi þetta. Ég sé enn varir hans stefna beint á andlit mitt,“ segir Johnson við blaðið. Kærasti hennar, móðir og stjúpfaðir staðfestu við blaðið að hún hefði greint þeim frá atvikinu daginn sem það átti sér stað. Hafna því að atvikið hafi átt sér stað Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, vísar ásökun Johnson á bug og segir hana „fráleita“. „Þetta gerðist aldrei og frásagnir fjölda mjög trúverðugra vitna mæla þvert gegn því,“ sagði Sanders í skriflegu svari. Tveir stuðningsmenn Trump sem Johnson nefnir sem vitni að atvikinu í málsókn sinni sögðust ekki muna eftir því að hafa séð nokkuð slíkt gerast. Johnson er fyrsta konan sem stígur fram opinberlega og sakar Trump um kynferðislega áreitni eftir að hann tók við embætti forseta Bandaríkjanna. Á annan tug kvenna hefur sakað hann um slíkt, nokkrar þeirra um sambærilegt athæfi og Johnson gerir nú. Íhugaði að stíga fram eftir Access Hollywood-upptökuna Þrátt fyrir atvikið hélt Johnson áfram að vinna fyrir forsetaframboð Trump. Hún segist hafa íhugað að stíga fram í október árið 2016. Þá birtist gamalt myndband frá upptökum á þættinum Access Hollywood þar sem Trump heyrðist stæra sig af því að áreita konur í krafti frægðar hans. „Þú veist að ég laðast sjálfkrafa að fallegum, ég byrja bara að kyssa þær. Þetta er eins og segull. Bara kyssa. Ég bíð ekki einu sinni. Og þegar þú ert stjarna þá leyfa þær þér að gera það. Þú getur gert hvað sem er. Gripið þær í píkuna,“ sagði Trump á upptökunni sem gerð var árið 2005. Þegar Johnson heyrði þessi orð segist hún hafa áttað sig á að hegðun Trump gagnvart henni væri hluti af stærra mynstri. „Ég fékk illt í magann. Þetta er það sem hann gerði við mig,“ segir hún. Þremur vikum fyrir kosningarnar hafi hún hætt störfum hjá framboðinu. Hún hafi hins vegar óttast að stíga fram auk þess sem hún hafi séð eftir að hafa unnið fyrir framboð Trump. Synjaði hún Washington Post viðtals í fyrra þegar blaðið rannsakaði ásakanir kvenna um kynferðislega áreitni á hendur Trump.
Bandaríkin Donald Trump MeToo Tengdar fréttir Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum Myndband af Donald Trump tala um konur með grófum hætti hefur verið birt af Washington Post. 7. október 2016 21:31 Æ fleiri konur segja Trump hafa kynferðislega áreitt sig Lýsingar kvenna sem saka Donald Trump, forseta Bandaríkjanna um að hafa kynferðislega áreitt sig þykja sláandi líkar hans eigin lýsingum á hegðun sinni í garð kvenna í myndbandi frá því í október. Fjöldi kvenna sem sakað hafa Trump um kynferðislegt áreiti hleypur nú á tugum. 21. janúar 2017 21:00 Stefnir Trump fyrir meiðyrði Klámleikkonan Stormy Daniels, hefur stefnt Donald Trump fyrir tíst um skissu. 30. apríl 2018 19:28 Trump um nýjustu ásakanirnar: „Ég er fórnarlamb“ Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, segist vera fórnarlamb einnar stærstu pólítísku ófrægingarherferðar í sögu Bandaríkjanna. 15. október 2016 08:14 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Fleiri fréttir Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Sjá meira
Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum Myndband af Donald Trump tala um konur með grófum hætti hefur verið birt af Washington Post. 7. október 2016 21:31
Æ fleiri konur segja Trump hafa kynferðislega áreitt sig Lýsingar kvenna sem saka Donald Trump, forseta Bandaríkjanna um að hafa kynferðislega áreitt sig þykja sláandi líkar hans eigin lýsingum á hegðun sinni í garð kvenna í myndbandi frá því í október. Fjöldi kvenna sem sakað hafa Trump um kynferðislegt áreiti hleypur nú á tugum. 21. janúar 2017 21:00
Stefnir Trump fyrir meiðyrði Klámleikkonan Stormy Daniels, hefur stefnt Donald Trump fyrir tíst um skissu. 30. apríl 2018 19:28
Trump um nýjustu ásakanirnar: „Ég er fórnarlamb“ Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, segist vera fórnarlamb einnar stærstu pólítísku ófrægingarherferðar í sögu Bandaríkjanna. 15. október 2016 08:14
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent